Fulham 03/04 - 04/05 (CM 03/04) Gott kvöld gott fólk ! Jæja þar sem nýji CM er kominn í verslanir um land allt ákvað ég að skella mér á eitt eintak og ég bjóst við mjög miklu eftir að ég hafði verið mjög ánægður með demo-ið. Ég settist við tölvuna, setti leikinn upp og hugsaði með mér að hollenska deildin gæti verið skemmtileg. Ég tók við Ajax spilaði 2 leiktíðir og gafst upp. Frá Hollandi fór ég yfir Ermarsundið og endaði í Lundúnum. Næsta stoppistöð, Loftus Road, heimavöllur tveggja félaga, Fulham og Q.P.R. Mohammed Al Fayed, eigandi Fulham sendi mér SMS og sagði: “Eg vil fa thig sem framkvæmdarstjora hja Fulham, hittu mig a kaffihusi a Oxford Street a morgun kl. 5 pm.”. Ég hitti þennan mann daginn eftir og þar bauð hann mér uppá kaffi og kökur. Við skeggræddum framtíð félagsins og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að gera mikið úr þessu liði, jafnvel koma þeim í fremstu röð í Evrópu. Við drukkum okkar Cappucino og lögðum svo af stað á Loftus Road þar sem ég hitti ýmsa stjórnarmenn og þeir réttu mér samning og ég skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

En leiktíð 2003/2004 var að hefjast og fannst mér tilvalið að taka nokkra æfingaleiki. Ég setti mig í samband við lið eins og Mansfield og Reading. Ég vann Mansfield 0-2 og gerði svo 1-1 jafntefli við Reading. En áður en deildin byrjaði fyrir alvöru fór ég á leikmannamarkaðinn og fann þar nokkra góða.

Keyptir 03/04:

Salif Diao - 2.8 milljónir punda frá Liverpool (15. janúar 2004)
Paulinho - 130 þúsund pund frá Arsenal
Ivan de la Pena - frítt
Alpay - frítt

Fengnir í lán 03/04:

David Bellion frá Manchester United

Deildin hófst svo á heimaleik gegn nýliðum Portsmouth. Ég vissi að þeir gætu strítt okkur þar sem þeir rúlluðu upp 1. deildinni á síðustu leiktíð, þeir höfðu einnig styrkt hópinn svo um munar og ég var nokkuð smeykur fyrir leikinn. Í leiknum stillti ég upp tveimur Frökkum í framlínuna og ég sá að þetta framherjapar væri sennilega eitt það sterkasta í deildinni. Má ég kynna, Louis Saha og David Bellion. Skothríðin hófst á 23 mínútu þegar Bellion skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir glæsilegan undirbúning Saha. Svona hélt þetta áfram og var staðan orðin 4-0 þegar David Bellion lagði upp fimmta markið fyrir Saha. Lokatölur 5-0, Bellion (4) og Saha (1). Ég var nú nokkuð sáttur með leiktíðina í heild sinni enda vorum við að spila nokkuð vel. Við enduðum svo í 10. sæti í deildinni og Al Fayed og félagar sáu að þetta væri allt að ganga upp þar sem þeir bjuggust við falli.

League Cup:

2nd Round: Fulham 4-0 Sunderland, Louis Saha (2), David Bellion (2)
3rd Round: Crewe 3-5 Fulham, Louis Saha (3), David Bellion (2)
4th Round: Charlton 0-2 Fulham, Louis Saha (2)
Qtr Final: Fulham 0-1 Leeds, Ivan de la Pena (og)

FA Cup:

3rd Round: Fulham 1-2 Coventry, Louis Saha

Eins og þið sjáið þá datt ég út í FA Cup strax í fyrsta leik og það var mjög leiðinlegt að þurfa að segja bless. En ég er mun ánægðari með árangurinn í League Cup en súrt að þurfa að horfa uppá tap gegn Leeds. Ivan de la Pena skoraði aðeins eitt mark á leiktíðinni en það fór í vitlaust mark, í leiknum á móti Leeds í deildarbikarnum á 91 mín.

Ég notaði nú bara algengasta leikkerfi knattspyrnunnar eða 4-4-2 með ýmsu ívafi eins og kantarnir hlupu upp og þess háttar. En liðið var oftast svona skipað á leiktíðinni. Einkunn og mörk fylgja með í sviga.

