Parma í CM4, ég tók við Parma og vonaði að ég mundi ná árangri hjá Parma. Á árunum 02/03 náði ég að vinna Italian cup og náði sjötta sæti í deildinni. Á sumarinu 2003 keypti ég framherjann Jermain Defoe og kantmannin Cristiano Ronaldo. Ég seldi líka leikmennina Nakata og Daniele Bonera. Ég nota 4-3-1-2 en svona stillti ég liðinu mínu fyrir veturinn (stjörnunar merkja hvað mér fannst þeir góðir, en þetta er mitt álit,og þetta er uppí 0-5 stjörnur):

GK Sebastian Frey ****
DR Sivigla **
DL Júnior***
DC Ricardo Carvalho***
DC Christian Wörns****
MC Lamouchi***
MR Cristiano Ronaldo****
ML Ricardinho****
AMC Adrian Mutu****
FC Adriano*****
FC Jermain Defoe****

Tímabilið byrjaði með látum og var ég í fyrsta sæti í langan tíma. Síðan kom að því að Juventus og Inter tóku fram úr mér. Lazio sátu í 6 sæti lengi vel. Það var skrýtið því að þeir áttu frábært tímabil í fyrra og rústuðu þá deildinni með 90 stig. AC Milan stóðu fast á eftir mér í 5.sæti og á eftir þeim Roma. Um veturinn keypti ég mér Brasílíska snillinginn Ronaldinho****. En þá fór allt úr böndunum, það gerðist það sem að allir þjálfarar óttast, ég fór í skuldir.Ég var hræddur,hræddur um að einhver stjörnumaður mundi fara. En það var ekki svo gott, það fóru tvær stórstjörnur frá mér. En þær stjörnur voru vinstri kantmaðurinn Ricardinho (saknaði hans) og enginn annar en markmaðurinn Sebastian Frey (hefði ekki getað saknað hans meira).Jæja fyrst að þeir tveir voru farnir þurfti ég að setja Ronaldinho á vinstri kantinn. En síðan var valið á milli tveggja markmanna, en þeir voru 19 ára strákur sem að hét De Lucas eða 37 ára markmaðurinn Taffarel. Ég valdi De Lucas, en hann stóð sig ekki vel. Og til allrar ólukku, reyndist Taffarel standa sig en verr svo að ég hafði De Lucas inná. Tímabilið hélt áfram og voru Juventus og Inter með mikla forystu á okkur hina. Milan voru rétt á eftir mér (munaði 2 stigum).Roma voru hinsvegar langt á eftir mér.Í nærri því seinustu leikjunum þurfti ég að keppa í röð við Roma,Juventus og síðan Inter.Ég náði samt að halda þriðja sætinu. Ég skoraði langmest í deildinn og var með hæstu markatöluna.En svona endaði deildin:

1.Juventus
2.Inter
3.Parma
4.AC Milan
5.Roma
6.Atalanta

Hver var þinn besti leikur?
Það var þegar ég vann Roma 7-2.

Markmiðið mitt var að:
Ná sæti í European championship.

Ertu ánægður með árangurinn?
Já ég náði markmiðinu mínu.

Markahæstu leikmennirnir voru:
1.Jermain Defoe (Parma)
2.David Trezeguet (Juventus)
3.Adriano (Parma)

Mest assist voru:
1.Adrian Mutu,Parma
2.Jermain Defoe,Parma
3.Adryi Sheschanko, AC Milan (kann ekki að skrifa þetta)

Þjálfarar ársins voru:
1.Epoli (ég held að það hafi heitið Epoli)þjálfarinn
2.Ég (parma)
3.Torrino þjálfarinn

Í Italian cup var mikil harka og komst ég í 8 liða úrslit en í honum voru: Parma,AC Milan,Inter,Lazio,Roma,Atalanta og Torino. Ég tapaði á móti AC Milan. Liðin sem að komust áfram voru AC Milan,Inter,Juventus og Roma.Juventus og Inter mættust í úrslitum.Inter vann og unnu þá Italian cup.

Markimiðið var að:
Komast í fjögra liða úrslit.

Varstu ánægður með árangurinn?
Já og nei, það er allt í lagi að tapa fyrir liði eins og Milan, en markmiðið var samt að komast í 4 liða úrslit.

Ég komst langt í UEFA cup, ég komst meirað segja í úrslit. En ég keppti á móti ítölsku liði. Og það var ekkert aumingjalið eins og udinese eða eitthvað þannig. Nei það voru frábæra liðið Inter. Leikurinn fór 1-0 fyrir Inter með marki frá Cristian Vieri. Ég var fúll því að í fyrsta lagi fannst mér að ég átti leikinn og líka það að De Lucas átti að verja skotið,ég skipti honum eftir þetta.

Markmiðið var:
Að komast í 8 liða úrslit.

Varstu ánægður með árangurinn?
Jájá, nema það að tapa 1-0, það var hörmung.

Þetta var frekar stutt grein en ég vona að hún komist í gegn, og það mun koma framhald,vona ég.