Jæja…
Mig hefur lengi langað til að senda inn svona grein en vegna þess að ég á ekki cm sendi eg inn tcm grein.

Því miður er ég kominn svo langt í þessu seivi að ég verð að skrifa fyrir þessi ár :(

En ég ætla að segja frá liðinu sem ég er með.

GK: Maxim Rozhdetvensky (hann kom úr unglingaliðinu hja mér. Er 22 ára og er mjög góður. En þrátt fyrir það vermir hann ósjaldan bekkinn)
GK: Mark Megson (Ég keypti þennann snilling þegar hann var 19 ára og spilaði með neðrideildar liðinu Rochdale.Hann er 26 ára. Hann er oftast í byrjunarliði hjá mér)

RB: Jonathan Woodgate (Vita langflestir hver þetta er. Þarf ekkert að vera að segja frá honum)
RB: Morten Rassmussen (Var að leita mér að hero þegar ég keypti þennann 34 ára leikmann frá Duisburg en hann er oftast í skugganum á woodgate og vermir bekkinn í langflestum leikjum)

LB: Aritz Lopez Vidal (Hann er 22 ára snillingur frá spáni. Er mjög góður og á mikla framtíð fyrir sér)
LB: Didier Domi (Hann er franskur og er 32 ára. Ég keypti hann þegar hann var 28 ára frá PSG. Er oftast á bekknum)

CD: Cristoph Metzelder (Þarf ekki að segja mikið. Keypti hann frá Werder Bremen. Mjög góður, oftast í byrjunarliði)
CD: Paul McAnaspie (Keupti hann fyrir tímabilið frá Leeds United, hann er 22 ára og er oftast í byrjunarliði)
CD: Kevin Mulryne (Keypti þennann trausta varnarmann frá Arsenal árið 2008,hann skiptist á að vera í byrjunarliði við McAnaspie)
CD: Pablo Minambres (Hann er ágætis leikmaður en er oftast á bekknum. Keypti hann frá E.Barcelona (Veit ekki hvað E stendur fyrir biðst afsökunar á því)

RM: Terry Gooden (Keypti þennan 25 ára snilling frá Barcelona. Hann var talinn vera einn efnilegasti leikmaður þegar hann var yngri og hann hefur svo sannarlega staðið undir væntingum mínum)
RM: Paul Roger Agali (Keypti hann frá West Ham. Hann er 21 árs og er mjög efnilegur fær stundum að vera í byrjunarliði)

LM: David Martin Carabias (Mæddi mikið á honum fyrir þetta tímabil, sérstaklega þar sem Ryan Giggs sem hafði oftast verið í byrjunarliði hætti að spila fótbolta um sumarið. Var eins og hetja þetta tímabil)
LM: Barry Grieves (Tók hann úr unglingaliðinu svo að Carabias þyrfti ekki að gera allt þarna á vinstri kantinum og hann stóð sig mjög vel þegar hann fékk tækifæri. Hann er 18 ára)

CM: Jay McAteer (Tók hann úr unglingaliðinu þegar hann var 18 ára og er núna 26 ára, hann er búinn að vera hreinn snillingur)
CM: Rudiger Schrammel (Keypti hann frá fenerbache þegar Roy Keane hætti, hann er 27 ára og er oftast á bekknum þar sem McAteer tekur oftast CM stöðuna)

AM: Capucho Da Silva Cruz (Keypti hann frá Porto fyrir þetta tímabil, hann er 22 ára og mjög góður)
AM: Thomas Rosicky (Þarf varla að segja mikið…allir sem lesa þetta vita örugglega að þessi strákur er snillingur)

ST: Steve Richards (24 ára gaur sem ég keypti frá Bayern Munchen hann er hreinn snillingur!!)
ST: Wayne Rooney (Vita örugglega allir hver þetta er….keypti hann frá Wisla Krakow)
ST: Achim Vujic (Hann er mjög góður og hefur verið markahæsti leikmaður liðsins síðan hann kom frá Shalke)
ST: Andrew Quinn (Keypti hann mjög ungann frá Oldham, hann er mjög góður en hann hefur verið á bekknum undanfarið þar sem þessir þrír fyrir ofan hann eru í sama æiði og hann)

Þá er ég búinn að lýsa liðinu sem ég er með og þá er komið að tímabilinu sjálfu.

