Ég var ungur og afar efnilegur framkvæmdarstjóri og Sir Bobby Robson var búinn að vera kenna mér allt sem hann kunni síðan ég kom úr skólanum. Hann lét af störfum tímabilið 03/04 og sagði við mig að hann myndi mæla með mér um að taka við stjórn félagsins Newcastle United. Stjórnin treysti Bobby og gaf mér starfið en aðdáendurnir voru ekki vissir um að ég gæti staðið mig en ég sannaði mig og brátt voru aðdáenda bréf farinn að streima inn um lúguna hjá mér. Jæja ég heiti Kristó Queiroz og er núna við stjórnvölinn hjá Newcastle.

Ég fór á leikmannamarkaðinn og ákvað að ég myndi fjárfesta í einum varnarmanni sem myndi fara beint inn í byrjunar liðið við hlið Woodgate og síðan versla inn unga og efnilega menn.

Ég leit við hjá Þrótti á Íslandi og sá strax að Hjálmar Þórarinsson var fremstur meðal jafningja sinna og hafði ég heyrt góða hluti um hann með U17 ára landsliði Íslendinga, spurðist ég fyrir um verðmiðann og fékk ég að vita að hann væri falur fyrir 22 þúsund pund svo ég fór í budduna. Áfram hélt ég för minni og var næsti viðkomustaður Frakkland og klúbburinn Auxerre stoppstöðinn. Philippe Mexés heillaði mig upp úr skónum og að hann var með klausu á samningi sínum uppá 3.1 milljón punda var ekki verra svo hann var keyptur. Áður en ég fór heim til Englands ákvað ég að stoppa í Svíþjóð því þar var unglingur sem var bráðefnilegur samkvæmt njósnurum mínum og stoppaði ég því í Djurgarden og leit á stráksa Kim Kallstrom að nafni, bráðefnilegur drengur og vildi Djurgarden fá 1.9 milljónpunda fyrir þennan 21 árs miðjumann og ákvað ég að leita enn og aftur í budduna fyrir þessum dreng. Þegar á England var komið fjárfesti ég einnig í fleiri drengjum og er listinn yfir þá alla hér fyrir neðan.

Hjálmar Þórarinsson – Þróttur
Philipe Mexés – Auxerre
Kim Kallstrom – Djurgarden
Serge Makofo – Wimbeldon
Nigel Reo-Coker – Wimbeldon
Isaac Osbourne – Coventry
Luke Kennedy – Northampton
Timo Furuholm – FC Jazz

Vináttuleikirnir byrjuðu og leist mér ágætlega á liðið mitt en leikkerfið sem ég notaði var 4-4-2 og tapaði ég ekki neinum vináttuleik. Ég vann Spörtu frá Prag (Sparta Prague) 5 – 4 samanlagt í “ Third Qualifying phase ” í meistaradeildinni og komst áfram í riðlakeppnina þar sem lið mitt var dregið í riðill með Rangers, Monaco og AC milan og augljóst að þar fór Milan fremst fyrir jafningjum.
Ég stefndi á 2.sæti í riðlinum því mér fannst það raunhæft markmið og varð það raunin. Fysti leikurinn minn í meistaradeildinni var á móti Monaco á útivelli og vann ég auðveldan sigur 3 – 0 svo ég var mjög bjartsýnn á framhaldið. Næst var það Rangers sem ég hamraði 4 – 1 á heimavelli. Milan voru næsta fórnarlamb mitt og var ég svo heppinn að Maldini fékk rautt spjald á 17 mínutu og frá þeirri mínutu sáu Milan menn vart til sólar sóknarlega séð en vörnin stóðst árás mína og endanum vann ég einungis 1 – 0 sigur á þeim, Alan sheare skoraði á 85 mínutu.
Jæja riðillinn endaði þannig að ég og Milan komust áfram og tapaði ég 2 leikjum. Útileiknum móti Milan , þar sem Woodgate fékk rautt, og móti Rangers á útivelli þar sem ég sendi hálfgert varalið þar sem ég hafði núþegar tryggt mig áfram.

