Ok ok..mér finnst vera allt of margir sem halda að það sé eitthvað “flottara” að vera með einhver neðri deildar lið. Þessir sömu aðilar eru mjög stoltir af því og gera í raun lítið úr hinum sem taka sér ekki eins smá lið. Ég skal segja ykkur það að ég er nú með FC Porto, já vissulega var þetta eitt af betri liðum í Portúgal þegar ég tók við, en núna er ég margfaldur Champions League meistari, það gerist ekki af sjálfu sér! Það að koma einhverjum litlum liðum í úrvalsdeild er hundleiðinlegt. Ég hef verið með litlu liðin, mér finnst það bara leiðinlegt. Ég tel mig ekki vera slakari spilara en aðra, því ég get tekið sem dæmi að ég var með West Ham og á öðru ári var ég strax orðinn lang efstur. Þetta er bara svo asnalegt að halda að maður sé ‘1337’ ef maður tekur litlu liðin.