Knattspyrnufélag ÍA - Þriðja tímabilið - meistaradeildin Eftir að hafa orðið meistari á öðru tímabili fannst mér við vera með mjög góðan hóp en fannst það vanta einhvern varnarmann svo ég keypti Tryggva Bjarnason frá ÍBV á 24k (3 millj. isl kr.) og sömuleiðis komu þeir Kristinn Þórðarson og Jimmy Andersson upp úr unglingastarfinu en þeir eru báðir fæddir árið 1990. Svo seldi ég Helga Pétur til Grindarvíkur og endurnýjaði ekki samning Hagalíns. Ekki gerði ég meira á leikmannamarkaðnum þetta tímabil.

Á þriðja tímabili dróst ég í A-riðil í Upper League Cup með Keflavík, Þrótti, Breiðablik, Val, Völsungi, Grindavík og Þór. Mér gekk nú betur í riðlunum á þessari leiktíð heldur en seinustu þar sem ég vann aðeins tvo leiki. En nú vann ég fjóra leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum og endaði efstur með 13 stig. Í 8-liða úrslitum dróst ég gegn Fylki og það endaði nú ekki betur en það að ég tapaði 2-0
þar sem Þórhallur Dan skoraði bæði mörkin og batt enda á þáttöku okkar í þessari keppni. Ekki gott það.

Þá var það Icelandic Cup, seinustu tímabil hef ég ekki komist lengra en í aðra umferð í þessari keppni sem er nú ekki gott fyrir ÍA. Í fyrstu umferð dróumst við gegn Leiftri/Dalvík og unnum þá léttilega 4-1 með tveimur mörkum frá Guðjóni Sveinsyni og svo skoruðu Andri Sigþórsson og Ellert Jón Björnsson sitt markið hvor. Í annarri umferð dróumst við gegn erkifjendunum í KR og ætluðum að sýna þeim í tvo heimanna en í staðinn töpuðum við 4-2 þar sem Jóhann Ragnar Benediksson og Stebbi Þórðar skoruðu fyrir okkur en skagabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir kláruðu þetta fyrir KR. Greinilega álög á þessari keppni þar sem við höfum dottið út í annarri umferð öll þrjú tímabilin undir minni stjórn og var það heldur pirrandi.

Nú þegar deildin var að byrja höfðum við misst af tveimur titlum og var það ekki ásættanlegt en þá var bara að taka deildina með stæl. Við byrjuðum að spila gegn KR og eftir að hafa ekki unnið byrjunarleikinn í tvö tímabil í röð gerðist það aftur þriðja tímabilið í röð þar sem við töpum fyrsta leiknum en við töpuðum 2-1 og var það mjög súrt og hugsuðu allir sinn gang og ætluðum við að byrja bara upp á nýtt taka bara restina. Og það gerðu þeir í og töpuðum ekki næsta leik fyrr en einhverntímann um miðjan september nánar tiltekið 16. september en þá töpuðum við gegn Keflavík sem var jafnframt seinasti leikurinn í deildinni og tókum við deildina annað tímabilið í röð. En við unnum þetta tímabili átta leiki, gerðum átta jafntefli og töpuðum aðeins tveimur leikjum sem var bara mjög gott en samt gerðum við aðeins of mörg jafntefli en það kom samt ekki að sök en við enduðum með 32 stig og skoruðum við einhver 30 mörk og fengum á okkur 22 mörk en við lentum í miklum meiðslavandræðum með vörnina um mitt tímabilið þar sem fjórir varnamenn meiddust á einu færibandi en titillinn varð kjurr á skaganum.

