Nottingham Forest - Tímabil 03/04 ( í Cm 03/04 ) Vil vekja athygli á að þetta er mín fyrsta grein svo það þarf eflaust margt að bæta :)

Tímabil 03/04 með Nottingham Forest

Það kom mörgum á óvart þegar ungur og óreyndur spænskur þjálfari að nafni Carloz Estefano tók við Nottingham Forest. Vonbrigði leyndu sér ekki meðal stuðningsmanna en Stjórnin sagðist hafa fulla trú á honum og gaf honum 925 þúsund pund til að ná sæti í topp 10 í the Championsship. Carloz lýsti því yfir að með nokkrum góðum kaupum gæti liðið átt góða möguleika á að komast upp í úrvalsdeild og leika með þeim bestu á ný.
Það var ekki mikið fé til ráðstöfunar svo Carloz varð að vera duglegur að fá leikmenn að láni eða krækja sér í samningslausa reynslubolta.
Kaup sumarið 2003 fyrir tímabilið:

Emerson - Free
Emmanuel Petit - Free
Luizao - Free
Ben Mackey - Free
Isaac Okoronkwo - Free
Mark Hughes - Lánaður frá Tottenham
Bojan Djordjic - Lánaður frá Man Utd
Julian Gray - Lánaður frá Birmingham
Sinama-Pongolle - Lánaður frá Liverpool

Carloz estefano ákvað að fá góða blöndu af gömlum og reyndum leikmönnum ásamt ungum og efnilegum og nú var bara spurning hvernig þeir myndu passa saman.

Tímabilið byrjaði brösulega,lykilmenn eins og Pongolle,Mark Hughes og Andy Reid meiddust strax og það sást klárlega á liðinu að þeirra var saknað. Liðið virtist vanta allan stöðugleika og sóknarmennirnir áttu í mestu vandræðum með að koma knettinum í netið. Hinsvegar voru jákvæðir punktar. Markvörðurinn Darren Ward og vörnin voru að spila feikilega vel og gáfu fá færi á sér. Einnig voru Forest mjög sterkir heimafyrir en þegar annað var farið var liðið ekki upp á marga fiska. Fyrsti útisigurinn kom síðan þegar N.Forest heimsóttu Q.P.R. og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Eftir þetta var liðið á fljúgandi siglingu og í næstu 15 leikjum sigraði liðið 13 og gerði tvö jafntefli.

Í byrjun janúar var liðið í þriðja sæti og ákvað Carloz að það þyrfti að styrkja liðið smávegis. Julian Gray hafði ekki verið að standa sig sem skildi svo Carloz ákvað að rjúfa samninginn við Birmingham og skila honum. Næsta skref var að fá Stewart Downing á láni frá M'Boro sem átti heldur betur eftir að borga sig.

Forest voru á góðri siglingu eftir þetta og komust í fyrsta sæti, þó ekki lengi. Derby áttu hreint ótrúlegan endasprett á tímabilinu og enduðu í fyrsta sæti með 100 stig , 9 stigum á undan Forest. Þessi tvö lið komust því sjálfkrafa upp og liðið sem vann playoffs og komst upp með þeim var Reading.

Nottingham Forest komust alla leið í undanúrslit í carling cup þar sem þeir töpuðu seinni leiknum 1-0 á útivelli gegn Tottenham eftir að hafa gert 0-0 jafntefli á heimavelli. Forest höfðu þar á undan slegið Man Utd út úr keppninni.

Í FA cup gekk ekki jafn vel og Forest duttu strax út í fjórðu umferð gegn Burnley.

Byrjunarlið Nottingham Forest eins og best var á kosið:
Gk: Ward
Dc: Isaac Okoronkwo
Dc: Michael Dawson
Dc: Wes Morgan
Dmr: Kris Commons
Dml: Stewart Downing
Mc: Emmanuel Petit
Mc: Mark Hughes
Amc: Bojan Djordjic
Fc: Sinama Pongolle
Fc: Luizao

Svo voru fleiri leikmenn sem áttu stóran þátt í velgengni liðsins og léku marga leiki eins og : Emerson , Chris Doig , John Thompson, David Johnson, Alan Rogers og Andy Reid.
Þetta lið var ekki með neina aðalstjörnu, það voru allir jafnir. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem kom Forest í úrvalsdeild, enda allir leikmenn með frábæran móral.

Luizao varð markahæstur í liðinu með 19 mörk og á eftir honum kom Pongolle með 16. Þess má geta að eitt af mörkum Luizao var valið besta mark tímabilsins.
Luizao var valinn besti leikmaður ársins af stuðningsmönnum Nottingham Forest.
Luizao og Kris Commons voru valdir í úrvalslið deildarinnar eftir að hafa staðið sig mjög vel á tímabilinu.

Carloz Estefano varð annar í valinu um besta stjóra Coca cola deildarinnar á eftir George Burley , stjóra Derby.

Í lok tímabils fengu Nottingham Forest 12 milljónir punda fyrir sjónvarpsrétt og ákváðu samstundis að bæta æfingaraðstöðuna. Einnig gerðu þeir samning við nýjan sponsor sem tryggði þeim 1,5 milljón á ári.

Liðið er eins og stendur mjög sterkt fjárhagslega. Carloz Estefano er búinn að lækka allan launakostnað gífurlega og það eru hugmyndir í loftinu um að stækka völlinn.

Ljóst er að næsta tímabil verður gífurlega erfitt fyrir Nottingham Forest. Stjórnin hefur gefið Carloz leyfi til að eyða 2,6 milljónum punda í leikmenn + allt fé sem fæst fyrir sölur á leikmönnum.
Carloz Estefano sagði í viðtali við Sky Sports að hann ætli sér að styrkja hópinn allverulega fyrir komandi átök því núverandi hópur sé ekki nógu sterkur til að halda sér í úrvalsdeildinni.
Jafnframt sagðist hann dreyma um að eftir tvö tímabil væri Nottingham Forest orðið lið sem myndi keppa um meistaradeildarsæti.

Hverja mun Carloz kaupa ?
Verður völlurinn stækkaður ?
Munu Nottingham Forest ná að forðast fall ?
Munu draumar Carloz Estefano rætast ?

Svörin við þessum spurningum og fleira í væntanlegu framhaldi !

Kv. Erik Chaillot
www.chelsea-erik.tk