Já Sælir hugarar. Var búinn að vera að leita lengi fyrir mér að ögrandi og krefjandi verkefni í undirheimum knattspyrnu hreyfingarinnar. Var kominn með leið á því að þjálfa Dýnamó Höfn (www.blog.central.is/dynamohofn) enda búinn vinna allt sem hægt var að vinna.

Um morguninn las ég í öllum fjölmiðlum að Ranieri hafði sagt upp hjá Chelsea með hroka og djöfulgangi,sorað gott orðspor félagsins og gengið út í fússi. Það var ekki seinna vænna en að senda Peter Kenyon nokkur gömul Manager Save og bíða og sjá til.

Sven Göran Erikson sem hafði verið orðaður við stöðuna var tekinn með vændiskonu á skemmtistað degi fyrir undirritun, Mourinho gaf ekki kost á sér og sagðist veraánægður hjá Porto og meira að segja Mark Bosnich afþakkaði pent og saug kókaín upp í nefið.

Svo það var ekki nema einn kostur í stöðunni og það var ég. Rómanov Dollarovith og leikmennirnir tóku mér fagnandi og fóru fram á við mig að kæmi ekkert annað til greina en að við myndum vinna titilinn í ár.

Í æfingaleikjunum tók ég nokkur Írsk áhugamannalið gjörsamlega í ósmurt, gerði jafntefli við Milan en beið lægri hlut fyrir Celtic. Ekki góð fyrirheit en á undirbúnings tímabilinu fékk ég til mín tvo snaggaralega reynnslubolta þá Edgar Davids frá Juve og Richardo Carvalho frá Porto fyrir dágóða summu og ekki voru launin heldur ekki af verri endanum enda urðu drengirnir að eiga fyrir brauði og allavega hveiti.

Fyrstu leikirnir gengu eins og í sögu og liðið féll saman eins og flís við rass og vann ég fyrstu 6. leikina og tapaði ekki fyrr en í 10. umferð. Þá var eins og stemmingin í hópnum færi að dala lítilega og aðeins 4. sigrar og 5. jafntefli urðu raunin í 12. næstu leikum og var ég eftir hálft tímabil í 6. sæti. Þá brá ég á það að kalla Miakael nokkurn Forsell heim úr láni og smell passaði hann líka svona vel við hliðina á Hassa þar sem mig hafði vantað um hríð markheppinn framherja þar sem að Crespo meiddist út tímabilið í 3. leiknum og Eiður var ekki alveg að finna sig.

Þá fóru hlutirnir að gerast og vann ég 15. af síðustu 16. leikjunum en endaði í 2. sæti á eftir Nöllum með en Núkkar komu rétt við hælana á mér. Fyrir lokaumferðina kom Arjen Robben til hjálpar við Galleiðuna en í staðinn þurftum við að færa nokkrar blóðfórnir og voru nokkrir varamenn látnir ganga á plankann t.d William Gallas, Mario Melchiot og Stanic.

í síðasta leik tímabilsins vann ég svo sætann sigur í FA Cup á Everton 4-3 og var þá fyrsti bikarinn kominn í hús enda nóg pláss fyrir hann á Stanford Bridge.
Í úrslitum Eggjabikarsins beið ég lægri hlut fyrir united 0-2 og í Champions Leauge gerði ég engar rósir og varð að lúta strax í Gras í milliriðli eftir klaufalegt jafntefli við Graz frá Austuríki þar sem stólað var á lítt reyndari leikmenn vegna ofþreytu sem hrjáði lykilmenn og varð ég að bíta í það súra epli að komast ekki lengra í þetta skiptið.

Í heild sinni er ég nokkuð sáttur við tímabilið í hnotskurn þótt að ýmislegt hefði mátt fara á annan veg. Einn titill er afraksturinn sem og miestaradeildar sæti og þrátt fyrir annað sæti í deildinni fékk ég að halda sjóðheitu sæti í stjóra stólnum á brúnni tilbúinn að takast á við spennandi verkefni á næsta Seasoni.

manager kveðja.
Áfram Chelsea