<b>Ég ákvað þar sem ég var orðinn leiður á að stjórna mínu uppáhaldsliði, Manchester United, að starta nýtt ‘seiv’ og taka við neðri deildar liði. Og ákvað ég að taka við West Ham United. Þessi grein verður kannski eins ítarleg og aðrar greinar sem fólk sendir hingað inn, en mig langar til þess að reyna. Og hérna sjáiði uppskeru erfiðisins.. ;)</b>

- - - - - - - -

Stjórnarformaður West Ham United ákvað að hafa samband við mig og bauð hann mér starf knattspyrnustjóra hjá West Ham eftir að Alan Pardew, stjóri liðsins, hafði sagt af sér. Ég sagðist vilja koma til London að skoða aðstöðuna, og gerði ég það og leist mér nú bara nokkuð vel á. Ég tók við starfinu og skrifaði ég undir samning til ársins 2006, sem innihélt 2.500punda vikulaun.

Ég skoðaði leikmannahópinn og ákvað að senda Neil Mellor strax til síns heima, Liverpool, þar sem mér er ekkert allt of vel við Liverpool. Ég seldi enga leikmenn strax. Ég keypti: Hierro, Tijjani Babangida, Fábio Paim, Nery Alberto Castillo og Jóhann Þórhallsson. Ég fékk mér Michael Stewart og Eið Smára Guðjohnsen að láni. Stewart kom frá Manchester United og Eiður Smári kom frá Chelsea að sjálfsögðu.

Mér fannst ég hafa ágætan leikmannahóp og byrjaði ég leiktímabilið ekkert allt of vel. Ég tapaði fyrstu þremur leikjunum, en svo vann ég rest þangað til undir lokin þegar ég var öruggur með deildarsigurinn, þá tapaði ég 2 leikjum. Ég rústaði deildinni, og Jóhann Þórhallsson og Eiður Smári mynduðu eitrað framherjapar, Jói varð markahæstur.

Ég hélt fund með boardinu og bað um meira fé til þess að eyða í leikmenn, þeir sögðu já og tóku bankalán upp á 20milljónir punda og hentu í mig. Þá átti ég 29milljónir til þess að eyða, og gat ég eytt þeim peningum vel. Ég keypti David Bellion frá Manchester United á 2.5milljónir, og svo landaði ég Zlatan Ibrahimovic frá Ajax á 23milljónir punda. Einnig keypti ég Mike Duff frá Cheltenham, Jonathan Zebina frá Roma fyrir tímabilið. Ég fékk Roy Carroll frítt frá Manchester United. Auk þess buðu Chelsea mér Glen Johnson frítt gegn því að þeir fengu Tomas Repka í staðinn. Og Blackburn hentu í mig Jay McEveley og ég lét þá fá Stephen Bywater í staðinn. Ég signaði Marcelu Danubio Zalayeta og Andrés Nicolas Oliveira, frítt því þeir voru samningslausir.

Ég var bjartsýnn fyrir fyrsta tímabilið í úrvalsdeildinni, þar sem ég var kominn með minn uppáhaldsleikmann, Zlatan Ibrahimovic, og sá ég fram á skemmtilegan vetur. Ég ákvað að spila 4-4-2, Gung-Ho, og svínvirkaði það. Ég lenti í fimmta sæti, fjórum stigum á eftir toppliðinu, Liverpool.

Þar sem ég sá fram á strembna baráttu í UEFA Cup, þá ákvað ég að kaupa Ibrahim Said frá Everton á 1.5milljónir punda, Cherno Samba fékk ég frítt frá Millwall og sömuleiðis Serge Makofo frá Wimbledon. Þar sem ég fékk nóg af Roy Carroll þetta tímabilið, þá bauð ég Blackburn að fá hann frítt, einungis til þess að losna við launakostnaðinn. Ég keypti Paul Robinson frá Leeds United á 5milljónir punda. Síðan keypti ég Matthew Kilgannon frá Leeds á 1milljón.

Ég ákvað að spila 4-4-2 og var byrjunarliðið mitt: Paul Robinson(GK), Matthew Kilgannon(DR), Ibrahim Said&Mike Duff(DC), Jay McEveley(DL), Tijjani Babangida(MR), Serge Makofo&David Bellion(MC), Nery Alberto Castillo(ML) og Zlatan Ibrahimovic&Marcelo Zalayeta(FC). Ég lenti í þriðja sæti í deildinni, ég skeit á mig í FA og League Cup en ég komst í úrslit UEFA. Þar tapaði ég 1-0 gegn AC Milan með frábæru marki frá Filippo Inzaghi.

Nú var að koma að samningslokum hjá mér. Stjórnarformaðurinn hafði samband við mig og talaði um hvort ég vildi nýjan samning því að stjórnin vildi halda mér. Ég sagðist vilja nýjan samning gegn því að ég fengi núna 20-30milljónir í leikmannakaup. Þeir sögðu já, og ég skrifaði undir samning til ársins 2009 og hljóðaði hann upp á að ég fengi 45.000pund í vikulaun, og þar með var ég orðinn launahæsti maður West Ham.

Nú var ég kominn með feikinóg af peningum til þess að eyða í leikmenn. Ég ákvað að styrkja miðjuna og landaði ég 20 ára gamla snillingnum Diego frá Santos á 16milljónir punda. Auk þess keypti ég félaga hans hjá Santos, Robinho, á 8milljónir punda. Þeir fóru strax inn í byrjunarliðið.

Ég dróst í riðil með Real Madrid, Lyon og Panathinaikos í Meistaradeildinni. Ég rústaði riðlinum, vann alla leikina mjög létt og dróst ég gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Núna er ég ekki kominn lengra, ég er kominn í 16. liða úrslit Meistaradeildarinnar, undanúrslit League Cup, er ennþá inn í myndinni með að vinna úrvalsdeildina og FA bikarinn.

- - - - - - - -

<b>Ég vona að þessi grein hafi verið ykkur skemmtileg lesning, og ætla ég að skrifa um framhaldið. Ég ætla að sjálfsögðu að vinna alla bikarana sem ég á sjéns á enda er ég kominn með firnasterkt lið. Munið að allt flame er vinsamlegast afþakkað.</b>

Með kveðju,
yngvi - yngvi@yngvi.is