Ég Þorri McAndrews var búinn að stjórna Þór frá Akureyri í 3 tímabil, titill var í höfn, sá annar í röð! Erlend lið höfðu sýnt mér áhuga undanfarið, þ.á.m. Barnsley, Kilmarnock og Lilleström.

Byrjunin

Þetta var bara venjulegur laugardagur, morgunæfingin var búin og ég var að labba frá æfingasvæðinu og uppí Hamar(félagsheimili þórs), þá hóaði stjórnarformaður liðsins í mig og sagði mér að þeim hafi borðist símtal og að spurt hafi verið eftir mér. Eigandi Sheffield Wednesday var í símanum! Hann vildi gera mér tilboð og fá mig á Hillsbrough! Ég þáði boðið og fór út til Englands tveim dögum seinna, til að skoða aðstæður og skrifa undir væntanlegann samning. Allt gekk eftir áætlun ég var orðinn stjóri hjá einu frægasta liði Englands! Og ekki var verra að vera í frírri glæsilegri íbúð og með 300.000 kr. í vikulaun!

Fyrsta tímabilið

Markmið stjórnarinnar var að komast upp! Hvernig sem ég færi að því. Fjármagnið var lítið og ég gat því lítið keypt en gerði skynsamleg og góð kaup þegar ég fékk Abel Xavier og George Kinkladze frítt, þeir urðu fastamenn í liðinu samstundis og spiluðu stórt hlutverk í gengi liðsins á tímabilinu. Einnig fékk ég Þórarinn Brynjar(frítt) og Hjálmar Þórarins(22k) rétt í nóvember, þeir stóðu sig vel og þá sérstaklega Þórarinn. En allt kom fyrir ekki, gríðarlega svekkjandi tap í úrslitaleiknum í playoffinu á móti Chesterfield var staðreynd. Gríðarleg vonbrigði, en stjórnin var sátt og vildi byggja næsta tímabil á árangri þessa.

Annað tímabilið

Jæja, ég lét ekki deigann síga og hélt ótrauður áfram í uppbyggingu minni á stóra liðinu í Sheffield! Ég sýndi að metnaðurinn var til staðar og fékk 5 frábæra leikmenn. Orra Frey(frítt), Emerson Thome(frítt) og fínan markmann frá Rangers að nafni Jesper Cristjansen(frítt). Rohan Ricketts og Jamie McKenzie komu svo fyrir 18k hvor. Svo seldi ég Alan Quinn til L'Pool fyrir “litlar” 2,5 milljónir punda! Nokkrar rækjusamlokur fengu að fara sína leið líka og fyrir tímabilið var ég búinn að selja menn fyrir 3,3 milljónir punda og aðeins búinn að kaupa fyrir 36k, þannig að fjárhagshallinn var orðinn mun minni, ég var á leiðinni í plús! Eftir heldur erfiða leiktíð náði ég að enda í 3ja sæti í deildinni, meiðsli og bönn náðu að gera mér erfitt fyrir! En fyrir framan hvorki fleiri né færri en 66.666 áhorfendur á The Millennium Stadium í Cardiff náði Sheffield Wednesday verðskulduðu sæti í 1. deild! Verðskuldaður 3 - 1 sigur á sterku liði Gillingham sem hafði fallið árið áður. Stjórnin var í skýjunum með mig og ekki voru áhangendur liðsins í fýlu, ÓNEI!

Þriðja tímabilið

Jæja, nú varð maður að halda sér uppi! Ég lét greipar sópa á leikmannamarkaðnum, þá varð bosman-reglan sérstaklega fyrir barðinu á mér. Ég fékk til liðsins: LuaLua(frítt), Jon Otsemobor(frítt), Stephen McPhail(frítt), Aaron Lennon(325k), Hélder Barbosa(18k), Gary Roberts(170k) og Craig Samson(35k). Árangurinn í 1. deildinni var frábær! Ég náði áttunda sæti og var það framar vonum, enginn bjóst við því! Ekki ég, ekki stjórnin, ekki stuðningsmennirnir og svo sannarlega ekki fjölmiðlarnir! Eina vandamálið var að ég hafði ekki láti ljós mitt skína í bikarkeppnunum. “Við verðum að einbeita okkur betur!” Þessi orð lét ég falla eftir tap í vítaspyrnu keppni þar sem mínir menn klikkuðu á öllum sínum spyrnum, ég var ekki sáttu og leikmenn vissu það!

Fjórða tímabilið

Ég lét nú lítið fyrir mér fara á leikmannamarkaðnum þetta sumarið, enda engin ástæða til þar sem ég var að vonast til að liðið myndi ná enn betur saman þetta tímabilið og springa út. Leikmenn inn: Jim Goodwin(frítt), Billy Jones(200k), José Félix Guerro(frítt). Þessir menn spiluðu ekki stórt hlutverk í gegni liðsins á þessu tímabili, enda keyptir til að auka breiddina. Eins og svo oft í þessari grein ætla ég að gera langa sögu stutta, ég komst upp! “Sheffield Wednesday have promoted to the English Premier division!” Allir sem að félaginu komu á einhvern hátt voru að springa úr ánægju! Þvílíkt afrek frá “íslenska víkingnum”, fjölmiðlar kepptust við að lofa þennan klóka stjóra!

