Sports Interactive var í dag að senda frá sér fréttatilkynningu um framhaldið á CM.
Fyrst af öllu er SI búið að gera samning við Sega um að síðarnefnda fyrirtækið annist dreifingu á væntanlegum leik sem kemur vondandi út í haust. Samningurinn hljóðar upp á 5 ár og munu því Sega menn koma í stað Eidos sem áður gáfu út CM.
Auk þess verður nafni á leiknum breytt þar sem að Eidos hafa einkarétt á því. Nýja nafnið er…..Football Manager. Skammstöfunin er FM sem hljómar ekkert sérstaklega vel.
Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir um leikinn en talið er öruggt að hann byggist á þeim sem fyrir voru.

Samkeppni er þegar hafin um nýtt merki og nánari upplýsingar um keppnina er að finna með því að klikka á <a href=http://web.sigames.com/competitions.php?type=view& id=2> þennan tengil </a>

Þess má svo geta að Eidos er með leik í vinnslu sem þeir segja munu verða þann raunvörulegasta sem komið hefur út. Það á undirritaður eftir að sjá enda margir reynt að gera góðan manager leik en engum tekist nema SI.

Nánari upplýsingar er ekki að hafa að svo stöddu en þeim sem vilja fylgjast með, bendi ég á www.sigames.com
Síðan gæti þó verið nokkuð hæg vegna álags.

Snowle