Síðastliðna daga, vikur og mánuði hefur þetta áhuamál verið nánast dautt en núna fór að rigna inn greinunum svo að ég ákvað að skella einni inn.

AS Roma tímabil 03/04

Mig langaði að taka við liði sem var með góðan leikmannahóp og ágætis fjárhagsstöðu en samt ekki alveg besta liðið, Roma varð fyrir valinu.

Á þesu fyrsta tímabili átti ég að ná evrópusæti og ég fékk 10m til að eyða í leikmenn. Ég sá strax að ég þyrfti ekki að gera margar breytingar enda var leikmannahópurinn mjög sterkur. Að lokum ávkað ég mig og keypti 4 leikmenn.

Keyptir:

Alex 9 m
Todorov 1 m
Kapo 4,8 m
K.Smichel 0,2 m

Seldir:

De Rossi 5 m til Parma


Svona stillti ég upp liðinu:

GK: Pelizzoli
DR: Panucci
DL: Candela
DC: Samuel
DC: Zebina
MR: Mancini
ML: Alex
MC: Emerson
AMC: Cassano
FC: Todorov
FC: Montella

Ég spilaði 4-3-1-2

Tímabilið byrjaði hrikalega hjá mér með tveimur töpum á móti Modena og Chievo. En svo fór allt að ganga upp eftir það og við lönduðum 8 sigrum í röð, meðal annars á móti stórveldunum Juve og Milan og 1. sætið var okkar. Þetta gekk svona vel alveg fram í miðjan Desember , þá meiddist Montella og Cassano þurfti þá að taka við framherjasætinu með Todorov en þeir voru ekki að fíla sig saman og um áramót vorum við í 3. sæti. Ég sá strax þegar leikmannaglugginn opnaði að núna væri tími fyrir breytingar. Totti var búinn að eiga mjög slappt tímabil og hann var nánast alltaf á bekknum hjá mér, svo að ég seldi hann til Chelsea fyrir heilar 20m! Og Walter Samuel fór líka til Chelsea fyrir 12m. Núna var liðið komið í mjög góða fjárhagslega stöðu en samt ætlaði ég nú að fá mér nýjan miðvörð áður en leikmannagluggin lokaði. Domizzi hjá Sampdoria var efstur á óskalistanum hjá mér en Sampdoria vildi endilega halda honum og bauð ég 14 millur í hann en þeir höfnuðu. Þá var þolinmæði mín á þrotum og ég bauð í alla miðverði sem ég sá! En enginn vildi koma. Leikmannaglugginn lokaði og ég varð víst bara að nota Chivu í vörnina við hliðin á Zebina. En ég tryggði mér nokkra leikmenn þarna sem voru með nánast útrunninn samning en ég fékk þá ekki fyrrum sumarið, hér eru þeir:

Deco
Emre
Lauren
Stankovic
Basturk

Jánúar mánuður gekk mjög vel hjá okkur og við náðum fyrsta sætinu aftur.Við kláruðum tímabilið með sóma og sátum örugglega á toppnum með 9 stiga forustu. Ég var kosinn manager ársins og Mancini, Alex, Montella og Zebina voru kosnir í úrvalsliðið.


Í UEFA Cup ætlaði ég mér enga stóra hluti og notaði varaliðið og aðra leikmenn sem fengu minn að spila. En einhvern veginn vann ég UEFA cup , úrslitaleikurinn var á milli mín og Valencia ég vann 4-1, Simonetta með 4!

Í ítalska bikarnum komst ég í úrslitleikinn á móti Juve en tapaði 1-0.

Montella var kosin leikmaður ársins af stuðningsmönnum.


Kv. Bonzi
Njótið vel!