Ég tók við Newcastle í CM 03/04 og ég bjó til grein um það og líka þjálfarann sem ég var.

KNATTSPYRNUFERILLINN



John Harris fæddist 18 júní árið 1962 í Leeds í Englandi. Hann byrjaði 8 ára að æfa fótbolta með hverfisliði sem bar nafnið Fákarnir(dálítið fatlað nafn datt ekkert betra í hug). John var mjög góður leikmaður og skaraði vel framúr þannig að Leeds United fékk hann til liðs við sig þegar hann var 14 ára.

Luis Rodrichez þjálfari Leeds var einn af mönnunum sem vildu fá John til Leeds. Hann spilaði vel með unglingaliðunum hjá Leeds en þess má getið að hann spilaði sem framsækinn miðjumaður. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins 19 ára að aldri. Þetta tímabil spilaði hann 6 heila leiki og kom 10 sinnum inn á sem varamaður. Leeds endaði í 9 sæti þetta tímabill og John skoraði 2 mörk í þessum leikjum.

Næsta tímabil kom nýr stjóri sem hét David Artell og honum leist vel á John. John spilaði heila 28 leiki á þessu tímabilli kom tvisvar inn á sem varamaður en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Leeds endaði það tímabil í 6 sæti í ensku úrvalsdeildinni. Núna var hann að verða 21 árs en þá gerðist dálítið hræðilegt fyrir unnendur knattspyrnunnar.

John var boðið tæknilegt starf hjá tölvufyrirtækinu IBM í Englandi. John hafði óskað sér þetta síðan hann var lítill því hann var mjög góður á tölvur. Hann varði heilum 7 árum í þessu starfi eða þangað til að IBM fór á hausinn. Hann ákvað því að fara bara aftur í boltann og þá kom ágæt tilboð frá annarardeildarliðinu Watford. Hann tók því eftir að hafað hugsað sig um í ágætan tíma.

John spilaði alla leikina á tímabilinu nema fjóra vegna meiðsla og hann skoraði 13 mörk. Watford komst upp í efstu deild þetta tímabill og John vakti áhuga Newcastle en þar var gamli stjóri Johns að þjálfa, David Artell. Artell fékk hann til Newcastle en þeim var spáð góðu gengi á tímabilinu. Newcastle endaði tímabilið í 3 sæti og John lék 25 heila leiki kom 6 sinnum inn á sem varamaður og skoraði 17 mörk. Þetta varð síðasta tímabil Johns sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann meiddist illa á fæti og var frá allt næsta tímabil og líka þar næsta þar sem fóturinn hafði verið lagaður vitlaust og allt var í kássu. Því ákvað hann að hætta í fótboltanum.



ÞJÁLFUNIN


Þegar John var orðinn 42 ára ákvað hann að byrja að þjálfa. Hann fékk starf hjá Newcastle sem einn af aðstoðarmönnum Sir Bobby Robson. Bobby gamlli var svo rekinn og þá fékk John starfið af því að hann hafði verið að standa sig vel sem þjálfari og líka af því að hann spilaði einu sinni með Newcastle.

John keypti þrjá leikmenn til Newcastle fyrir tímabilið og seldi 6 leikmenn. Þeir sem hann keypti voru J. Rothen og L. Giuly frá Monaco á samtals á 9,1 milljón £ eða Giuly 6,5 og Rothen á 2,6 og P.Mexés frá Auxerre á 2 milljón £. John seldi R. Elliot til Tottenham á 625 þúsund £, N.Solano til Sevilla á 4,6 milljón £, T. Bramble til Man Utd á 1,7 millón £, A. Griffin til Man City á 1,2 milljón £, A. Hughes til Sevilla á 3,1 milljón £ og C. Acuna til Tottenham á 1,1 milljón £.

Hann byrjaði strax að fikta við leikkerfið og komst að því að 4-1-3-2 væri gott leikkerfi og svona stillti hann því upp: S. Given var í markinu, fyrir framan hann voru O. Bernard, P. Mexés, J. Woodgate og A. O´Brien. Fyrir framan vörnina var K. Dyer og fyrir framan hann á miðri miðjunni var J. Jenas, á hægri vængnum L .Giuly og á vinstri vægnum J. Rothen.

Þegar allt var komið á hreint þá var fyrsta verkefni Johns að koma Newcastle í meistaradeildina en þeir þurftu að leggja CSKA Moskow að velli. Það tókst því Newcastle vann 3-1 og 1-0 í leikjunum. Í fyrstu 6 leikjunum í ensku deildinni fékk Newcastle 12 stig sem var svona sæmilegur árangur.

Í meistaradeildinni lenti Newcastle í riðli með þýska liðinu Stuttgart, Juventus og M.Tel-Aviv. Í fyrri umferðinni fékk Newcastle 4 stig, tapaði 0-1 á móti Stuttgart, gerði jafntefli við Juventus 1-1 og vann M.Tel-Aviv 2-0. Newcastle tók sig á í meistaradeildinni og vann Stuttgart og M.Tel-Aviv 3-0 en tapaði fyrir Juventus 1-2. Það kom ekki að sök Newcastle endaði í öðru sæti riðilsins á eftir Juventus.
Newcastle dróst á móti Arsenal í meistaradeildinni í 16 liða úrslitum.

Í deildarbikarnum tapaði Newcastle í fyrstu umferð fyrir Man City í vítaspyrnukeppni. Newcastle var þar með varaliðið sitt en Man City var með sitt besta lið. Þegar janúar var kominn þá var Newcastle í öðru sæti nokkrum stigum á eftir Man Utd.

Þegar komið var að FA Cup þá keppti Newcastle á móti Norwich í fyrstu umferð og vann þann leik 1-0 en datt svo út í næstu umferð á móti Stoke City. Newcastle tapaði á móti þeim 0-1 og ekki voru það góð úrslit fyrir þá. Newcastle reyndi bara að gera betur í deildinni en það gekk ekkert alltof vel. Þeir voru byrjaðir að tapa á móti litlu liðunum og voru komnir niður í 4 sæti sem ekki var ásættanlegt.

Þá var það meistaradeildin. Þar var stórleikur gegn Arsenal þeir börðust vel í báðum leikjunum og uppskáru 1-1 jafntefli á Higbury og unnu sanfærandi 3-1 á St.James Park og voru því komnir í 8 liða úrslit framar öllum vonum. Þar fengu þeir spænska liðið Celta Vigo. En í deildinni var allt komið á fullt aftur. Næstu fimm leikir í deildinni unnust og var Newcastle komið í vænlega stöðu í efsta sætinu einu stigi á undan Chelsea, þremum á undan Tottenham og Arsenal en Man Utd nörtuðu í hæla Tottenham og Arsenal.

Ekkert gat eigilega stöðvað Newcastle í meistaradeildinni því þeir unnu Celta Vigo í fyrri leiknum 3-0 en rétt mörðu sigur í seinni leiknum 0-1. Þá kom kafli í deildinni sem varla má minnast á. Newcastle lenti í miklum meiðslavandræðum og fimm lykilmenn voru frá og þá byrjaði hörmungin. Newcastle fékk aðeins 4 stig úr næstu sex leikjum og þeir voru ekki par ánægðir með það. AC Milan var næsta viðvangsefni. Fyrri leikurinn fór eins og gegn Celta Vigo 3-0 Newcastle í hag en ekki var allt búið hjá Milan því þeir lágu í sókn í síðari leiknum en uppskáru aðeins 1-0 sigur enda hrósaði John varnamönnunum sínum vel eftir leikinn.

Núna var Newcastle komið í sjálfan úrslitaleikinn gegn FC Bayern Munchen og draumur Johns var að rætast. Newcastle var komið niður í 4. sæti í deildinni en Chelsea var í efsta, Man Utd í 2. sæti og Arsenal í 3 sæti en Tottenham í 5 sæti tveimur stigum á eftir Newcastle. Það voru tveir leikir eftir af deildinni hjá Newcastle gegn Everton og Man City. Þeir unnu Man City 1-0 en gerði 1-1 jafntefli gegn Everton.

Newcastle endaði því tímabilið í 3. sæti, Arsenal í 2. sæti, Man Utd í 4. sæti, Tottenham í 5. sæti og Chelsea vann deildinna. Liðin sem féllu voru Bolton, Everton og Porstmouth. Þess má geta að Liverpool náði sér alls ekki á strik og endaði tímabilið í 9. sæti. Nú var bara einn leikur eftir af tímabilinu gegn Bayern Munchen í meistardeildinni. Sá leikur vannst 3-0 og Newcastle vann því meistaradeildina. Þetta var vel heppnað tímabill hjá John sem knattspyrnustjóra Newcastle.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”