Það er mikið talað hér um hvað sé skemmtilegast og hvað ekki! Ég spila manager í miklum mæli og það sem mér hefur svona þótt hvað skemmtilegast er að byrja með frekar slappt lið jafn vel í neðri deild og reyna að fá reputation og sækja svo um hjá stærri liðum og gera nafnið sitt þekkt í fótboltaheiminum. t.d hef ég byrjað tvo season með góðum árangri og ætla að deila því með ykkur því það er eiginlega skemmtilegast að deila sínum seivum með öðrum og heyra hvað aðrir eru að gera.´Í fyrra seivinu byrjaði ég með Rushden & Diamonds (þess má geta að það voru einhverjir hér að tala um að það væri gaman að byrja með þá) og keypti Stan Collymore á 1 millu og hann var svakalegur. Ég sigraði Conference árið eftir tók ég þriðju deild og auto windscreenshield. Ég varð að selja collymore annars hefði hann orðið óánægður. Ég var í ágætis gír í 2. deild þegar ég sótti um starf hjá tottenham og fékk það og hóf þar uppbyggingu fékk ágætis pening og nafnið mitt var þá komið í reputation very good því ég tók f.a cup og league cup og lenti í 4 sæti. svo var bara kominn tími á nýtt save.
Þá tók ég við Ternana á ítalíu í serie b, kom þeim upp á fyrsta tímabili og á öðru tímabili lenti ég í 7 sæti fékk uefa sæti og vann bikarinn reputation komið í very good og þá varð staða laus hjá milan ég tók hana og ég er nú staddur á 5. tímabili og með ítalíumestara titil og evrópubikar í farteskinu. Mér finnst skemmtilegast að byggja svona upp nafnið. En hvað með ykkur??? Hvað spiliði seivin lengi?? ég hef spilað lengst eithvað um 12 season þá fannst mér það orðið heldur dapurt.
En spjöllum soltið um seivin það er skemmtilegast.