Ég man þessa hluti alveg eins og þeir hafi gerst í gær, en núna þann 15. júlí 2033, eru rúmlega 30 ár síðan þessir hlutir gerðust.

Ég bjóst við að þjálfaraferil mínum væri lokið, þegar ég féll á lyfjaprófi eftir leik á móti Aston Villa þegar ég þjálfaði Stoke City en það hafði mælst amfetamín í blóðprufunni hjá mér.
Og það bjóst líka allt við því, þegar ég fékk dóminn; hálfs árs bann. Eftir þetta lagðist ég djúpt í neyslu minni, og konan mín bað mig um að fara í meðferð, sem og ég gerði. Sex mánuðum seinna, var ég orðinn annar maður, ég var laus úr banninu og laus við fíknina en ekkert lið vildi fá gamlan dóphaus til að þjálfa liðið sitt. Ég hafði sótt um fullt af störfum, og því kom mér það á óvart að S. Jordan stjórnarformaður Crystal Palace, bað mig um að koma til saminngaviðræðna við þá. Viðræðurnar gengu mjög vel og þann 13.júlí 2003 var ég tilkynntur sem þjálfari Crystal Palace.

Ég man mjög vel eftir þessu öllu saman. Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég var gerður að þjálfara, var að hringja ég í alla þá fjölmörgu tengiliða sem ég hafði út um allan heim. Einnig settist ég yfir lista yfir menn sem voru á “lausu” eða sem ég gat fengið án greiðslu. Svo sendi ég njósnarana mína útum allan heim einnig.
Varð svo úr að ég fékk til liðs til mín mjög marga sterka leikmenn. Blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og reynsluboltum. Mennirnir sem ég var búinn að fá til liðs til mín áður en fyrsti leikurinn var spilaður voru:
Daniel Braathen 55k – Skeid
Diope – Free
Amado Guevara – Free
Pedro Sarabia – Free
Alexandr Filimonov – Free
Kevin King 250k – Cleveland River Fire

Svo náði ég að klófesta Richie Partridge í eins árs lánsamning frá Liverpool.

Þetta voru mennirnir sem höfðu gengið til liðs við okkur fyrir fyrsta leikinn okkar, sem var gegn Gillingham á útivelli. Fyrir leikinn var mikil spenna, þar sem mikil umræða var um það hvort Crystal Palace, hafi gert réttan hlut með því að ráða mig. Ég hlustaði þó ekki mikið á þetta, heldur hélt bara áfram að undirbúa mína menn undir átökin. Þegar leikurinn svo loksins kom fékk ég hálfgert áfall. Ég var kominn aftur á völlinn. Eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast aftur, ég var ákveðinn í að gera allt sem í mínu valdi stæði til að gera Crystal Palace að stórveldi.

Ég sagði leikmönnum mínum að spila leikkerfið 4-4-2, og ég sagði þeim líka að það yrði kerfið sem ég myndi láta þá spila mest. Í þessum leik gekk allt mjög vel hjá okkur, við sigruðum Gillingham 3-2 með tvem mörkum frá Richie Partridge og eitt frá Wayne Routledge.
Með þessum sigri var mér mjög létt, ég gat ekki hugsað mér betri byrjun, að sigra í fyrsta leik sínum eftir hálfs árs fjarveru.
Næsti leikur sem kom var gegn Darlington á útivelli, í deildarbikarnum ég var ekki eins stressaður fyrir þann leik, og fundu leikmennirnir það líka, og þeir rúlluðu yfir þá og unnu 4-0.

Fyrir næsta leik sem var gegn Sunderland urðu mikil leikmannaskipti. Okkur hafði borist boð frá Southampton í Routledge, sem hljóðaði upp á 1,2 milljónir punda. Eftir langa fundi ákváðum við að taka því boði, og var hann tilkynntur sem leikmaður Southampton 15 ágúst. Við vorum þó fljótir að finna arftaka fyrir þennan unga mann og var hann, Alessio Cerci, en hann kom á hálfa milljón punda frá Roma. Þessi 16 framherji átti eftir að gera frábæra hluti fyrir félgagið.

Eftir þessar breytingar fórum við á leikvang ljósanna til að keppa við lið Sunderland. Vorum við fullir bjartsýni en vorum þaggaðir niður og töpuðum við 4-1. Næsti leikur hjá okkur var svo heimaleikur gegn Burnley.

Fyrir Burnley leikinn varð ég mjög stressaður, því þetta var jú fyrsti heimaleikur minn með Crystal Palace, ég var ekki viss um hvernig viðbrögðin myndu verða frá áhorfendum. Þær áhyggjur urðu reyndar tilgangslausar því móttökurnar sem ég fékk voru hreint stórkostlegar. Uppselt var á völlinn og rúmlega 25000 áhorfendur stóðu á fætur og klöppuðu fyrir mér, þegar ég gekk inn á völlinn. Ég fékk tár í augun af ánægju við þetta. Leikmennirnir hjá okkur stóðu sig líka hreinlega frábæra og var það hinn ungi Alessio Cerci, í aðalhlutverki því hann skoraði öll fjögur mörk okkar í 4-0 sigri. Eftir þetta komu svo tveir sigrar gegn Watford 6-0 og W.B.A 1-0.

Um þetta leyti höfðu líka bæst menn inn í hópinn hjá okkur, við vorum búnir að fá David Bell frá Rushden, Billy Jones frá Crewe, og Nigel Reo-Coker frá Wimbledon. Svo vorum við líka búnir að klófesta 17 ára brassa að nafni Evandro Roncatto, og áttu þeir Cerci eftir að verða rosalegir í framlínunni.

