Eftir að hafa lokið ferli mínum sem knattspyrnumaður hjá ÍA árið 2001 eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilin 34 ára að aldri og snúið mér svo að öðrum persónulegum erindum fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra ÍA þremur árum eftir að ég lagði skóna á hilluna, Guðjón Kristjánson var í símanum og eftir nokkra mínútu samtal hafði draumur minn ræst. Að vera knattspyrnu þjálfari hjá mínu uppáhalds félagi íA.

Á fyrstu æfingunni kynnti ég mig fyrir hópnum og leist mjög vel á hann en ákvað að bjóða Andra Sigþórssyni samning sem var samningslaus og samþykkti hann þenna samning og reyndist það vera mjög góð “kaup” ef svo má að orði komast. Félagið veitti mér ekki neinn pening til leikmanna kaupa og seldi ég því þá Helga Val Kristinson til KFS og Unnar Örn Valgeirsson til Víking Ó. fyrir 127 þúsund krónur til að fá smá pening í kassann. Þetta reyndust vera einu leikmannakaup mín og sala á þessu tímabili.

Tímabilið byrjaði svo á keppni sem kallast Upper League Cup og dróst ég í B-Riðil með Víkingi, Þór, Val, Breiðablik, HK, FH og ÍBV.
Ég varð mjög ánægður með þessa keppni en í riðlinum spilaði ég sjö leiki. Vann fimm og tapaði tveimur og endaði í fyrsta sæti í riðlinum með 15 stig.
Í 8-liða úrslitunum lenti ég á móti Völsung og vann þann leik 2-0 með tveimur mörkum frá Stefáni Þórðarsyni og lenti ég því á móti Grindavík í undanúrslitum og vann þann leik 3-0. Tvö mörk Frá Grétari Rafni og eitt frá Andra Sigþórssyni og var því kominn í úrslitaleikinn gegn FH sem vann Val 2-1. Leikurinn byrjaði ekki vel og komst FH í 1-0 eftir 14 mínútur en svo komu mörk frá Hadda Ingólfs, Andra Sigþórssyni, Gulla og Kára Steini. 4-1. Og ÍA Upper league cup meistarar.

Icelandic Cup var næsti bikar sem við spiluðum um
og gekk okkur ekki vel í honum, komumst aðeins í aðra umferð. Unnum Leikni R í fyrstu umferð 3-0 með mörkum frá Gulla, Grétari og Barnwell og dróumst svo gegn Breiðablik sem vann okkur 1-0 eftir framlengingu. Stutt vera í þessari keppni og sannarlega ekki ásættanlegt.

Svo kom dagurinn sem var búinn að bíða svo lengi eftir og var búinn að halda fyrir mér vöku síðastliðnu daga 15. Maí, fyrsti leikurinn í deildinni gegn Fylki og var hann í Árbænum. Sá leikur endaði nú ekki okkur í hag en við töpuðum 1-2. Sannarlega ekki óska byrjunin en kannski var það bara ágætt að tapa fyrsta leiknum til að koma leikmönnunum á jörðina eftir að hafa unnið Upper League Cup fyrir nokkrum dögum og hétum við því í klefanum eftir leikinn að koma tvíelfdir í næsta leik og gleyma þessu bara.
Leikmennirnir stóðu við orð sýn og töpuðu ekki leik í deildinni fyrr en á móti Fram sunnudaginn 18. Júlí og var ég mjög sáttur með það, að vísu nokkur jafntefli í millitíðinni. En við héldum abra áfram þjöppuðum okkur saman og unnum bara næstu leiki. Svo eftir 17 leiki vorum við, ÍA og FH með jafnmörg stig og Fylkir með 34 stig. Við áttum leik gegn Val og FH átti leik gegn Fram.
Í búningsklefanum fyrir leikinn gegn Val var mjög mikil taugaspenna og menn voru stressaðir, eiginlega alltof stressaðir og tapaðist leikurinn 2-0 en skagamaðurinn Garðar B. Gunnlaugsson skoraði þau bæði og draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn fokinn burt vegna þess að FH vann sinn leik gegn Fram og Fylkir vann sinn titil einnig og enduðum við í þriðja sæti sem ég sjálfur og leikmennirnir sættu sig ekki við en stjórnin var frekar ánægð vegna þess að hún var sátt við evrópusæti. En ég og leikmennirnir ákváðum að gera betur á næsta tímabili og sögðum við við fjölmiðlana að titillinn kæmi á Akranes næst.

Í lokin spiluðum við svo í EURO cup (UEFA cup) og í fyrstu umferð umspils til að komast í keppnina spiluðum við á móti Ekranes sem kemur frá Litháen 7-3 samtals. Í annari umferð umspils lenti ég á móti Norsku liði, Odd Grenland, og vann þá 5-4 samtals og komumst við í EURO cup og lentum við á móti Benfica samanlagt 0-5. Ég var nú alveg ágætlega sáttur með þessa frammistöðu í þessari keppni þó að maður hefði viljað komast aðeins lengra.

Þegar ég kom heim frá Benfica 2. Október og lagst í sófann minn þá fór ég yfir tímabilið í huganum þá komst ég að því að við hefðum alveg átt að gera betur og lofaði mér því að gera betur næst því ég væri ekki hættur.