Jæja sendi inn annan leik, þettaer ekki copy/paste einsog fyrri sagan mín heldur einn skemmtilegasti leikur sem ég ehf nokkurntímann kepp í FM en hérna kemur hún:

Ég ætla núna að segja frá einum skemmtilegasta leik sem ég hef spilað í Manager…Ég var að spila “Footman” og var að keppa annan leik minn í 3. umferð útsláttakeppnar meistaradeildar Evrópu, og var lið mitt Liverpool

Dróst ég móti Hadjuk frá Króatíu og var fyrri leikurinn á heimavelli þeirra Split Poljud og fór sá lekur 2-0 fyrir mér og var bara venjulegur leikur lagði í hann með það hugarfar að vinna hann og ekki fá á mig mark. Baros og Cissé skoruðu mörk mín bæði í seinnihálfleik en einnig var Carragher rekinn útaf og fékk ég víst ekki að nota hann í næsta leik.

En seinni leikurinn var miðvikudaginn 25. ágúst og var 9 stiga hiti á Anfield er þessi leikur fór fram. Valdi ég nokkuð sterkt lið í þennan leik enda ætlaði ég mér að skora mörk og það mörg og lagði því ekki mikið uppúr vörninni þó hún væri nokkuð sterk.

Liðið var þannig skipað(4-4-2 diamond):

Marki- Kirkland

Hægri bakvörður- Josemi
Vinstri bakvörður- Riise
Hafsent- Hyypia
Hafsent- Traore

Vinstri kanntur- Townley
Hægri kanntur- Gerrard
Miðjumaður- Alonso
Miðjumaður- Kewell

Framherji- Cissé
Framherji- Baros



Og þá byrjar leikurinn:


3. mínúta-Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leiknum, Cissé kemur upp með boltann vinstra meginn og gefur hann fyrir þar sem Gerrard er aleinn inní teig, sendingin var frekar slöpp og skallar varnarmaður boltann frá en því miður fyrir þá beint til Cissé sem afgreiðir boltann snyrtilega í fjærhornið. 1-0


6.mínúta-Ég hélt ég væri kominn á gott skrið en nei þá fæ ég mark á mig einsog kalda tusku í andlitið. Kolaric kemur með sendingu milli varnamanna minna og þar er Tomas er einn á báti leypur hann aðeins með boltann og gefur hann á Saric sem setur boltann örugglega í markið yfir Kirkland sem kom engum vörnum við. 1-1

8.mínúta-Markmaður þeirra tekur útspark sem Alonso skallar beint á Tomas sem gefur útá kannt á Kolaric sem sendir hann yfir vörn mína beint á Saric sem leggur hann framhjá Kirkland og eg orðinn nokkuð órólegur. 1-2


23.mínúta-Jukic kemur með aukaspyrnu af vallarhelmingi Hadjuk og ratar hún beint á kollinn á Alonso sem skallar hann til Baros sem leggur hann innfyrir á Cissé sem kominn er einn á mótmarkmanni en lætur verja frá sér en sem betur fer fyrir hann kemur Gerrard og leggur boltann í autt markið. 2-2


28.mínúta-Gerrard vinnur boltann á miðjunni og sendi hann á Kewell sem kemur honum inn Cissé hann tekur við boltanum sendir hann útá kannt Gerrard sem Gefur hann til baka á Cissé sem kemur sendir hann í fyrsta til Gerrards sem leggur hann í autt markið enda nánast kominn inní það. Nú var ég farinn að brosa og hafa gaman af þessu. 3-2


30.mínúta-Jukic kemur með aðra sendingu svipað þeirri sem hann tók í öðru marki mínu nema nú ratar hún á Saric sem tekur við boltanum og leggur hann framhjá Kirkland, alltof auðvelt fyrir hann. 3-3 (Saric með þrennu)


40.mínúta-Hyypia skallarboltann á Kewell sem tekur við honum og leggur hann á Baros, Baros leggur hann til baka og tekur Kewell skotið fyrir utan teig þrumufleigur af 20 metra færi mjög fallegt mark. 4-3

Þannig var staðan í hálfleik og var ég nokkuð sáttur með mitt lið framáveg en ekki voru þeir að standa sig þeir fjórmenningar í vörninni

———————————————————————————————–

Seinni hálfleikur byrjaði einsog sá seinni hafði endað.

46. mínúta-Traore vinnur boltann aftast og sendir stuttann á Kewell sem gefur hann útá kannt á Townley sem lítið hafði sést í leiknum, hann tók við boltanum við miðjuna og tók bara á skarið hlóp uppað vítateig Hadjuk mann og sendi boltann rakleitt í hornið óverjandi fyrir markmanninn. 5-3


66.mínúta-Ég ákvað að koma með þrefalda skiptingu til að hvíla þá þreyttu og leyfa þeim spræku að spreyta sig. Pongolle og Mellor komu í framherjastöðuna fyrir Cissé og Baros og Townley kom útaf fyrir Welsh


84. mínúta- Mellor fær sendingu frá vörninni sólar einn mann á miðjunni rekur boltann aðeins og sendir hann svo inná Pongolle sem átti ekki í erfiðleikum með að klára færið og fullkomna skemmtun mín 6-3



Var þetta lokastaðan í leiknum og fannst mér þetta svo skemmtilegur leikur að ég hefði vilja fara til Liverpool til að horfa á hann.

En núna kemur smá tölfræði úr leiknum


Liverpool Hadjuk

27 shoots 8
11 on target 3
7 corners 2
9 free kicks 19
2 Yellow 0
0 Red 0

Boltinn var 12 % æá mínum vallarhelming, 50% á miðjunni, 28% á þeirra vallarhelimg

Steven Gerrard var valinn maður leiksins, en hann var með 2 mörk og 2 stoðsendinga