Ég ætla að segja ykkur frá seivi sem ég á með West Ham, sem gékk ágætlega en þó ekki nógu vel. Ég hafði spilað CM4 í soldinn tíma og var bara dauðleiður á honum og ég ákvað að fara aftur í þennann, og breytingin er mjög mikill í m.a. Leikmönnum, útliti og “gameplayi).

Ég valdi Braselísku og Ensku deildirnar sem aðaldeildirnar og Þýsku, Spænsku, Ítölsku og Skosku sem ”vara“ deildir.
Ég hef mikið spilað alveg vonlaus lið og náð þeim uppí efstu deild en aldrei hef ég þó unnið enska meistaratitillinn, þó ég hafi spilað Cm síðan Cm 3 kom út.
Ég vill samt taka það fram að ég hef aldrei tekið stjórn á liði í efstu deild heldur áður.

Ég valdi West Ham því þetta lið hefur alltaf verið í soldnu uppáhaldi hjá mér og verið vara-uppálsliðið mitt :). Sérstaklega því menn eins og Paolo Di Canio, Joe Cole og Freddie Kanute voru þar enn.


Season 01 / 02

Stjórnin vildi að ég barðist hetjulega frá fallinu og ég fékk smá muni til að kaupa leikmenn.
Ég tók nokkra æfingarleiki með leikkerfi þar sem það eru 3.miðverðir, def midfielder, kantamenn, att mid og 3 frammherja eða Salem Lotaf goles sem ég fékk enhvern tíman á netinu.
Það gékk bara vel og markmið mitt fyrir tímabilið var mið deild. Fyrstu leikirnir gengu bara ágætlega og ég var í öðru sæti eftir fjóra leiki. En í næstu tveimur leikjum tapaði ég 2-1 (sunderland) og 6-1 (Bolton) að ég yrði að kaupa mér mann sem gæti styrkt miðjuna. Ég lét scoutana leita af hæfilegum manni fyrir mig og þeir fundu einn, Aaron Hughes, sem var efnilegur og gæti komið með impact, keypti hann frá Newcastle fyrir 1,9 millu. Einnig keypti ég Andy Welsh frá Stockport stuttu seinna. Gengið út þetta tímabil var svona upp og niiður og endaði í 12 sæti sem mér fannst bara ágætt, og stærsti persónulegi sigurinn á tímabilinu var síðasti leikurinn sem ég vann Man utd 3-1 en þá voru þeir búnir að tryggja sér titillinn.

Tölur:
FA-Cup:
3rd round: Doncaster 3-1
4th round Southamton 0-2, þar sem David James var með stórleik og bjargaði liðinu frá stærra tapi.

League Cup:
Barnsley 0-1 Setti algert varalið í þennan leik og var hundóheppinn að tapa leiknum var með mikið fleiri tilraunir á markið og miklu meira með boltann.

Deildin:
Lenti í 12 sæti með 47 stig og skoraði 70 mörk á móti 67.

Freddie Kanouté var markahæstur með 13 mörk
Joe Cole var með 14 stoðsendingar og var með 7,51 í einkunn einnig var hann Fan player of the year.

Keyptir:
Aaron Hughes 1,9 mill frá Newcastle
Andy Welsh 28 k frá Stockport
Darren Bent 1,5 mill frá Ipswich.

Seldir:
Schemmel, Minto, Moncur, Sofiane, McCann, Rebka, Sealey, Garcia, Pearson, Eastwood fyrir sammtals 8 millur.


Season 02 / 03

Nú vildi stjórnin miðja deild en ég var alveg viss að ég ætti séns í evrópu þannig að ég keypti Jon Dahl Tomasson frá Mílan á 9 millur og átti hann að sjá um markaskorunnina því Kanute var orðinn fúll og vildi komast í betra lið. Stjórnin daldi Dahl ómetalegann mann í félaginu, og Aaron Hughes var orðinn bandvitlaus þannig ég setti hann á transfer(hættur að mæta á æfingar og var með kjaft í fjölmiðlum)
Núna hafði ég fundið nýtt leikkerfi sem heitir PB3 og fékk ég það hér á Huga. Fyrir þá sem vita ekki hvernig það er þá eru það tveir DC sem hlaupa í DMC, DMC sem hleypur í MC, 3 MC, AMC og 3 SC.
Þetta kerfi var greinilega að meika það og ég vann alla æfingarleikina: 3-0 á móti Blackburn, 5-1 á móti AB, 3-0 á móti Silkeborg og 4-1 á móti Anderlecht.
Þrátt fyrir gott undirbúngingstímabil þá tapaði ég fyrsta leik tímabilsins á móti Everton 5-2 þar sem ég komst tvisvar yfir…
Deildin byrjaði illa og eftir 10 leiki var ég í 6 sæti þrátt fyrir góða takta á köflum. Þá kom vinur minn með ”frábært" ráð sem var að skipta um leikkerfi og ég gerði það og eyddi restinni af tímabilinu í það að finna mér nýtt kerfi. Eina ljósið á þessu tímabili var að ég komst alla leið í úrslit deildarbikarinns og kepti þar við Everton:

League Cup final
Liðið var skipað
James í marki
Dailly og Pearce í miðvörðum
Lomas í Def midfielder
Cole, Hutchison og Di Canio á miðjunni
Kanouté í At mid
Sinclair, Defoe og Tomasson frammi

Leikurinn fór vel á stað og Defoe skoraði á 16. mínótu og Sinclair bætti einu við fyrir hálfleik.
Síðan skoraði Tomasson á fertugustu og sjöundu og Di Canio á þeirri sextugustu og áttundu þetta var fjörugur leikur og voru dæmt 3 mörk af vegna rangstöðu og m0rg skot í tréverkið.
Radzinski klóraði í bakkann fyrir Everton á nítugustu en það var ekki meira en það og ég varð deildarbikarmeistari.

Tölur:
League Cup
2nd round 6-3 Huddersfield
3rd round 4-1 Sunderland
4th round 4-0 Wolves
Qtr final 4-2 Bradford
Semi final 2-0 og 0-0 á móti Man utd, pakkaði í vörn í seinni leiknum :P
Final: 4-1 Everton

FA Cup:
3rd round 1-1 og 1-0 Wolves
4th round 1-2 Brighton eins og alltaf vanmat….

Deildin:
endaði í 9 sæti eftir endalaust basl með 57 stig og skoraði 83 mörk á móti 69.
Þetta var þó allt á leiðinni en ég ætlaði þó að fara koma mér í topp fimm fljótlega, náði evrópu sæti og var ánægður með það.

Keyptiir:
James Milner 1 mill Leeds
Peter Atherton 500 k Bradford
Jon dahl Tomasson 9 mill Milan
Leonardo Ánggel Biagini 2,9 mill Mallorca
Andrea Mazzantini 325 k Siena
José 350 k Ejido

Seldir:
Aaron Hughes fór eftir mikið basl til brentford fyrir skitnar 250 k en hann var miklu meira virði.
Vladimar Labant fór til Sheff Wed fyrir 1,5 mill
Fréderic Kanuté fór til St-Etienne á bos
einnig fóru van der gouw og Daryl McMahon.

Jermain Defoe skoraði 17 og var markahæstur
Don Hutchinson var með 19 stoðsendingar
Michael Carrick var með 7,67 í meðal einkunn.

Nú var Joe Cole og Jon Dahl Tomasson báðir orðnir frekar leiðir á dvölinni hjá þessu smá liði og vildu fara.

Heldur lélegt en mér datt svona í hug að koma með save þar sem liðið er ekki að toppa.

Kv.Sammi