Í framhaldi af greininni minni hef ég mikinn áhuga að standa við mín orð og halda áfram þeirri baráttu að rífa upp þetta áhugamál. Ég hugsaði mikið og lengi um eitthvað nýtt sem við gætum gert hérna og mér datt þetta í hug: Aðstæðuleikur, þ.e. einhver setur upp aðstæður sem maður lendir í sem þjálfari og svo er okkar að segja okkar álit á því hvað við sem þjálfarar myndum gera. Þetta er kannski crazy hugmynd en allt í lagi að láta reyna á það og sjá hvað gerist.

Best að ég byrji þá.

Þú ert þjálfari hjá Man.Utd. Þetta er fyrsta tímabilið þitt og það hefur ekki gengið nógu vel. Þú ert í 5. sæti eftir 37 leiki og átt ennþá möguleika á því að ná 4. sætinu en ekki ofar. Þú ert kominn í 38. leikinn og ert að spila á móti Newcastle. Þeir eru í 4. sæti. Ef þú vinnur þá tryggiru þér 4.sætið og þar með þátttökurétt í Champions League.
Staðan er 1-1 eftir 82. mínútur.
Þú kaust að spila 4-5-1 í upphafi leiks.
Þetta eru leikmennirnir sem þú valdir fyrir leikinn:
GK: Tim Howard
DL: O´shea
DC: Sol Campbell (keyptur frá Arsenal á tímabilinu fyrir 30 millj.)
DC: Ferdinand (Kominn með gult spjald)
DR: Gary Neville (Braut á Shearer inn í teig sem gaf vítið sem þeir skoruðu úr)
MR: Ronaldo
ML: Giggs (Meiddist fyrr í leiknum og er að harka af sér)
MC: Keane (Lenti í miklum átökum við Alan Shearer fyrr í leiknum)
MC: Butt (Phil Neville kom inn á fyrir hann á 70 mín.)
AMC: Scholes (Skoraði markið)
FC: Nistelrooy (Kominn með gult spjald og er á síðasta séns hjá dómaranum)

Bekkurinn: Carroll, Djemba, Phil Neville (70 mín), Solskjaer og Robinho(Keyptur á 16 millj. á tímabilinu).

Staðan er 1-1 á 82. mínútu. Þú átt hornspyrnu og Sol Campbell var að meiðast hjá þér og þarf skiptingu.

Endilega segiði mér hvað þið mynduð gera í þessari stöðu; hverjum myndið þið skipta inn á, mynduð þið breyta um kerfi, breyta áherslum eða láta hreinlega Campbell klára hornspyrnuna, eða kannski eitthvað allt annað?

En endilega segið mér líka ef þessi hugmynd er algjört kjaftæði og ykkur líst ekkert á hana. Þetta er bara tilraun til að lífga áhugamálið við og koma með eitthvað nýtt.

Og ef ykkur líkar þetta, endilega setið upp ykkar eigin aðstæður og við gefum okkar álit.

Kv. Ingibe
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona