Rakst á þessa ansi sniðugu grein um hvernig á að koma mynd af sjálfum sér inn í „þjálfaraprófílinn“, greinin var á ensku svo ég tók mér það bessaleyfi að vippa henni yfir á íslensku fyrir þá sem er ekki sleipastir í enskunni.
Greinin er tekin frá www.throw-in.com


Football Manager 2005 kynnti til leiks leikmanna myndir, sá eiginleiki gerir þér kleift að hafa mynd af leikmanninum í prófílnum hans. Fyrir þá leikmenn sem ekki hafa mynd í upprunalegu útgáfunni af leiknum er hægt að niðurhala svokölluðum „andlitspökkum“ (e. facepacks).
Vissirðu að þú getur haft mynd af þér í þjálfara prófílnum? Það eina sem þú þarft að gera er að finna mynd af sjálfum þér og fylgja þeim auðveldu þrepum sem eru í þessum leiðbeiningum.
Ég mæli með því að þú afritir skjalið sem þú ert að fara að breyta þegar við komum að þeim punkti í greininni.

Finndu mynd af þér sem er 95x95 pixlar (Ekkert mál að breyta stærð mynda í myndvinnsluforritum).
Vistaðu myndina sem „.png“. Skrárnafnið má ekki innihalda hástafi (td. myndi AbraHam.png ekki virka það yrði að vera abraham.png.

Til að tryggja að myndin verði í bestu mögulegu gæðum í Football Manager er mælt með því að þú notir Macromedia Fireworks til að vista myndina.
Það er mögulegt að opna .jpg mynd og vista hana sem .png.
Þú getur náð þér í prufuútgafu af forritinu HÉR
Skráðu þig og veldu að niðurhala Macromedia Fireworks.

Settu myndina í eftirfarandi möppu:
„data/graphics/pictures/players“
Til dæmis: „C:/Program files/Sports Interactive/Football Manager 2005/data/graphics/pictures/players“
Svo þarftu að breyta nokkrum línum í skjalinu config.xml sem er staðsett í sömu möppu.
Þú getur notað notepad í þessar lagfæringar.
Ef skjalið er skrifvarið þá er nóg að hægri smella á það velja „properties“ og taka af hakið í „protected“ kassanum.
Þegar þú ert að breyta þessu skjali, hafðu þá í huga að nafnið á skjalinu má ekki hafa hástafi og að það verður að hafa sama nafn og myndin.
xxxxxxxxx er þitt einstaka auðkennslu númer.
Þú finnur það með því að fara í „Options –> Preferences“ í FM|2005 og velja að sýna „unique numbers“. Þá geturðu fundið númerið með því að skoða prófílinn þinn og þá er númerið beint undir nafninu þínu.

Bættu þessu við config.xml skjalið:

<list id="maps">
<record from="filename" to="graphics/pictures/person/xxxxxxxxx/portrait"/>
</list>

Xml skjalið mun þá líta svona út ef við miðum við mína útgáfu:

<record>
< !-- resource manager options -->
< !-- dont preload anything in this folder -->
< boolean id="preload" value="false"/>
< !-- turn on auto mapping -->
<boolean id="amap" value="true"/>
< list id="maps">
< record from="abraham" to="graphics/pictures/person/100014456/portrait"/>
< /list>
< /record>

Þá á þetta allt að virka