Jæja ég ætla að kvarta. Ég veit hins vegar ekki við hvern? En ég fæ einhverja útrás á þessu kvarti. Málið er þannig að ég tók við Hull City eftir að vera kominn með leið á því að vera með einhver stórlið eða lið í efri deildunum. Ég byrjaði að sjálfsögðu á “seasoninu” 03/04. Ég valdi Hull því þeir eiga góðan heimavöll ( um 25,000 manns ) og þar sem ég ætlaði mér að gera “stóveldi” á næstu árum úr liðinu vildi ég hafa almennilegann heimavöll og þyrfti þá að eyða minna en ella í stækkun á vellinum, (spara). Ég gat skiljanlega lítið keypt af leikmönnum svona fyrst en keypti þó eitthvað auk þess að fá lánað og fá menn frítt. ( frjáls sala ) Ég rústaði 3.deildinni, var í 1.sæti og tapaði ekki nema 1 leik, og það seint á tímabilinu. Árið eftir vann ég 2.deildina með mjög miklum stigamun í næsta lið. Árið þar á eftir hafnaði ég í 2.sæti 1.deildinni. EN…. þá byrjaði ruglið. Á þessum tíma þ.e.a.s. 3,2 & 1.deild keypti ég menn eins og Aaron Lennon, Philip Gilder, Evandro Roncatto, David Bellion, Jóhann Þórhallson, Dion Dublin, Jeff Smith, Orra Frey Óskarsson, Wilson, Steve Foster, Andreas Jakobsson o.fl. sem stóðu sig ALLIR gríðalega vel. Hafði fyrir menn eins og Danny Allsopp, Allan Fettis, Ben Burgess og Elliott o.fl. sem voru einnig gríðarlega sterkir. Þegar ég kom upp í úrvalsdeildina gerði ég ekkert nema styrka hópinn. Keypti Diego Forlan, Christ Preub, Christopher Eagles, Kieran Richardsson, Ednilson, Ian Harte, Mario Melcihot, Juan Román Riquelme o.fl. og seldi eða losaði mig við nokkra “þreytta” í staðinn. Alveg sama hvað ég gerði ég vann varla leik. Ég held að ég hafi unnið 5 leiki allt tímabilið og gerði einhver 6 eða 7 jafntefli - beint niður aftur. Þetta finnst mér algjörlega óþolandi “galli” í þessum leik því ég harðneita því að ég sé svona slappur í þessum leik. Sama hvaða æfingakerfi ég setti í gang, hvernig ég stillti upp liðinu eða hvaða “taktík” ég notaði, alltaf sama sagan. Ég reyndi ALLT! Menn bara gátu ekki neitt. Hvað þá í bikarleikjum !? Úff!! Hefur einhver lent í svona ömurlegum aðstæðum eins og ég? Hvað er í gangi? Þetta varð næstum til þess að ég hætti að spila þennan blessaða leik. Ég er samt ekki að tala um að ég eigi að vinna allt sem hægt er að vinna, bara hafa þetta sanngjarnt, ekki satt?