Ég var að skoða sigames.com og þar voru þeir að tala um Fog of War sem gæti komið í cm4.
Fog of War er ný spilunaraðferð sem gengur út á það að þegar maður byrjar leikinn eru allir stattar hjá leikmönnunum(öðrum en þínum og heimsfrægum leikmönnum) huldir þoku þannig að þú sjáir þá ekki. Þú getur tekið þokuna af með því að scouta leikmanninn(en þá væri talan hans jafn nákvæm og hve scoutinn er góður, t.d. vitlaus tala gæti komið upp hjá lélegum scout), einnig hverfur þokan ef þú spilar á móti leikmanninum og sérð hann í action. Svo hverfur þokan einnig ef leikmaðurinn er mikið í fréttunum. Svo ef þú ræður t.d. þjálfara sem þjálfaði leikmanninn einu sinni þá færðu stattana.
Mér finnst þetta vera alveg brilliant hugmynd og vona að hún verði sett inn í leikinn en þó sem option, því þetta mun án vafa gera leikinn MUN erfiðari og allt of erfiðan og óaðlaðandi fyrir byrjendur. Einnig mun þetta gera mann meira involved þannig að maður þarf að fylgjast meira með en það gæti þó verið af hinu verra því það má ekki vera of mikið.
Hvað finnst ykkur?

P.S. Það mun koma ein viðbót (01/02) áður en CM4 kemur. Það mun ALLS EKKI vera 3d vél í cm4 (thank god) en þeir eru að vinna með 2d vél þar sem þú horfir ofan á leikinn. Ekki mun vera mikið af nýjum hlutum í 01/02, aðallega bara update á leiknum sjálfum.

-bbf3
——————-