Komiði blessaðir og sælir CM spilarar,

Til að byrja með þá langar mér að þakka huga.is kærlega fyrir að bæta þessu áhugamáli við því ég er ansi viss um að þetta á eftir að verða fjölmennt og fjörugt. En nú langar mig að fjalla um uppáhalds ófrægu leikmennina sem hægt er að kaupa í nýjustu útgáfunni(3.89 sem þú nálgast <a href="http://www.sigames.com/eng/downloads_official_cm00.shtml">hér</a>), og fyrir neðan eru upplýsingarnar.

<b>Adrian Mihalcea</b>(Dinamo Bucharest): Mjög ódýr framherji sem getur reynst góð ábót í liðið þitt. Hann fæst fyrir 100-300 k en oft kemur fyrir að lið hans selji hann ekki fyrir minna en 1M. Í byrjun tímabils er alltaf erfitt að fá hann til sín sé maður í ensku deildinni, það er vegna þess að hann fær aldrei í upphafi atvinnuleyfi til að leika þar.

<b>Kennedy Bakircioglu</b>(Hammarby): Þessi maður er þrælódýr og stálmagnaður. Hann er hálf-sænskur og hálf-tyrkneskur, getur leikið á miðri miðju, bæði hægri og vinstri kannti og jafnvel frammi. Getur orðið erfitt að fá hann fyrsta tímabilið vegna þess að hann vill ekki yfirgefa heimkynni sín snemma.

<b>Michael Mifsud</b>(Man ekki hvaðan): Það er einfalt að fá þennan pilt til sín, hann er ódýr, ungur og góður leikmaður. Hann er frá möltu og er aðeins 18 ára gamall(f. '82). Það getur tekið honum nokkur ár að verða góður en sé maður með góða þolinmæði þá gengur þetta upp!

Ég mun fjalla um fleiri menn seinna!