CM00/01 Þegar ég var að taka til í herberginu mínu um daginn, þá var ég að taka til í einhverri skúffu hérna og fann CM00/01 leikinn minn, þvílík snilld. Ég brosti út að eyrum. Það næsta sem ég gerði var að fara og installa honum í tölvuna. Það gekk bara vel og eftir smá tíma þá var ég byrjaður að spila.
Ég ákvað að fara í ensku deildina og vera Man Utd vegna þess að þeir eru svo ríkir. (Held samt með Liverpool).

Það fyrsta sem ég gerði var að bjóða í einn af mínum uppáhalds leikmönnum í leiknum, en það er Johan Tainio, hann er 19 ára, sænskur framherji.
Ég keypti hann á $100k frá Sleipner.

Ég er núna að fara að byrja á 4. leiktíð og er búinn að vinna deildina allar hinar leiktíðarnar, ég er búinn að vinna FA cup tvisvar og League cup einu sinni, hef tvisvar komist í 8. liða úrslit meistaradeildarinnar og einu sinni í 4. liða úrslit og alltaf hef ég tapað gegn spænsku liði.

Leiktíðina 2001-2002 lét ég stækka Old Trafford og nú er meðal áhorfenda fjöldi á leik í kringum 80.000 manns.

Markahæsti leikmaðurinn minn er Mihalis Konstantinou en ég keypti hann á $12.25M frá Iraklis á fyrstu leiktíðinni, hann er búinn að skora 121 mark í 173 leikjum frá því ég keypti hann.

Ég nota frekar skrítna taktík sem ég hef aldrei notað áður í CM. Ég spila með 3 varnarmenn, 3 miðjumenn, 1 attacking midfielder og 3 framherja, s.s. 3-3-1-3 Attacking. Þessi taktík er að svínvirka og ef einhver er að spila þennan leik eitthvað af viti mæli ég eindregið með henni.

En annars er liðið mitt svona:

Markmenn

Dida - Keypti hann á $6.5M frá Milan.
Leo Franco - Keypti hann á $10M frá Mallorca.
Thomas Sørensen - Fékk hann á bos frá Sunderland.


Varnarmenn

Frank De Boer - Keypti hann á $11.25M frá Barcelona.
Guly - Keypti hann á $4.4M frá Milan.
Cosmin Contra - Fékk hann á bos frá Alavés.
Abel Xavier - Keypti hann á $11M frá Everton.
Fernando Couto - Fékk hann á bos frá Lazio.
John O'Shea - Tók hann upp úr reserves.


Miðjumenn

Radoslaw Kaluzny - Keypti hann á $9M frá Wisla.
Kennedy Bakircioglu - Keypti hann á $3.6M frá Hammarby, hann er nú metinn á $28.5M.
Ronald De Boer - Keypti hann á $4M frá Zaragoza.
Andy van der Meyde - Keypti hann á $7M frá Ajax.
Alex - Keypti hann á $10M frá Parma.
Ronaldinho - Keypti hann á $23M frá Grêmio.
Kim Kallstrom - eypti hann á $2.6M frá Hacken.
Alex Notman - Tók hann upp úr reserves.


Framherjar

Mihalis Konstantinou - Keypti hann á $12.25M frá Iraklis.
Henrik Larsson - Fékk hann á bos frá Celtic.
Johan Tainio - Keypti hann á $100K frá Sleipner.
Jan Koller - Fékk hann á bos frá Anderlecht.
Daniel Nardiello - Tók hann upp úr reserves, metinn á $20.5M núna.

————————–

…þetta er sem sagt ofur liðið mitt :)