Gott kvöld, ég sendi hér fyrir nokkrum dögum inn kork um hvort væri áhugi um að hafa smá svona Cm “keppni”, og var áhuginn bara nokkuð góður. Flestir vildu fara í aðra deild, og valdi ég liðið Wycombe Wanderers, sem spilar í annari deild á Englandi.

Eftirfarandi upplýsingar um liðið er þegar ég spila Cm 03/04, þannig þetta getur verið öðruvísi í Cm4

Þeir byrja með um 132 k í mínus, a.m.k í þessu savi sem ég var að starta mér. Þeir eru með svona meðal stóran völl en hann tekur 10296, 8186 manns í sæti.

Ég hef ekki kynnt mér liðið neitt þannig ég get ekki sagt neitt um einstaka leikmenn þeirra, þó tel ég mig vera nokkuð vissan þegar ég segi að þetta lið sé ekki með toppliðum í 2.deild, en það er bara skemmtilegra :)


Ég myndi mæla með að við myndum spila svona 3.tímabil, í svona 1.mánuð, annars ráðið þið því alfarið

Svo var ég að vona að við myndum kannski geta gert þetta eins og bannerkeppnin er á hugi.is/gulloldin, að þið mynduð geta sent mér t.d. screenshot úr savunum og ég myndi koma þeim á netið og við myndum svo hafa könnun á áhugamálinu hver myndi vinna? :)

ég veit ekki, þetta er bara mitt álit á hvernig væri best að dæma…

En já ég vona að sem flestir taki þátt í þessu með mér, er ekki málið að fara í Cm eftir vinnu og taka nokkur tímabil :)

Kv. Sindri