Fimmta tímabilið

Eins og áður sagði voru allir stuðningsmenn Sheff Wed í skýjunum, leikmenn líka, en ég varð að ná þeim niðrá jörðina og fá þá til að gera enn betur! Fyrir tímabilið fékk ég til liðsins Reynslubolta ásamt ungum og efnilegum peyjum. Salou Lassissi, Frank Quedrue og Freddy Adu komu allir á free transfer, einnig fékk ég hinn stórefnilega Isaac Ousbourne á 1,7 milljónir punda. Markmið stjórnarinnar var að skíthanga í deildinni, ég jánkaði því en hugsaði innst innra með mér að þetta lið gæti mun betur er það! Ég skyldi svo sannarlega sýna það! Og enn og aftur kom liðið á óvart, 5 sætið í deildinni var staðreynd ég var kominn í evrópukeppni og farinn að stríða stóru klúbbunum eins og ManUtd, Arsenal og Chelsea. Frjárhagurinn var frábær og allt var á uppleið!

Og þá kom það sjötta!

Jæja, markmiðið var “respecteble leauge position”, sjálfur hefði ég verið sáttur með að lenda í 5. sæti aftur… Ég fjárfesti að sjálfsögðu í leikmönnum, keypti meðal annars nýjan markmann að nafni Chris Kirkland á 2,5 milljónir punda, Jlloyd Samuel á bosman, Cherno Samba á 850k og Andy Ferrel á 110k. Engin rosaleg kaup en Kirkland var gríðarlegur styrkur fyrir þetta lið, markvarslan hafði oft verið veikasti hlekkurinn. Hvorki fleiri né færri en fjórir bikarar komu í annars frekar tómlega bikarskápa á Hillsbrough á þessu ári! Sigur vannst í UEFA cup, League cup, Super Cup og Community Shield, einnig lennti liðið í glæstu öðru sæti í deildinni, á eftir Arsenal. “Ég er virkilega stoltur af strákunum og tileinka öllum áhangendum okkar þessa sigra!” Þetta sagði ég meðal annars í gríðarlöngu viðtali við Times. Ótrúlegt afrek!

Sjöunda tímabilið

Sjönuda tímabilið byrjaði ekki sem best, jú við unnum góðgerðaskjöldinn en gengið í deildinni fyrir áramót var hreint út sagt slæmt, eftir 23 leiki hafði ég alltaf verið fyrir neðan miðja deild, fáránleg rauð spjöld og mikil meðisli og álag á hópinn gerðu vart við sig. “Af hverju flá þeir okkur ekki bara lifandi líka?” Ég var ekki sáttur við hvernig dómarar dæmdu okkur oft á tíðum í óhag og var ófeiminn við að gagnrýna þá opinberlega! Liðið spilaði að vísu vel í Meistaradeildinni og komst auðveldlega uppúr riðlinum með 13 stig, ég var með Real Madrid, Maribor og Partizan í riðli. Í 16 liða úrslitum lenti ég á móti sterku liði Celtic og datt út á móti þeim á mörkum skoruðum á útivelli, gerði jafntefli við þá 1-1 úti og 2-2 heima þannig að þeir fóru áfram. Það sýnir kannski styrk þeirra best að þeir eru nú komnir í úrslitaleikinn. Eftir áramót í deildinni fór allt að ganga betur, hver sigurleikurinn kom á fætir öðrum og liðið flaug upp töfluna! Meiðsli létu svo bera allsvakalega á sér þegar Hélder Barbosa og Freddy Adu meiddust báðir í 8 mánuði í sömu vikunni! En jæja, 5 leikir voru eftir, ég var í 7. sæti og búinn að koma liðinu í úrslit FA cup, fjárhagsstaðan hljóðaði uppa 53 milljónir punda, gat ég farið lengra með þetta lið? Þessari spurningu velti ég oft fyrir mér…
En einn daginn kom svo það óvænta. Claudio Ranieri hafði sagt starfi sínu lausu hjá Manchester United, skömmu síðar fékk ég símtal frá David Gill, hann segist alltaf hafa dáð mína stjórnunarhæfileika og bauð mér starf sem stjóri Rauðu djöflanna! “Þetta er draumi líkast, ég hef alltaf dáð þetta lið!” Sagði ég í samtalið við Daily Mirror, og auðvitað sló ég til! “Red Devils appoint McAndrews as their new manager!”
Mér leið að vísu illa, að yfirgefa Sheffield Wednesday, klúbbinn sem hafði gefið mér tækifæri á Englandi og ég var búinn að leggja svo mikla vinnu í, áhangendur liðsins kvöddu mig með tárin í augunum og héldu á skiltum sem á stóð “ McAndrews will never be replaced!” Ég varð klökkur en fór mína leið og leit fram á veginn. Mig hlakkaði mikið til að vinna með mönnum eins og Ruud van Nistelrooy, Cristiano Ronaldo, Rafael Van Deer Vaart og fleiri! Man.Utd. höfðu endað í 8. sæti tímabilið á undan, komust ekki í evrópukeppni og því var þetta vist “challenge” að koma liðinu uppúr þeim öldudal sem þeir virtust vera í. Ég tók við þeim í 2. sæti, kláraði síðustu 4 leikina og endaði þar. Nú hefst uppbyggingin!

Með fyrirvara um smávægilegar stafsetningavillur. Kveðja, Woozem.
—————————–