DDT skrár – til að ná í fleiri leikmenn

Eins og flestir vita þá eru bara stærstu nöfnin sem koma fyrir í hverju save-i í CM óháð hvaða deild er valin. Ef þú velur t.d. hollensku deildina koma allir leikmenn í henni en ekki allir leikmenn í leiknum. Þetta sparar pláss og eykur hraða leiksins. Hægt er að ráða hversu stóran hluta af leikmönnum menn vilja og er þá breytt um stærð í Data Base. Með því að velja large verður leikurinn hægari en fleiri leikmenn koma inn.
Oft vill það brenna við að argentíska undrabarnið eða nýja svarta perlan sem þú varst búinn að finna í síðasta save-i eru ekki í þessu. En örvæntið ekki, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum CM áhugamönnum. Lausn er í nánd. Lausnin skal kallast DDT skrá.

Til hvers DDT skrá?
-Tryggt er að vissir leikmenn séu alltaf í leiknum, óháð vali á database stærð.
-Til þess að hafa sem flesta leikmenn og félög í leiknum. Þó skal taka til athugunnar að eftir því sem leikmenn eru fleiri því hraðari tölvu þarf. Ef að allir leikmenn og öll félög eru, dugar ekki einu sinni að hafa 3ghz tölvu með 2gb í innra minni.
-Hægt að stjórna hvaða landsliði sem er. Til þess að hægt sé að stjórna landsliðum þurfa a.m.k. 150 leikmenn frá því landi að vera til í leiknum. Þess vegna er ekki hægt að stjórna Íslandi í byrjun leiks, en með þessu ráði er það hægt.
-Ertu með hægfara tölvu og small database? Þá geturðu samt haft nokkur ungstirni til viðbótar með, til öryggis.

En jæja byrjum á verkinu nóg er framundan.

SKREF 1 – DDT skrá búin til
Það eina sem þarf er Notepad forritið sem fylgir með öllum Windows stýrikerfum og patch frá 4.1.2-4.1.4. Hægt er að nota önnur ritvinnsluforrit en þægilegast er að gera þetta í Notepad fyrir óvana. Tek það fram að þetta virkar EKKI í 4.1.1. útgáfunni, svo að endilega náið ykkur í patch í download kubbinum. Patchar virka ekki með crökkuðum útgáfum!

Aðeins tvær skipanir virka og eru notaðar í þessari kennslu. “RETAIN_PLAYERS” og “RETAIN_NATION_PLAYERS” eru þessar skipanir. Á eftir Retain_Players skipuninni kemur nafn á félagi og það félag mun innihalda alla sína leikmenn þegar nýtt save byrjar. Hin skipunin felst í því að hafa nafn á þjóð fyrir aftan Retain_Nation_Players. Sú skipun kallar fram alla leikmenn frá þeirri þjóð. Þetta er sniðugt fyrir þá sem vilja fá alla íslensku leikmennina.

Dæmi um þetta:
“RETAIN_NATION_PLAYERS” “United States” - kallar fram alla bandaríska menn í næsta save-i
“RETAIN_PLAYERS” “Kaizer Chiefs” – kallar fram alla leikmenn frá þessu liði í næsta save-i.

Hægt er að skrifa eins margar svona skipanir og hverjum og einum finnst best. Hægt er að hafa báðar skipanirnar saman í skjali. Athugið þó að ef þið viljið vera í t.d. Hollensku deildinni þurfið þið ekki að nota svona DDT skrá fyrir hollenska leikmenn, bara þá sem eru í annarri deild, eru af öðru þjóðerni og eru ekki þekktir.

SKREF 2 – hafið stafsetninguna og málfræðina rétta
Það er ástæða fyrir því að ég hef gæsalappir fyrir framan Retain_Players í dæminu að ofan. Gæsalappirnar eru mjög mikilvægar í þessu skjali, shift+2 klikkar aldrei og klikkar ekki hér.
Verið viss um að skrifa nafn félagsins eða þjóðarinnar rétt, annars virkar þetta auðvitað ekki.
Sum félög (t.d. Kidderminster) hafa stutt nöfn (Kidderminster) í leiknum en löng nöfn (Kidderminster Harriers) í gagnabanka leiksins. Ekki skiptir máli hvort nafnið er notað svo framarlega sem stafsetningin er rétt.

SKREF 3 – Vistun á DDT skránni
Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig þið vistið skjalið ef þið kunnið ekki að breyta sniði skjala. Farið í Save As og finnið db möppuna sem er í data möppunni. Hjá mér er slóðin C:\Program Files\Eidos\CM 03-04\data\db
Save As glugginn á ennþá að vera opinn. Þar sem stendur „save file as“ breytið úr Text Document (*.txt) yfir í All Files. Heitið á skjalinu á svo að vera retain.ddt
Þá er bara að ýta á vendihnappinn (enter) og skráin er tilbúin á sínum stað, en….

SKREF 4 – Að virkja skránna
Áður en nýtt save er ræst er svo farið í Preferences viðmótið og þar neðst stendur Custom Edit File Settings. Opnið það og ef hakað er við DDT skránna ykkar þá er allt tilbúið, ef ekki hakið þá bara sjálf við og byrjið svo nýjan leik.

Þekkt vandamál
Ef þetta er ekki að virka þá er væntanlega eitt af eftirfarandi að hrjá þig.
-Vantar gæsalappir. Mundu þær eiga að vera fyrir framan og aftan skipanirnar tvær og í kringum nafn félagsins eða landsins sem valið er. “RETAIN_PLAYERS” “Kaizer Chiefs” og
“RETAIN_NATION_PLAYERS” “United States”. Einnig er bil á milli skipunar og lands/félags
-Stafsetningin. Ef þú ert bara alls ekki viss hvernig eitthað er skrifað, opnaðu bara gamlan vistaðan leik eða notaðu editor til þess að leita réttu nöfnin uppi.
-Skjalið vistað á vitlausan hátt. Ef skjalið heitir allt í einu retain.ddt.txt þá er ekkert mál að breyta því. Opnaðu bara skjalið í Notepad og í Save As og mundu að velja All Files en ekki Text Document (*.txt)

Jæja þá er það komið. Ég reyndi að hafa þetta sem allra einfaldast þannig að allir ættu að geta skilið, sama hversu tölvukunnátta þeirra er léleg.

Varla þarf að taka fram að engin ábyrgð er tekin á gjörðum fólks.

Heimild: <a href="http://projectcm.thedugout.net/cm4guides.php?sub action=showfull&id=1073991958&archive=&cnshow=news&star t_from=> projectcm.thedugout.net </a