Sunderland [CM 03-04] Jæja, þetta er nú fyrsta greinin mín á þessu áhugamáli og vonandi að hún takist sem best. Ég ætla nú ekkert að vera að skálda upp einhverja byrjun hérna heldur bara koma mér beint að efninu. Ég ákvað að taka við Sunderland. Ég ætla að segja meira frá seinni tímabilinu heldur en því fyrra, því það fyrra var kannski ekki eins spennandi og það seinna.

[Season 03/04]

Stjórnin krafðist þess að ég myndi komast upp og ég stefndi auðvitað á það. Ég hafði ekki mikla peninga til þess að kaupa leikmenn en samt sem áður einhverja. Ég ákvað að reyna að fá unga gaura í liðið og að sjálfsögðu selja einhverja sem ég hafði ekki not fyrir.

Keyptir:
Alexandre Song, 275 k
Robin Fabe, frítt
Hjálmar Þórarinsson, 30 k
Orri Freyr Óskarsson, 45 k
Tom Huddlestone, 450 k
Þórarinn Kristjánsson, frítt (Bosman)

Seldir:
Michael Proctor, 1.3 milljón
Thomas Myhre, 100 k

Deildin byrjaði frekar illa en ég klifraði upp hana hægt og bítandi og eftir u.þ.b. 20 leiki var ég kominn á toppinn. Ég náði að sjálfsögðu að halda þessu sæti framm á lok tímabilsins og vann að lokum deildina með yfirburðum. Í FA Cup gekk mér ekki nógu vel og datt ég út í 3. umferð, mjög svekkjandi. En það bætti mjög úr skák að ég náði mjög langt í League Cup og komst ég þar í úrslit á móti Chelsea og vann ég þann leik öruggt 3-0, Sunderland þar með komnir í UEFA Cup. Þessum góða árangri má að miklu leiti að þakka frammherjunum mínum þeim Orra og Tóta en samtals skoruðu þeir 105 mörk yfir tímabilið sem var alveg ótrúlegt.


[Season 04/05]

Stjórnin gaf mér 1,7 milljón til þess að halda mér uppi, sem mér fannst nú ekki sanngjarnt því klúbburinn átti 17 milljónir, en hvað um það. Í byrjun tímabils setti ég mér það markmið að vera um miðja deild, komast sem lengst í UEFA Cup og reyna að vinna FA Cup eða League Cup sem yrði fínn árangur. Ég ákvað að næla mér í nokkra unga og losaði ég mig einning við marga sem ég vill ekki telja upp því þeir voru nokkuð margir.

Keyptir/Lán:
Gauthier Diafutua, 275
Paul Ince, frítt
Lionel Morgan, 775 k
Samuele Dalla Bonna, lán
David Bellion, lán
Kirean Richardson, lán

Seldir:
Tommy Smith, 500k
Ben Clark, 100k

Deildin gekk alveg ótrúlega vel, fyrstu leikina var ég um miðja deild og svo þegar u.þ.b. 20 leikir vour búnir var ég kominn í 2. sæti, á eftir Arsenal sem voru langefstir. Ég var bara mjög sáttur við það að vera í 2. sæti og hugsaði með mér að það yrði rosalega góður árangur ef ég myndi ná að halda þessari stöðu. Ég endaði svo í 2. sæti með 80 stig, alveg ágætur árangur á fyrsta tímabilil. Ég endaði svo með markatöluna 109 – 45.

UEFA Cup:
1. Umferð: Rapid, 4-1
2. Umferð: Marseille, 6-1
3. Umferð: Juventus: 2-3

League Cup:
3. Umferð: Cardiff 3-1
4. Umferð: Aston Villa, 2-1
5. Umferð: Blackburn, 1-3

FA Cup:
3. Umferð: Newcastle, 3-0
4. Umferð: Peterborough, 5-0
5. Umferð: Man Utd, 2-0
6. Umferð: Everton 1-0
7. Umferð: Aston Villa, 2-1
8. Umferð: Wolves, 3-1


Áhangendur og stjórnin voru skiljanlega mjög ánægð með þennan árangur sem og ég. Nú var Sunderland orðið eitt af stóru liðum Englands, komnir í Meistaradeildina og til alls líklegir á næsta tímabili.

Bæði tímabilin spilaði ég taktína hans [GGRN]Najhan, algjör súper taktík. Maður skorar alveg óhemju mikið með henni!

Sterkasta liðið mitt var svona:

GK: Maart Poom
DL: Julio Arca
DR: Stephen Wright
DC: Joachim Bjorklund
DC: Gary Breen
ML: Lionel Morgan
MR: Matthew Piper
DM: Colin Healy
MC: Sean Thornton
FC: Þórarinn Kristjánsson
FC: Orri Freyr Óskarsson

Leikmaður ársins var Þórarinn Kristjánsson.

Hér koma svo yfirburðamennirnir:

Þórarinn Kristjánsson – 66 mörk
Orri Freyr Óskarsson – 34 stoðsendingar
Þórarinn Kristjánsson – 20 maður leiksins
Orri Freyr Óskarsson – 8.56 í meðaleinkunn

Takk fyrir.