Mig langar að segja ykkur frá einu save sem ég er með í CM4, ég er svona mellow spilari og ekki beint góður í leiknum, spila alltaf með bestu liðin og svona, en allavega þá downloadaði ég nýjasta updatinu, sem að ég fattaði svo eftir á að gerði Chelsea alveg crazy gott lið!
Ég ákvað að prufa það og tek að mér liðið, þá er ég náttúrulega kominn með alveg gommu af mjög góðum leikmönnum eins og Crespo, Mutu, Joe Cole, D. Duff og margra frleiri eins og frækt er. Þetta monster lið ætti nátturulega að vera langbesta liðið ef maður er ekki að stjórna því sjálfur en ég hef ekki ennþá prufað það.
Nú þegar seasonið byrjar fæ ég heilar 42 milljónir tila ð kaupa leikmenn , ég ákvað að notfæra mér það aðeins og fæ til mín:

Camoranesi AM RC frá juventus 15 m
Phillipe Méxes SW/D C 4,3 m
Og svo þrjá unga dani sem kostuðu ca. 3 millur,
Svo samanlagt lagði ég rúmlega 22 millum í leikmenn og var kominn með allsvakalegann hóp.

Ég byrjaði tímabilið á 3 æfingarleikjum á heimavelli við Celtic(2-0), Monaco(1-0) og Rangers(4-1).

Seasonið var bara svona venjulegt byrjunar tímabil hjá mér, mér gekk ekkert sérstaklega, lenti í 4 sæti í deildinni þar sem ég tók oft neðri liðin í bakaríði, meðal annars vann ég portsmouth fyrst 5-0 og svo 0-6 á útivelli, en ekkert gekk gegn sterkari liðinum.

Ég komst ekki uppúr phase 2 í meistaradeildinni en þar var ég með juventus, Real madrid og porto en þar náði ég 3 sæti.

Þetta tímabil vara alveg ágæt þar sem Crespo fór á kostum og skoraði 44 mörk, 9 stoðsendingar og 10 sinnum MOM í 44 leikjum og kom inná 11 sinnum, hann varð markakóngur deildarinnar.

Mutu stóð sig líka vel og var með 28 mörk og 1 stoðsendingar í 40 leikjum.
Á næsta tímabili byrjaði svo vandinn, þegar fyrsta tímabilið var búið byrjað ég að fá svona fréttir um að það væru fjárhagsvandamál hjá mér, sem mér fannst náttúrulega alveg út í hött þar sem Abramovitch(kann ekki að skrifa þetta) er MJÖG ríkur maður.

Ég nennti ekkert að vera að pæla í þessu en svo koma að fjárhagsátælun næsta tímabils þar sem ég fékk 2 milljónir til að kaupa leikmenn og ég fékk ekkert að segja um það hvejrir yrðu seldir né fyrir hvað! Jæja ok ég gat ekkert nema sætt mig við þetta og fera að skoða free transfer, þar fynn ég:
Nolberto solano (Newcastle) AM C

Artega (Espanyol) DM C

Mido (Marseille) Forward L/C en hann borgaði ég 5,7 millur fyrir

Núna eru þið örugglega að spá hvernig ég átti fyrir honum, jú þar fékk ég pening þar sem Chelsea fór að selja eins og “#”$%!?$# og ég sem betur fer fékk smá af þeim pening úr þvi en þeir seldu án þess að ég gæti gert skít í því:
Jimmy fyrir 2 m

Lampard fyrir 150 k

Gallas fyrir 450 k + tvo u19 liðsmenn úr man utd (alls ekki þess virði)

Véron fyrir 6,75 m( hann var metinn á 14m)

Babayaro fyrir 500 k + lélegan 20 ára markmann

Og svo það sem ég sá mest eftir var Cudicini en hann var búinnn að vera einn besti markmaður sem ég hef haft í manager, og hann fór á 1,5 m!!
Þetta fannst mér náttúrulega alveg út í hött og var við það að hætta hreinlega!
Ég ákvað svo að halda áfram en þetta batnaði ekki mjög mikið, ég sá að Mido var hrein snilldar kaup þar sem hann var að brillera hann spilaði 24 leiki, var með 14 mörk og 15 stoðsendingar og aðeins 20 J og Forsell stóð fyrir sínu þegar ég setti hann inna en hann fékk að taka þátt í 12 leikjum og skorðai 7 mörk.

Þetta tímabil sá ég fram á að fá á mig alvega gommu af mörkum en ég setti danskan 22 ára gamlann markmann sem heitir Per Morten Kristiansen og ég mæli núna eindregið með en hann stóð sig næstum því eins vel og Cudicini og var með 7,51 í meðaleinkunn sitt fyrsta tímabil.

Mér tókst að fara upp um eitt sæti frá fyrra tímabili og endaði í 3. sæti,
Mér tókst hinns vegar mjög vel upp í meistaradeildinni en þar komst ég í úrslit en tapaði 0-2 fyrir Real Betis sem vara að ricka spænsku deildinni.

Crespo var ekki jafn sanfærandi en hann skoraði aðeins 28 mörk og 13 stoðsendingar, sem er ekkert lítið nema að maður beri það saman við seinasta tímabil, en það sem ég var annsi glaður með var að Eiður okkar maður var að standa sig með 24 mörk og 5 stoðsendingar í 30 leikjum og kom í rauninni skemmtilega á óvart.

Ég var svosem alveg sáttur við þetta tímabil og ákvað að halda bara áfram þrátt fyrir að ég væri að peningunum streymdi inn í félagið en aldrei hætti fjárhagsvandinn, þetta endaði svo að á þriðja tímabili þegar ég var búinn að spila 4 æfingaleiki þar sem leikurinn fór í f**k og staðan í einum leiknum breyttist úr 4-0 í 1-1 og svo seldi Chelsea Eið fyrir 2 m og þá lokaði ég bar leiknum og ákvað að fá smá samúð héðan!!
ég var og er heavy svekktur með þennan galla í CM 4 sem þeir sögðust hafa lagað með það að staðan breytist, og svo að offside er bara kjaftæði í þessum leik og fer það annsi oft mikið í taugarnar á mér.
Ég hef spilað manager síðan CM ísland og ég hef aldrei verið óánægður með leik nema þennan, ég held að þeir hafi tekið of stórt skref í þessum leik og ég vona bara að næsti leikur verið ekki svona mikið rugl.
Takk fyrir
P.S. hafið þið lent í Fjárhagsvandræðum með chelsea í þessum leik !! ef svo er endilega segið frá.