En þá var komið að því sem allir leikmennirnir höfðu beðið eftir en það er sjálf meistaradeildin. Ég gerði nú ekki miklar væntingar til þessarar keppni en leikmennirnir vildu sýna sig og sanna. Í fyrstu umferð umspils til að komast í sjálfa riðlakeppnina dróst ég gegn írska liðinu Shelbourne F.C. frá Tolka park í Dublin og endaði fyrri leikurinn 1-0 fyrir okkur þar sem Jóhann Ragnar Benediktson var eini markaskorari þessa leiks og í seinni leiknum unnum við 3-0 þar sem Borgvardt, Andri Sigþórsson og Ellert Jón skoruðu mörk þessa leiks. Í annarri umferð dróumst við gegn Írska liðinu Maccabi Haifa vannst samanlagt 3-1 þar sem Borgvardt skoraði öll mörkin okkar í báðum leikjum og komumst við áfram í lokaumferð umspils og vorum mjög heppnir með dráttinn en við lentum gegn APOEL sem kemur frá Kýpur og endaði fyrri leikurinn 1-1 þar sem Stebbi Þórðar skoraði eina markið okkar og seinni leikurinn endaði 3-0 þar sem Tryggvi Bjarnason skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og Borgvardt setti eitt en þriðja markið var sjálfsmark. Og getiði hvað ! Knattspyrnufélag ÍA komið í riðlakeppnina og fékk félagið 2,7 m. punda eða littlar 340 milljónir íslenskrar króna og er það enginn smá peningur fyrir íslenskt félag og stjórnin auðvitað himinlifandi yfir því.
ÍA dróst í riðil með ekki slakari liðum en Porto, Anderlecht og Deportivo og var tilklökkunin mikil fyrir þessa leiki. Fyrsti leikurinn var gegn Porto og töpuðum við honum óverskuldað 1-0 eftir að þeir hafi skorað úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Annar leikurinn í riðlakeppninni var gegn Anderlecht og tapaðist hann 3-0. Svo kom leikur tímabilsins þegar við mættum Deportivo á heimavelli. Við komumst yfir á 12. mínútu með skallamarki frá Pálma Haraldssyni og trúði ég ekki mínum eigin augum en brátt jafnaði Robinho fyrir Depor á 37. mínútu og voru það tölur hálfleiks 1-1. Depor hélt uppteknum hætii og komst yfir á 77. mínútu þar sem Walter Pandiani setti hann. En þá tók Allan Borgvardt til sinna mála og skoraði tvö mörk á 86. og 87. mínútu og unnum við Deportivo 3-2 og ekki trúði ég mínum eigin augum og stjórnin var himinlifandi en við fengum litlar 28 milljónir ísl. króna fyrir sigurinn. Fjórði leikurinn var svo aftur gegn Depor þar sem þeir tóku sig saman í andlitinu og unnu okkur 5-0. Síðan var það seinni leikurinn gegn Porto og tapaðist hann 5-1 þar sem Andri Sigþórsson kom aftur eftir meiðsli og skoraði eina mark okkar í þessum leik. Seinasti leikurinn í riðlinum var svo gegn Anderlecht og tapaðist hann 5-2 og var þáttöku okkar í þessum leik lokið en Andri Sigþórsson og Ellert Jón Björnson skoruðu seinustu mörk okkar í þessari keppni. Bara við það að komast í meistaradeildina styrktumst við all verulega og urðum eitt ríkasta félag á Íslandi en meistara deildin skilaði okkur rúmlega hálfum milljarði og er það ekki slæmt en sigur gegn Deportivo var hápunktur tímabilsins. Glæsileg frammistaða minna stráka í þessari keppni.

- Andri Sigþórsson var valinn leikmaður tímabilsins í íslenska boltanum en Pálmi Haralds endaði í öru sæti.
- Allan Borgvardt fékk gullskóinn en hann skoraði 11 mörk í deildinni.
- Ég var aftur valinn þjálfari tímabilsins annað sinnið.

Í heildina litið er bara ekki hægt að vera annað en sáttur við þessa frammistöðu þrátt fyrir smá hökt í byrjun. Við unnum deildina og komumst í meistaradeildina. Það er ekki hægt að biðja um annað.

Takk fyrir mig.