AC milan – 13 stig
Newcastle – 12 stig
Monaco – 7 stig
Rangers – 3 stig

Í seinni umferð dróst ég á móti Lazio og á ég heimaleik við þá 2. Febrúar

Jæja ég spilaði nú auðvitað í deildinni líka og byrjaði ég deildina mjög vel og var strax kominn í titil baráttuna. Spilaði ég 6 fystu leikina mína án taps en þegar ég fór á Old Trafford hætti þessi sigurganga, endaði leikurinn 3 – 1 þar sem Man Udt spilaði óaðfinnanlega og áttu mínir menn ekki mikið í þá. Ég var kominn í 1.sætið í deildinni og ætlaði ég mér að halda því. Enn og aftur tók við 6 leikja sigurganga og hamraði ég Liverpool á Anfield 2 – 0 og Chelsea á St.Jame’s Park 3 – 1 manni færri. Sigurgangan endaði að þessu sinni á St. Mary’s stadium móti Southampton. Leikurinn var mjög jafn og var það einungis hæfni Beattes fyrir framan markið að þakka að sigur vannst en leikurinn endaði 2 -1. Eftir þetta var ég enn í efsta sætinu í deildinni og gaf sætið ekki auðveldlega frá mér 5 leikir voru spilaðir framm að jólafríinu, þar sem besti leikurinn var án vafa móti Fulham sem sáu ekki til sólar í 4 – 0 tapi á mínum heimavelli og var ég í efsta sætinu. Þessa seinustu 5 leiki vann ég og í jólafríinu sat ég efstur með 45 stig eftir 19 leiki og Man Utd fylgdi mér fast á eftir með 44 stig.

Staða efstu liða

Newcastle – 45 stig ; 37 – 11
Man Utd – 44 stig ; 40 – 14
Chelsea – 43 stig ; 45 – 22
Arsenal – 41 stig ; 39 – 15
Liverpool – 34 stig ; 30 – 17

Í deildarbikarnum er var ég kominn í Semi Finals og á leik við Fulham. Ég dróst á móti slakari liðum en mínu í þessari keppni og var W.B.A. helsta hindrunin en ekki erfið þó.

FA cup kom ég beint inn í 3.umferð og var dreginn móti Porsmouth og er það minn fyrsti leikur á nýju ári.

Byrjunar lið mitt var oftast svona
Gk: Given
DL: Oliver Bernard
DR: Aron Hughes
DC: Woodgate
DC: Mexés
MR: Solano
ML: Lauren Robert
MC: Dyer
MC: Bowyer
FC: Shola Ameobi
FC: Craig Bellamy

Ameobi heillaði mig á æfingum og ennfremur í leikjum og er hann búinn að skora 18 mörk, 9 assist og 7 MOM í 24(4) leikjum, og hélt Alan Shearer á bekknum. Craig Bellamy var einnig að spila vel og var hann búinn að skora 14 mörk og 2 assist og 3 MOM í 18(4) leikjum. Eftir þessa 19 leiki sem ég var búinn með var liðið mitt með 18 gul spjöld og 6 rauð og augljóst að eitthvað þurfti að gera á þessu sviði. Baráttan mun halda áfram um enska meistaratiltilinn og er ég staðráðinn í því að vinna deildina. Einnig er takmarkið að vinna FA cup og League Cup og komast eins langt í meistaradeildinni og hægt er enda engir aukvisar þar á ferð.


Núna er leikmanna glugginn að opna að nýju í Janúar og mun ég fá Maxwell frá Ajax á bosman og eru það eini maðurinn sem ég fæ enda er ég kominn með ágætis lið í Newcastle.

To Be Continoued

Þetta er mín fysta saga og er einungis fram að jólafríinu. Svo endilega segjið mér ef ég er að gera eitthver mistök hérna og endilega kommentið á þetta og framhaldið mun koma ef þetta er nógu gott. Flame er vel þegið :)