Newcastle 2002/2009 Biðst forláts á öllum stafsetningarvitleysum ef þær eru einhverjar

Þetta var fyrsta liðið sem ég tók við í nýja cm og tókst það með ólíkindum vel
2002/2003
Ég keypti engann leikmann á fyrsta tímabilinu og það gekk bara nokkuð vel, kláraði í fjórða sæti í deildinni sem gaf sæti í meistaradeild og það var mitt persónulega markmið. Datt út í þriðju umferð Fa cup og komst í 8-liða úrslit í Deildarbikarnum
Stjórnin var ánægð og ég var byrjaður að vinna álit stuðningsmannana.
2003/2004
Á næsta tímabili ákvað ég að styrkja framlínuna og keypti ég þá Albert Luque frá Deportivo á spottprís eða 5.5 milljónir og einnig keypti ég Jermain Defoe á 2.5 milljónir
Markmiðin mín á þessu tímabili: Vinna a.m.k. einn bikar
Það gekk illa í deildinni og kláraði ég í 6.sæti og skoraði aðeins 57 mörk og skoruðu Defoe og Luque 44 af þessum 57 mörkum. En þó að ekki hefði gengið vel í deildinni þá gekk samt vel á öðrum vígstöðvum. Ég komst í undanúrslit Fa cup en datt út á móti Man.utd sem vann bikarinn að lokum. Ég hefndi mér á Man.utd með því að vinna þá 3-0 í deildarbikarnum og því var markmiðum mínum náð. En eftir ótrúlegan útisigur á Bayern Munchen í undanúrslitum meistarardeildarinnar þar sem alan sherear kom og tryggði mér 2-3 sigur á 90 mínútu var ég komin í úrslit meistarardeildarinnar.(Eitthvað sem enginn af vinum mínum trúði fyrr en ég sýndi þeim það)Í úrslitum mætti ég Juventus og þrátt fyrir stífa sók Juve-mann í lokin vann ég 2-1. Shearar og Dyer með mörkin
Eitthvað sem ég hefði aldrei trúað á eftir árangurinn í deildinni
Nú voru stjórnin og stuðningsmennirnir í skýjunum eftir sigurinn
2004/2005
Fyrir næsta tímabil keypti ég William Gallas á 10 milljónir, Ronaldhino á 18 milljónir og Djimi Traoré á 1,3 milljónir

Sömu markmiðin og á seinasta tímabili:
Ég byrjaði á að vinna Super Cup og skoraði Ronaldhino 3 í sínum fyrsta leik fyrir Newcastle
Ég kláraði í 3 sæti í deildinni og bara nokkuð ánægður með það skoraði 69 mörk sem var bara ágætt. Kom mér samt nokkuð á óvart að Shola Ameobi var markahæstur með 30 stykki komínn í liðið þegar Shearer og Luque meiddust og hélt sæti sínu það sem eftir var.
Komst í 6.Umferð Fa cup og náði ekki að verja deildarbikarinn þar sem ég datt út í þriðju umferð. En í Meistaradeildinni gekk mér allt í haginn, Tapaði ekki leik og vann Bayern Munchen í úrslitum 3-0 Ronaldhino skoraði eitt og lagði upp hin tvö fyrir Defoe og Nikos Dabizas
Semsagt búinn að vinna meistaradeildina tvö ár í röð og fór fram úr mínum björtustu vonum og einnig vann ég Inter-Continental Cup. Þannig að þrír bikarar hjá mér þetta season
2005/2006
Næsta tímabili ákvað ég að markmiðin yrðu bara eitt að vinna deildina og til þess að hjálpa mér að gera það fékk ég hinn unga og efnilega varnarmann Matt Heath frá Leicester á 110 pund og einnig fékk ég Igor Biscan á Free Transfer. Síðan hreinsaði ég vel til í mínum herbúðum og seldi Craig Bellamy og lét Laurent Robert og Gary Speed fara á free transfer

