Fyrsta tímabilið liðið og annað að byrja. Við höfðum lofað að gera betur á öðru tímabili okkar undir minni stjórn og ætluðum við að standa við það.

Ég ákvað að styrkja hópinn aðeins og tók eftir því að Allan Borgvardt og Sævar Þór Gíslason voru samningslausir og ákvað að styrkja hóp minn með þeim og seinna á tímabilinu fékk ég miðju manninn Jóhann Ragnar Benediktsson og fékk þá alla frítt en frá mér fór Grétar Rafn til Young Boys og Andrés Vilhjámsson til Hauka fyrir 127 þúsund krónur. Ég endurnýjaði ekki samningana hjá Hirti Júlíusi Hjartarsyni og Sturlaugi Haraldssyni. Ekki lét ég meira að mér kveða á leikmannamarkaðinum þetta tímabilið og var ég mjög sáttur með leikmannahópinn núna.

Í Upper League Cup dróst ég í B-riðil með HK, Þrótti, Fylki, Keflavík, Víkingi, Völsungi og Grindavík. Ég var ekki ánægður með leikina í riðlakeppninni en af 8 leikjum þá vann ég aðeins 2, gerði 3 jafntefli og tapaði svo 2 leikjum og endaði í fjórða sæti, jafnfrant seinasta sæti sem kemst upp úr riðlinum með aðeins 9 stig. Ekki gott það. En við lentum á móti KR í 8-liða úrslitum og unnum þá 2-1 með mörkum frá Andra Sigþórssyni og í undanúrslitum drógumst við gegn sterku liði Vals og rétt unnum þann leik 3-2 þar sem Borgvardt, Sævar Þór og Stebbi Þórðar skoruðu mörkin. Í úrslitum lentum við gegn Fylki sem voru ekki búnir að tapa leik í keppninni og ætluðum við að vera fyrstir til að gera það og rættist úr því. Við unnum 2-1 í úrslitum þar sem Andri og Pálmi Haralds skoruðu mörkin. Glæsileg frammistaða í þessari keppni að frátöldu nokkrum slæmum leikjum í byrjun og bikarinn kom aftur á skagann.

Í Icelandic Cup drógumst við gegn ÍR í fyrsta leik og ég sagði fyrir þann leik að ég myndi éta hattinn minn ef við myndum ekki sigra og leikmennirnir tryggðu það að ég þyrfti ekki að éta hann vegna þess að við unnum leikinn 3-0 þar sem Andri Sigþórsson var hetja leiksins með öll þrjú mörkin í leiknum og var hann mjög ánægður með fyrstu þrennuna fyrir félagið. Í aðrari umferð drógumst við gegn Keflavík og ætluðum við að komast lengra í þessari keppni en í fyrra. En ekki gekk það 2-2 eftir framlengdan leik og svo misnotaði fyrirliðinn sjálfur Gunnlaugur Jónsson loka vítaspyrnuna og vann því Keflavík. Greinilega er okkur ekki ætlað að komast langt í þessari keppni. Bæði tímabilin búnir að detta úr leik í annarri umferð.

Þá var það deildin, alltaf kveið manni fyrir fyrsta leiknum í deildinni og óskaði ég eftir betri byrjun en á seinasta tímabili þar sem við töpuðum fyrsta leiknum. En aftur gerðist það fyrsti leikurinn tapaður og var það gegn Keflavík, 1-3. En við þekktum það frá seinasta tímabili og fórum ekki að væla og unnum bara næstu leiki. Það sást á deildinni að það átti eftir að verða hörð barátta um titilinn og stutt frá botni til topps. Öll lið voru að tapa stigum.
Það fór ekki að skírast fyrr en í 15. umferð að ÍA, FH og Keflavík börðumst um toppsætin en KA, Fram og Fylkir reyndu að bjarga sér frá falli. Svo missti Keflavík flugið meðan við og FH héldum okkar striki og Fylkir datt í sinn fluggír og bjargaði sér frá falli. Í 18. umferð vorum við og FH með jafnmörg stig en betri markatölu. Bæði lið unnu sína leiki og unnum við því mótið á markatölu. Við unnum 11 leiki, gerðum 3 jafntefli og töpuðum 4 leikjum. Skoruðum 45 mörk og fengum 25 á okkur meðan FH var með sama árangur nema þeir skoruðu 35 mörk og fengu 20 á sig. Og þar með ÍA Íslandsmeistari árið 2005. Það er ekki hægt að lýsa fiðringnum í maganum þegar Eggert Magnússon, formaður KSÍ, rétti Gunnlaugi Jónssyni fyrirliða bikarinn og þegar hann hóf hann á loft og ekki skemmdi það fyrir að þetta var á heimavelli og aðdáendurnir trylltust á þessum litla leikvangi.

En nú þurftum við að gleyma Íslandsmeistaratitlinum og huga að EURO Cup. Í fyrstu umferð umspils lentum við á móti Albönsku liði, KS Vllaznia Shkoder, og unnum þá samanlagt 6-2. Mjög auðvelt það.Í annarri umferð þá lentum við aftur á móti Odd Grenland eins og á síðasta tímabili og gerðum jafntefli samanlagt 3-3 en við skoruðum tvö mörk á útivelli og komumst því í EURO Cup. Þar beið nú okkur mjög skemmtilegur leikur en við drógumst gegn Liverpool í fyrstu umferð og fyrri leikurinn endaði 0-3 og seinni 0-1 þannig samanlagt vann Liverpool 4-0 og komumst við því ekki lengra í þeirri keppni en góð reynsla fyrir unga kappa sem spiluðu þessa leiki. Ég gat nú ekki annað en verið sáttur með frammistöðu minna manna í þessum leikjum þar sem þeir börðust eins og ljón og uppskáru eftir því. Það hefði nú samt verið skemmtilegt að vera heppnari í drættinum en svona er þetta.

- Í deildinni var svo Andri Sigþórsson valinn leikmaður ársins og var jafnframt markahæstur með 15 mörk.
- Flottasta markið kom í hlut Allan Borgvardt sem skoraði stórglæsilegt mark utan úr horninu.
- Ég var valinn þjálfari ársins.
- Fjórir leikmenn, þeir Andri Sigþórsson, Borgvardt, Pálmi Haralds og Guðjón Sveinsson voru valdir í lið ársins.

Tímabilið í heild var ég mjög sáttur við nema Icelandic Cup og var frábært að vinna deildina.
Á næsta tímabili tökum við þátt í meistaradeildinni og gaman að sjá hvernig okkur gengur þar.

Ps. Nú ráðið þið hvort ég eigi að halda áfram að skrifa um þetta save eða hvort þið séuð orðnir þreyttir á því.