Blessaðir og sælir manager ,,fans''.
Var ég að spila FM 2005 (Football manager 2005) og var ég að leita mér að einhverju fríslegu liði til að taka við eftir að ég sagði upp stöðu minni hjá Barcelona FC og fyrir valinu var ÍBV.

Var þetta leiktíðina 2009-2010 sem ég ákvað að breyta til og komast í snertingu ef svo að orði má komast, við öðruvísi knattspyrnu. Kom ég þarna eftir skemmtilegt flug með Icelandair og var ég boðinn velkominn á Hásteinnsvöll með klappi og von um góða framtíð.

Verð ég að segja að leikmannahópurinn var samþjappaður af jöxlum og má þar nefna Björgólf Takefusa,Kjartan Sturluson,og Baldur Bett.

Byrjaði ég á leik gegn ÍA sem fór 1-0 þeim í vil.

En þrátt fyrir slæma byrjun í deildinni,þá vorum við dregnir við önnur erlend lið í ,,Euro Cup''.

Má til gamans geta að fyrsta liðið sem við lentum gegn var Servette FC frá Sviss,og verð ég að telja mig heppinn að hafa sigrað þá 4-0 á heimavelli, því seinni rimman fór 3-0 fyrir þeim á þeirra heimavelli og komst ég því áfram á samanlagðari 4-3 stöðu.

Næsti leikur var gegn Inter frá Ítalíu,og fór 1-1 á San Siro leikvanginum (Þeirra heimavelli) í fyrri rimunni,en 0-0 á Hásteinnsvelli,og komst ég því áfram á að hafa skorað á útivelli. Lenti ég svo gegn Tottenham í 4 liða úrslitunum og var sá leikur sigraður 2-0 á Hásteinnsvelli og 0-0 fór svo á þeirra heimavelli. Síðan lenti ég í úrslitum gegn sterku liði Lazio. Var þar stillt upp mínu sterkasta liði,og var metaðsókn á Old Trafford. Fór svo að við sigruðum 1-0 eftir að Jón Skaftason skoraði úr vítaspyrnu.

Ef þið viljið fá sönnun fyrir þessu afreki þá er ég með screenshot tilbúið fyrir ykkur.