Það gekk ágætlega í deildinni og var ég í öðru sæti framan af. En ég var samt ósáttur við eitt og það var markaskorunin. Ronaldhino var sá eini sem var að skora eitthvað þannig að ég bauð 25 milljónir í Thierry Henry sem var búinn að skora 20 mörk í 20 leikjum. Hann var eitthvað ósáttur við Wenger. Daginn sem ég átti að staðfesta kaupinn sá ég að Darius Vassel vildi fá sölu frá Aston Villa og hann var búinn að skora 25 mörk í 18 leikjum. þannig að ég hætti við kaupinn á Henry og bauð 25 millur í Vassel þar sem hann var töluvert yngri en Henry. Ég fékk Vassel og eftir það var ekki aftur snúið. Tapaði ekki leik eftir að hann kom til mín.Ronaldhino og Vassel smellpössuðu saman í framlínunni.Ronaldhino skoraði 50 mörk í 50 leikjum og gaf 27 stoðsendingar. Vassel skoraði 25 mörk fyrir mig í 20 leikjum og samtals 50 mörk í 48 leikjum á tímabilinu ef maður bætir við Aston villa mörkunum hans. Ég vann deildina og var kosinn Stjóri ársins og Gallas var valinn World Footballer of the Yea. Það gekk ekkert í Fa Cup og Deildarbikarnum þar sem ég datt út í þriðju umferð. Datt út á móti Manchester United í undanúrslitum Meistarardeildarinnar. Aston Villa datt vann síðan Meistaradeildinna. Ótrúlegt en satt. Einnig vann ég SuperCup og Inter-Continental Cup annað árið í röð en tapaði Samfélagsskyldunum
Stjórnin og stuðningsmennirnir alveg að farast úr gleði
2006/2007
Fyrir Næsta tímabil fékk bara Ryan Giggs á 1 milljón til þess að styðja við bakið á Hugo Viana.Seldi ALlbert Luque fyrir 10 milljónir. Fyrsta sinn sem ég hef séð Manchester United verða gjaldþrota(ójá þeir voru gjaldþrota þrátt fyrir lítil leikmannakaup í gegnum tíðina) í leiknum og ég hef spilað cm frá sjö ára aldri.

Ég rústaði deildinni og tapaði ekki leik og gerði eitt jafntefli Liðið skoraði 140 mörk og ég var með 120 mörk í plús
Vassel skoraði 79 mörk í 45 leikjum á þessu tímabili.Fáranlega mikið.
Ronaldhino Baunaði 47 stoðsendingum og setti boltann 64 sinnum í netið í 43 leikjum. Vann Brighton 11-0. Stærsti sigur minn í úrvalsdeildinni í öllum cm leikjum sem ég hef spilað. Vassel skoraði 8 mörk og Ronaldhino 3
Gekk illa í öllum hinum keppnunum nema ég vann Samfélagskjöldin
datt út fljótt í Fa cup og deildarbikarnum og síðan í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar
2007/2008
Næsta tímabil gerði ég mesta klúður í heimi þar sem ég missti Gallas og Viana frítt til Liverpool. Keypti Peter Sweeney á 4.3 milljónir í staðinn fyrir Viana en hann féll aldrei inn í liðið og seldi hann fljótt til Barcelona á 5 milljónir.Keypti einnig Luke Steele á 5 milljónir og Kim Kallström á 6 milljónir Setti Ronaldhino á vinstri kantinn
og Defoe upp á topp og og hann brilleraði í nýju stöðunnni sinni. Defoe skoraði 64 mörk í 48 leikjum og Ronaldhino var með 46 stoðsendingar og 24 mörk í 54 leikjum
Ég var ekki alveg jafn góður og á seinasta tímabili en var samt alltaf í fyrsta sæti þangað til í endann. Þá þurfti ég 4 stig úr seinustu 3 leikjunum til að tryggja mér titilinn. Og viti menn ég gerði jafntefli í öllum þrem leikjunun meðan Manchester
vann alla sína og þar með stálu þeir titlinum.
Ég var hundfúll en staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili sem ég er ekki byrjaður á
gleymdi næstum því Vassel. Ef ykkur fannst 79 mörk mikið þá er þetta ótrúlegt enda er þetta ótrúlegt. Hann skoraði 103 mörk ég endurtek 103!!!!!mörk í 59 leikjum. ótrúlegt, Fáranlegt
Og það sem er ennþá fáranlegra er að hann og Ronaldhino hafa skorað 371 mark síðan þeir komu til mín
Vassel er búinn að skora 207 mörk á þeim 2 og hálfu tímabili sem hann er búinn að vera hjá mér og Ronaldhino er búinn að skora 164 mörk á 4 Tímabilum. og þeir hafa aldrei unnið nein alþjóðleg verðlaun þrátt fyrir glæsilegar meðaleinkunnir.