Þrátt fyrir að hafa verið búinn að styrkja liðið mikið átti það ennþá eftir að smella almennilega saman, og tapaðist næsti leikur gegn Norwich. Næstu leikir voru allir í járnum og ýmist töpuðust þeir eða unnust.
Eftir 9 leiki í deildinni sátum við í 6 sæti og var ég mjög ánægður. Þá heimsóttum við Cardiff heim. Ég hélt mjög góða ræðu fyrir leikinn og voru mínir menn hreint út sagt frábærir í þeim leik. Við rúlluðum yfir Cardiff og unnum þá 10-2. Með fimm mörkum frá Roncatto, fjórum frá Cerci og einu frá King. Eftir þennan sigur hrökk liðið í gang og urðum við óstöðvandi í næstu leikjum. Svo eftir 15 leiki vorum við búnir að tylla okkur á toppinn, og létum við toppsætið ekki af velli eftir þetta. Við tryggðum okkur mjög örugglega úrvaldsdeildarsæti þetta tímabil, enduðum í öruggu 1.sæti með 105 stig, og markahlutfallið 140-56.

Í enska bikarnum gekk okkur einnig mjög vel. En við byrjuðum á því að mæta liði Millwall í þriðju umferð, og sigruðum við þá 1-0 með marki frá Cerci.

Í fjórðu umferð mættum við svo liði Man City á Main Road. Ég tel þetta hafa verið besta leik liðsins okkar á leiktíðinni, en Man City höfðu ekkert svar við leik okkur, en leikurinn endaði 6-1 fyrir okkur, þar sem Roncatto skoraði tvö, og Partridge, Guevara, Cerci og King skoruðu allir sitt markið hvort.

Í fimmtu umferð fórum við svo til Bolton, að mæta samnefndu liði á Rebook Stadium. Þessi leikur var alltaf allur í járnum, og börðust okkar menn mjög vel. En leikurinn endaði 2-2 með mörkum frá King. Bolton komu svo seinna í heimsókn til okkar, og sáu aldrei til sólar því við unnum þann leik3 -1 með þrennu frá Roncatto.

Í átta liða úrslitunum fengum við svo stórlið í heimsókn til okkar. Milljarðarlið Chelsea kom í heimsókn til okkar. Chelsea reyndust þó ekki vera mikil fyrirstaða fyrir okkur því við sigruðum þá 3-0 með marki frá Roncatto og tvem frá Jo. En Jo var 16 ára Brasilíumaður sem hafði gengið til liðs við okkur stuttu fyrir leikinn.

Í undanúrslitum fengum við svo Aston Villa, og var leikurinn háður á Old Trafford. Mínir leikmenn voru mjög stressaðir í þessum leik og voru undir 1-0 í hálfleik. En í seinni hálfleik small allt saman hjá okkur og við unnum 3-1 með mörkum frá Cerci og Roncatto. Við vorum komnir í úrslitaleikinn sem átti svo að vera háður á Milljónavellinum í Cardiff þann 22 maí.

Úrslitaleikurinn gegn Newcastle

Fyrir leikinn voru margar spár um leikinn og las ég einhverstaðar að líkurnar á að við myndum sigra voru 54-1. Við létum þetta þó ekki á okkur fá, og mættum mjög einbeittir til leiks. Við fengum þó kalda vatnsgusu framan í okkur þegar Jermaine Jenas skoraði eftir 6 mínútna leik. Eftir markið voru mínir menn mjög stressaðir, og spiluðu ílla. Við vorum mjög heppnir að fá ekki á okkur annað mark þegar Bellamy skaut rétt framhjá. Það varð okkur þó til happs þegar Griffin sendi þessa hræðilegu sendingu til baka og Roncatto komst inn í hana og skoraði. Eftir markið náðum við jafnt og rólega yfirráðunum og skoraði Partridge 2-1 fyrir okkur á 40 mín. Við héldum áfram í seinni hálfleik, og hleyptum Newcastle aldrei nálægt okkur og skoraði Jo fyrir okkur á 71 mín 3-1. Þetta urðu svo lokatölur leiksins.

Niðurstaða tímabilsins var öruggt Úrvaldsdeildarsæti og sigur í Enska bikarnum. En það var titill sem Crystal Palace höfðu aldrei sigrað áður. Eftir þetta tímabil var ég í skýjunum því ég hafði fengið aftur þessa tilfinningu, sem ég hafði áður en ég var settur í bann, þessa tilfinningu, að vilja sigra

Á þessu tímabili spiluðum við leikkerfið 4-4-2, byrjunarliðið var oftast á þessa vegu hjá okkur:

GK: Alexandr Filimonov
DR: Billy Jones
DL: Diope
DC: Steve Blatherwick
DC: Darren Powell
MR: Richie Partridge
ML: Daniel Braathen
MC: Amado Guevara
MC: Aki Riihilahti
S: Evandro Roncatto
S: Alessio Cerci

Richie Partridge var ótrúlegur á miðjunni hjá okkur en hann lagði upp 32 mörk hjá okkur. Roncatto var svo hreint út sagt frábær frammi með 54 mörk í 40 leikjum. Það er þó ekki hægt að taka neina tvo leikmenn fram yfir einhverja aðra. Því það var aðallega liðið sem skóp þennan árangur.

Kveðja Sindri