Nottingham Forest (FM 2005) Þann 11.júlí var ég ráðinn knattspyrnustjóri hjá Nottingham Forest eftir að hafa verið yfirþjálfari unglingaliðs Forest í 6 ár. Ég var himinlifandi að fá loksins tækifæri til að sanna mig sem knattspyrnustjóri en ég hafði áður stjórnað Yeovil, en það gekk ekki vel.

Ég þekkti marga leikmenn í hópnum mjög vel og vissi því hverju var von á. Ég ákvað samt að taka nokkra leikmenn úr varaliðinu og setja í aðalliðið, en þessa leikmenn hafði þjálfað nokkrum árum áður. En sá sem kom mér mest á óvart var hinn ungi vinstri kantmaður, Kris Commons, hann var bara varamaður á þessu tímabili enda var Andy Reid með vinstri kanstöðuna. En Commons átti eftir að láta að sér kveða á næstu árum.

Ég sá þó að leikmannahópurinn var kannski ekki sá sterkasti og því var haldið út á leikmannamarkaðinn. Þar sem Forest voru í miklum fjárhagsörðuleikum á þessum tíma, gat ég ekki keypt marga leikmenn en gat kannski fengið einhverja lánaða. Ég keypti Guy Demel á 80k frá Dortmund en hann spilar bæði sem central defender og á miðri miðjunni. Frábær leikmaður og líkist nokkuð Patrick Vieira; Frábær skallamaður, stór, sterkur, vinnusamur, góðar sendingar og frábær að tækla.

Síðan fékk ég nokkra leikmenn lánaða. Ég fékk miðjumanninn Alexis Nicholas frá Chelsea, Rob Hulse frá WBA, þá Michael Killganon og Aaron Lennon frá Leeds. Síðan 1.des kom Peter Kovacs til mín frá Tromsö en hann er senter.

Æfingaleikirnir gengu mjög vel fyrir sig en við spiluðum 6 leiki og unnum þá alla. Í þessum leikjum skoruðum við 27 mörk eða 4,5 mörk að meðaltali í leik! Þannig að ég sá fram á bjarta tíma hjá Forest.

Byrjunarlið mitt mest allt tímabilið var svona (4-4-2):

GK: Paul Gerrard
DR: Mathieu Louis-Jean
DL: Alan Rogers
DC: Michael Dawson
DC: Matthew Kilgallon
MR: Brian Cash
ML: Andy Reid
MC: Guy Demel
MC: Paul Evans / Alexis Nicolas
FC: Rob Hulse
FC: Marlon King

Ég beið með óþreyju eftir að tímabilið hæfist enda skemmtileg áskorun framundan. Flestir sáu fram á aðviðmyndum sigla lygnum sjó um miðja deild en ég ætlaði að reyna koma okkur upp enda nokkuð góður hópur sem við vorum með. Við vorum með mjög ungt lið en meðalaldur byrjunarliðsins var u.þ.b. 23 ára, en hæfileikarnir hjá leikmönnunum voru þó svo sannarlega til staðar.

Við töpuðum reyndar fyrsta leiknum á tímabilinu gegn Rotherham á útivelli 2-0 en jöfnuðum okkur og unnum síðan næstu tvo leiki. Fyrstu mánuðina gekk þetta svona upp og ofan en við vorum þó að hala inn stigum og vorum svona 4.-6. sæti milli jóla og ný árs. Við duttum út í deildarbikarnum strax í 2.umferð gegn Wolves. Í FA bikarkeppninni gekk okkur mjög vel og komumst í 8-liða úrslit en duttum þá út gegn feiknarsterku liði Chelsea.

Eftir jól gekk okkur vel í deildinni og enduðum að lokum í 4.sæti hennar, 13 stigum á eftir sigurvegurunum í Wolves og 3 stigum á eftir Leicester sem fóru líka upp. Það var gífurlega góður árangur hjá okkur og því var bara að klára dæmið og fara alla leið.

Í undanúrslitum í Útsláttarkeppninni um laust sæti í Úrvalsdeildinni mættum við Plymouth Argyle. Fyrri leikurinn var á útivelli en skemmst er frá því að segja að við töpuðum 1-0 en leikurinn var þó mjög jafn. Ég var því eilítið stressaður fyrir næsta leik en lét á engu bera og peppaði mína stráka upp fyrir leikinn. Við unnum þó að lokum seinni leikinn 3-1 í framlengingu og var það stórkostleg tilfinning. En það var þó einn leikur eftir og var það úrslitaleikurinn um lausa sætið í Úrvalsdeildinni, gegn QPR.

Stemmningin þennan dag var ótrúleg. Tugir rúta voru fylltar og á leið til Wales á Þúsaldarleikvanginn í Cardiff. Rúmlega 72.000 manns voru mættir á völlinn og það var engu líkt. Spennan var rafmögnuð þegar leikurinn hófst og leikurinn einkenndist af taugaspenningi fyrstu mínúturnar hjá báðum liðum. Þeir voru betri í fyrri hálfleik en fengu þó enginn rosaleg færi fyrr enn á 41.mínútu þegar Jamie Cureton kom þeim yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Þá hófst seinni hálfleikurinn og við sóttum án afláts en allt kom fyrir ekki við náðum ekki að skora. En loksins á 82.mínútu kom hetja Forest á tímabilinu, Marlon King okkur til bjargar og jafnaði metin! Hann setti hann í netið eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Andy Reid og kláraði færið eins og sannur senter. Þegar 90 mínútur voru liðnar var enn jafnt og því þurfi að grípa til framlengingar.

Framlengingin var rosalega spennandi og voru QPR miklu betri. Þeir fengu oft rosaleg færi en sem betur fer brást þeim ávallt bogalistin. Það var síðan varamaðurin Eugen Bopp sem stal senunni, hann skoraði sigurmarkið á 114.mínutu og þegar flautað var til leiksloka og ljóst var að Nottingham Forest voru komnir í Úrvalsdeildina varð allt brjálað og var fögnuðirnn langt fram á nótt í Nottingham borg. Stórkostleg stund.

Hér að neðan kemur smá tölfræði og annað:

- Michael Dawson var fyrirliði á tímabilinu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall
- Marlon King skoraði 35 mörk á tímabilinu, þar af 33 í deildinni og varð markaköngur hennar og valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Forest
- Robert Hulse varð næstmarkahæstur í deildinni með 22 mörk
- Marlon King, Andy Reid og Paul Evans voru valdir í úrvalslið deildarinnar

Þetta var fyrsta tímabilið og var ég núna farinn að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil en framhald um það síðar.