Ég var búinn að vinna bæði Meistaradeildina og Ensku deildina á síðasta tímabili þannig að það mæddi mikið á mér og liðinu mínu.

Byrjunarliðið sem ég notaði oftast á þessu tímabili var :
GK: Mark Megson
RB: Jonathan Woodgate
LB: Aritz Lopez Vidal
CD: Paul McAnaspie (Kevin Mulryne)
CD: Cristoph Metzelder
RM: Terry Gooden (Paul Roger Agali)
LM: David Martin Carabias (Barry Grieves)
CM: Jay McAteer (Thomas Rosicky)
AM: Thomas Rosicky (Capucho Da Silva Cruz)
ST: Steve Richards
ST: Achim Vujic (Wayne Rooney)

Bekkurinn:
Maxim Rozhdetvensky
Andrew Quinn
Pablo Minabres
Rudiger Schrammel
Capucho Da Silva Cruz

Góðgerðarskjöldurinn
Völlurinn í Cardiff var stútfullur af áhorfendum þegar ég vann Ipswich í æsispennandi leik sem endaði 5-3 eftir framlengingu.
Bikarar = 1

Meistarar meistaranna í Evrópu
Þar sem ég vann meistaradeildina árið áður keppti ég við meistaranna úr evrópukeppni félagsliða, Groningen.
Ég vann góðann sigur á þeim 2-1.
Bikarar = 2

Heimsmeistarakeppni Félagsliða
Það er mjög erfitt að hirða svona marga titla. Maður þarf að taka þátt í öllum keppnum. En ég vann þessa keppni líka. Ég vann internacional 2-1 í úrslitum.
Bikarar = 3

Meistaradeildin
Ég helltist fljótt út úr lestinni í meistaradeildinni. Ég lenti með Inter (sem ég hafði unnið í undanúrslitum árið áður), Sporting Lissabon og Xabal (sem ég hef ekki hugmynd um hvaða lið er)
Lokastaðan var svona
1. Inter stig:10
2. Sporting stig:9
3. Man Utd stig:9
4. Xabal stig:7

Eins og þið sjáið datt ég út vegna markatölu en ég fór æí evrópukeppni félagsliða.
Þar byrjaði ég að keppa gegn Alliansi og vann þar 2 góða sigra 3-1 og 4-0.Síðan mætti ég Herthu Berlin og tapaði á útivelli 2-0. Leikurinn á Old Trafford var síðan æsispennandi, ég var 2-0 yfir í hálfleik en Hertha náði að jafna og þar með var ég úr leik í 16 liða úrslitum.

Deildarkeppnin
Ég náði í úrslit í þessari keppni en þvi miður tókst mér ekki að vinna Ipswich í úrslitum, leikurinn fór 2-1 Ipswich í vil.

Bikarkeppnin
Ég rústaði mér leið í átta liða úrslit í þessari keppni en þar beið mín skellur 4-1 gegn Leeds United sem voru aðalkeppinautar mínir um titillin þetta árið.

Úrvalsdeildin
Ég var eiginlega allan tímann í fyrsta sæti og var með mikla yfirburði þar til í lokin þar sem Leeds náðu fyrsta sætinu af mér. En ég náði því aftur í næstsíðusutu umferðinni með góðum sigri á Middlesborough 3-0 og var með tveggja stiga forystu fyrir lokaumferðina. Ég hélt að lokaleikur gegn Gillingham yrði auðveldur og ég væri búinn að tryggja mér titillin þannig að ég stillti ekki mæinu sterkasta liði upp. En ég hafði rangt fyrir mér… ég tapaði 3-1 gegn botnliðinu og ég hélt að þetta væri búið, ég næði ekki titlinum heldur sæti eftir með sárt ennið í öðeu sæti. En sú varð ekki raunin þar sem Tottenham sigraði Leeds 3-2 og ég varð meistari annað árið í röð.

Samtals náði ég 4 bikurum þetta tímabil en ég stefni á meira næsta tímabil.

Vona að ykkur hafi líkað greinin og ég biðst velvirðingar á því að þetta er ekki Cm grein.


RuMpuR
.