GK: Edwin van der Sar (7.49 - 0 mörk)
DL: Jérome Bonnissel (7.45 - 0 mörk)
DC: Alpay (7.05 - 1 mark)
DC: Martin Djetou (5.92 - 0 mörk)
DR: Mark Hudson (6.70 - 0 mörk)
ML: Luis Boa Morte (7.80 - 1 mark)
MC: Paulinho (7.03 - 4 mörk) / Salif Diao (5 leikir, 7.67, 0 mörk)
MC: Ivan de la Pena (6.86 - 0 mörk (1 sjálfsmark)
MR: Steed Malbranque (7.50 - 0 mörk)
SC: David Bellion (7.69 - 24 mörk)
SC: Louis Saha (7.90 - 27 mörk)

Svona fór fyrsta leiktíðin mín og hér á eftir kemur næsta leiktíð sem fór mun betur en ég bjóst við.

Leiktíð 04/05

Ég byrjaði á því að styrkja hópinn og það voru þessir sem gengu til liðs við Fulham 04/05.

Keyptir 04/05:

Lasse Qvist - 800 þúsund pund frá Barcelona
Markus Babbel - 650 þúsund pund frá Liverpool
Cesc Fabregas - 220 þúsund pund frá Arsenal
Matthew Kilgallon - Exchance, Leeds keypti eitthvern og ég fékk þennan í staðinn

Þeir sem komu í lán 04/05:

Robert Huth frá Chelsea
Shola Ameobi frá Newcastle

Ég byrjaði á því að taka nokkra æfingaleiki og ég spilaði við þessi lið:



En eins og ég sagði þá kom þessi leiktíð mun betur út en sú fyrri enda náði ég markmiði mínu sem ég setti fyrir leiktíðina. Ég hafði fengið þarna ungan og efnilegan miðjumann að nafni, Cesc Fabregas. Hann sló út Ivan de la Pena sem var engann veginn að standa og það má geta þess að þegar Fabregas spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið var hann 16 ára gamall. En við náðum 3. sætinu á markatölu. Man Utd vann deildina, Arsenal kom þar á eftir, svo Fulham og loks Liverpool. Þar sem ég var með betra markahlutfall en Liverpool þá endaði ég í 3. sæti og þar með var það meistaradeildin á næsta ári ef ég skyldi komast í gegnum undankeppnina.

League Cup:

2nd Round: Peterborough 3-0 Fulham

FA Cup:

3rd Round: Fulham 5-0 Northwich Vics, Shola Ameobi (2), Luis Boa Morte (2), Cesc Fabregas (1)
4th Round: Southampton 1-0 Fulham

Eins og þið sjáið þá gekk mér ÖMURLEGA í bikurunum báðum og þetta er alls ekki ásættanlegt. Ég kippti mér ekkert upp við þetta heldur einbeitti mér bara að deildinni og náði þar 3. sætinu sem mér fannst mjög gott eins og stjórninni. En leikkerfið var það sama og á seinustu leiktíð og var byrjunarliðið oftast svona:

GK: Edwin van der Sar (7.39 - 0 mörk)
DL: Matthew Kilgallon (7.35 - 0 mörk)
DC: Robert Huth (6.94 - 1 mark)
DC: Alpay (7.05 - 0 mörk)
DR: Markus Babbel (7.51 - 1 mark)
ML: Luis Boa Morte (7.93 - 4 mörk)
MC: Salif Diao (7.46 - 0 mörk)
MC: Cesc Fabregas (6.97 - 5 mörk)
MR: Steed Malbranque (7.69 - 2 mörk)
SC: Louis Saha (7.46 - 26 mörk)
SC: Shola Ameobi (7.84 - 26 mörk)

En svona voru þessar tvær fyrstu leiktíðir sem ég spilaði með Fulham í þessum leik. Ég verð bara að segja að mér finnst þessi leikur algjör snilld !! En ég er kominn langt með 3. leiktíð en hún gengur ekki alveg eins og vel og sú síðasta, mér gengur ömurlega í deildinni en er kominn í…..

Framhald kemur síðar…..

Takk fyrir mig
Kv. Geithafu