klukkan er núna 04:47 og ég er endanlega búinn að gefast upp á CM, hef verið fíkill frá því að ég prófaði útgáfu í tölvu frænda míns þar sem skeiðklukka fór hringinn og á meðan gerðist ekkert ena það komu upp nöfn ef skorað var mark. Veit ekki hvort sú utgáfa var frá sigames, allavegana finn ég hana ekki á sigames.com.

En hér er sagan. Fékk mér fyrir nokkrum klukkustundum CM 03/04, það sem ég byrja alltaf á að gera er að breyta íslensku nöfnunum, finnst ekki gaman að hafa Eidur og Gudjon. Tek mig alltaf góðan tíma í að breyta th í þ og d í ð;) Komið er nýtt edidor kerfi og er það ekki eins gott hvað varðar hin að leyta af öllum íslendingunum. Lét það ekki á mig fá enda eru nöfn leikmanna Á íslandi yfirleitt alltaf rétt skrifuð. En komið var að því að breyta Olafur-Ingi Skulason í Ólafur Ingi Skúlason. Næst ætlaði ég í Eið, en fann engna Eið, fór þá í Chelsea og þar var hann, nema nafnið var Ólafur Ingi Skúlason, auðvitað breytti ég því. Ákvað nú samt að fara aftur í Arsenal og tékka og viti menn, þar var eytt stykki Eiður Smári. Allt sem ég reyndi gekk ekki þetta bara endaði með því að það voru komnir margir Eið-ar eða óla-r út um allt.

Jæja ég náði í backup-ið og byrjaði á ný. Þetta gekk ágætlega, allavegana ég fann ekkert þegar ég var búinn. Þá var að byrja leikinn, ég fór í England og svo tók ég efstu deil í Þýsklandi og Noregi. Ég ákvað að prófa Barnsley, lítið af peningum og alvörunnu “tjalens”. Svo komu landsleikir og ég sá að Hollendingar unnu og ætlaði að skoða leikmennina, ég þekkti ENGAN, hvar var Ruud, Gio og Edgar. Jújú, þarna var einn sem hér Mario Appalen númer 10 hjá Man Utd og svona var þetta leikmennirnir sem við þekkjum voru þarna nema bara með allt önnur nöfn. Edgar hér Jusan og Staam hér Vitko. Þetta var einkennilegt, gat verið að þetta var svona útaf því ég valdi Full Ditails hjá þessum þremur löndum? Gat verið að ég yrði að skrá FD hjá öllum löndum sem ég vildi að nöfnin væru rétt. Ég ákvað að gá, fór í Arsenal og þar voru ensku nöfnin rétt og þýsku. Þetta voru deuldir sem ég valdi í upphafi, Ljungberg bar ekki rétta nafnið sitt, ekki Senderos nér Cesc Fabregas. EN Frakkarnir gerðu það einnig en ég valdi ekki frönsku deildina þannig að það get ekki verið aðég þurfti að velja FD hjá þeim löndum sem ég vildi að væru “rétt”.

Hvað var þá að???? Ég ákvað að save-a og fara í editor-inn gá kvört nöfnin væru nokkuð búin að breytast þar………. ÓJÚ engin svíi, Walesverji, Hollendingur, Swisslwndingur o.fl. með sitt rétta nafn. Allt var farið í graut. Enn og aftur þurfti ég að ná í backup-ið og byrja upp á nýtt. Þegar ég reyndi í þriðja sinn þá lennti ég eftur í það sama og fyrst, nöfn voru háð hvort öðru þanni að ef ég breytti einu þá breyttist annað.

Mér finnst til skammar að þegar svona rótgróinn leikur ætlar að koma með nýja tegund af Editor, að hann sé svona mikið prump eins og þessi er. Þetta varð til þess að maður varð að treysta því að það sem miður fór í CM 4 væri búið að laga hér, en NEI hér er ekkert búið að laga og þeir sem hafa spilað demoið þetta er verra. Alltof hægfara og tekur svo mikið af innra minninu að það er ekkert annað hægt að gera á meðan.

Allavegana er klukkan núna orðin 05:10 og ég er “officially” hættur að vera Champari. Góða nótt og vonandi þarf engin lifandi maður að eyða peningum í svona rusl á æfi sinni.