Celta de Vigo - 04/05 (FM 2005) Ég er með Celta de Vigo í FM 2005 (Update 5.0.3 Beta)

Tímabilið 2004/2005 (Fyrsta leiktíðin mín)

Celta de Vigo, fyrrverandi virt lið í Spænsku deildinni en féll svo niður í aðra deild leiktíðina 2003/2004. frá 1997 - 2002 hafði þetta lið verið áskrifandi að efstu sætunum og hafði lægst lent í 7 sæti í fyrstu deildinni 6 leiktíðir í röð. En svo gerðist eitthvað óvænt og liðið bókstaflega hrundi niður, lenti í 19 sæti í fyrstu deildinni og féll.

Celta var greinilega stærsti klúbburinn í annari deildinni og maður sá að þrátt fyrir þetta reiðarslag að hafa fallið þá var metnaður fyrir liðinu enn til staðar þar sem þeir höfðu bæði góða leikmenn og ásættanlegt fjármagn innan sinna raða.
Yndi liðsins var glæsilegur 31.800 sæta völlur með lagnir undir vellinum.
Þó að æfingaraðstaðan væri því miður ekki eins tilkomumikil þótti mér mikið um og ákvað að þetta fyrrverandi “stórveldi” gæti ekki sitið í neðrideildunum og rotnað eins og komið hafði fyrir svo mörg önnur lið.
Ég bauð mig fram sem framkvæmdarstjóra og var tekið opnum örmum af stjórninni þó að áhangendum liðsins hafi ekki aldeilis litist vel á mig til að byrja með.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við liðinu var að rúlla snöggt yfir leikmannahópinn og var ég þá sérstaklega ánægður að sjá að ég hafði 6 stólpa sem áttu greinilega eftir að koma liðinu langt, en það voru:


Zisis Vryzas (30)(ST)- landsliðsmaður Grikklands sem hafði átt sinn þátt í að gera Grikkland að Evrópumeisturum, hann var greinilega sá maður sem átti að sjá um að pota boltanum inn fyrir línuna.

Gustavo López (31)(AML) - fyrrverandi landsliðsmaður Argentínu til margra ára, vinnusamur og ákveðinn kantmaður sem heldur boltanum vel.

Nuno Capucho (33)(AMR) - fyrrverandi landsliðsmaður Portúgal til margra ára, ekki jafn ákveðinn og López og var líka frekar hægur fyrir kantmann en bætti það upp með útsjónarsemi, tækni og nákvæmum boltum.

José Ignacio (DMC)(30) - Hafði á sínum tíma tekið átt 2 leiki með spænska landsliðinu. Þessi leikmaður var maðurinn sem átti að stjórna miðjunni en skorti því miður sköpunargáfu og hæfni til að taka hraðar ákvarðanir. Hann var þó mjög ákveðinn, vinnusamur og með samspilið á hreinu.

Sergio (27)(DC) - Varnarmaður númer eitt. Þessi maður var mokarinn. Gríðarlega sterkur skallamaður og vinnusamur eins og allir þessir bestu leikmenn liðsins.

Pablo Oscar Cavallero (30)(GK) - Mjög líklega þekktasti leikmaður liðsins enda landsliðsmarkmaður Argentínska landsliðsins. Einn sá besti í sínu fagi á Spáni sem var auðvitað traustvekjandi.


Eftir að hafa litið snöggt á liðið þá var ég einstaklega ánægður. Celta bjó yfir 2 sterkum kantmönnum á sinhvorn kantinn, sterkum framherja, vinnusömum miðjumanni, öflugum varnarmanni og svo að lokum kletti í markinu.
Vissi að þessi blanda gæti varla klikkað á móti liðunum í annari deildinni og ég væri að minnsta kosti á leiðinni upp, ef ekki vinnandi deildina.
Celta hafi ágætann fjárhag en stjórnin bauð mér ekki upp á mikinn pening til að kaupa leikmenn fyrir og var það svosem skiljanlegt þar sem liðið þurfti nú að eiga sjóð ef að þetta annarar deildar vesen myndi klikka.
Ég sá að liðið var grenilega með nægilega hæfa leikmenn til að vinna deildina, en eitt vantaði og það var góður leikstjórnandi. Eftir að hafa litast um ákvað ég að kaupa:

Josep “Pep” Guardiola (DMC) - 1,3m (Al Ahli (QAT))

Eftir að hafa verið í Qatar hlýtur hann að vera sáttur að komast heim til Spánar með svipuð laun. Ég fékk Guardiola ekki fyrr en fimm leikir voru liðnir af leiktíðinni og töpuðust þrír, einn sigur og eitt jafntefli en eftir að Guardiola kom þá unnust strax fjórir stórir sigrar í röð. Síðan tók Guardiola líka strax við fyrirliðastöðunni enda hafði hann reynslu af henni eftir langa dvöl hjá Barcelona sem og landsliði Spánar.

Eins og ég sagði áður ákvað ég að spila 3-4-3 og uppstillingin var


GK: Pablo Oscar Cavallero
DC: Sebastián Méndez
DC: Pablo Contreras
DC: Sergio
MR: Nuno Capucho
ML: Gustavo López
MC: Josep Guardiola (C)
MC: José Ignacio
FC: Nacho Franco
FC: Néstor Fabián Canobbio
FC: Zisis Vryzas


Þessi uppstilling klikkaði sjaldan. Tók þá smá tíma að hrökkva í gang en eftir að þeir komust í gang töpuðst einungis tveir leikir restina af tímabilinu. Það var samt ekki nóg þar sem Villareal töpuðu bara einum leik allt tímabilið og unnu því deildina með nokkura stiga forskoti. Hér er svo staða efstu liða í deildinni:


Valladolid 42 30-11-1 68-18 +50 101
Celta 42 27-9-6 92-37 +55 90
Murcia 42 27-6-9 76-35 +41 87
Gimnástic 42 21-13-8 71-39 +32 76
Xerez 42 20-15-7 62-37 +25 75
Córdoba 42 21-6-15 70-50 +20 69


Deildin: Endaði svo með því að við komumst upp í öðru sæti. Stjórnin var ósátt og ég gat ekki leynt ofurlitlum vonbrygðum sjálfur en komumst þó upp og það var nú það sem skipti mestu máli.
Bikarinn: Lagði ekki mikið upp úr því að komast langt í bikarnum þannig að ég datt frekar snemma út.

Leikmaður ársins: Zisis Vryzas
Markaskorarinn: Zisis Vryzas

Liðið kom út í ofurlitlu tapi en þar borgaði níska stjórnarinnar sig þar sem Celta átti enn hafsjó af peningum miðað við mörg önnur lið.
Síðan ákvað ég auðvitað að styrkja liðið fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni og fékk til mín:

Mariano Ramón Toedtli(ST) -Free (Ejido)
Igor Tudor(DC) -Free (Juventus)
Róbson Ponte(AMC/R) -Free (Leverkusen)
Igor Biscan(DC) -Free (Liverpool)
Mark Van Bommel(DMC) -Free (PSV Eindhoven)
Ariel Ortega(FC) -Free (Newell´s Old Boys)
Vincenzo Sicignano(GK) -Free (Lecce)


Virðist virka fyrir næsta tímabil, allavegna til að halda mér uppi eins og stjórnin vill.
En það verður víst lítið um peninga til að kaupa fleiri leikmenn vegna þess að stjórnin er farin að bæta æfingasvæðið að minni fyrirspurn.

HVAÐ GERIST NÆST?
MEIKAR CELTA ÞAÐ?
VERÐA ÞEIR FRÆGIR?

spurningum svarað, (vonandi) í næstu grein.