Sæl.

Svo að sem flestir taki eftir þessu þá vil ég benda á að emailið mitt sem bað ykkur um að senda screenshotin á er bilað. Ég var búin að fá nokkra pósta áður en það gerðist en ég hef grun um að aðeins fleiri hafi sent og því get ég ekki dæmt sigurvegara að svo stöddu.

Þess vegna ætla ég að lengja frestinn til 20. júní og biðja ykkur um að senda öll screenshot á heyja_@hotmail.com!

Hérna eru leikreglurnar ef einhver er búinn að gleyma þeim. Annars bendi ég bara á upphaflegu greinina.

Reglur:

- Allir taka við liðinu Fiorentina á Ítalíu.
- Stranglega bannað að velja önnur lönd en Ítalíu.
- Database skal vera small.
- Markmiðið er að vinna alla titlana sem í boði eru á Ítalíu á sem skemstum tíma á sama tímabili. (Meistaradeildin er því bara bónus).
- Á hverju tímabili má mest kaupa 3 menn og selja 3 menn.
- Ótakmörkuð lán, inn og út.
- Senda þarf mér skjáskot af kaupum og sölu hvers tímabils, fjárhagstöðu ásamt skjáskotum sem sanna sigurinn í öllum keppnunum.
- Ekki þarf að skrá sig neitt sérstaklega, þið sendið bara inn skjáskot ef þið hafið áhuga á að vinna.
- Nauðsynlegt er að notast við FM 2005.
- Ef einhverjir eru jafnir þá dæmi ég á ýmsum öðrum atburðum, svo sem gengi í keppnum utan Ítalíu og fjárhagsstöðu.