2008/2009

Eftir klúðrið á síðasta tímabili var ég ákveðinn í að endurheimta Úrvaldsdeildartitilinn úr höndum fjársvelta Manchester manna og ég fékk til mín ódýran en góðan mannskap og ber þar hæst
Wayne Rooney-Ryan Giggs í skiptum fyrir Kim Kallström
Jamie Gleeson í staðinn fyrir Luke Steele
Kasper Shmeichel á free transfer
Peter Lee frá Crewe á 110k (fyriliði U-21 England
Tamika Mkandawire á 550k frá W.B.A til að fylla í skarð meiddra varnamanna
Eftir að hafa fengið Rooney var ég með mjög öfluga sóknarlínu og Gleeson styrkti miðjunna ennfrekar
Ég byrjaði á að keppa í Samfélagsskyldinum og tapaði þar gegn Man.Utd 1-2 og skoraði Vassel markið
Það byrjaði ekkert allt of vel í deildinni ég gerði jafntefli í fyrstu þrem leikjununm. Ég vann fyrsta leikinn minn í 4 umferð gegn Arsenal 4-0 og skoruðu Gleeson, Lee og Vassel (2). ég var hæstánægður með sigurinn og eftir það gekk svona sæmilega en ég komst þó aldrei ofar en 4 sæti. Það munaði aldrei meira en 6-9 stigum á mér og efstsa liðinu og því hafði ég ekki miklar áhyggjur. Þegar 10 leikir voru eftir fór Vassel í gang fyrir alvöru hann var búinn að skora 30 mörk það sem af var en í þessum 10 deildarleikjum skoraði hann 18 mörk. Þar af þrennu í lokaleiknum gegn Millwall sem tryggði mér sigurinn á kostnað Arsenal. Bikarinn kominn aftur eftir ársfjarveru.
Í meistaradeildinni gekk altt í haginn og ég rústaði riðlinum og komst nokkuð auðveldlega í úrsltin. áður en úrslitaleikurinn hófst þá hafði Shay Given haldið hreinu í öllum leikjum keppninar og ég var búinn að skora 39 mörk í keppninni. Deginum áður en úrslitaleikurinn hóst meiddist Shay Given og því þurfti Kasper Shmeichel að fylla í skarð hans. Leikurinn var gegn Juventus og gat ég stillt upp mínu sterkasta liði gegn þeim fyrir utan markmanninn:
K.Shmeichel
Traoré——Woodgate————Bramble——M.Rogers


Ronaldhino——–Jenas——-Biscan——–Dyer


Vassel——-Zola Makongo
Ég byrjaði vel og skoraði Vassel eftir 4 mínútna leik eftir fallegan undirbúning M.Rogers. Castróman jafnaði fyrir Juve 12 mín. seinna með skalla eftir hornspyrnu eftir það var leikurinn nokkuð jafn þó ég hafi fengið fleiri færi sem sóknarmenn mínir náðu ekki að nýta. En á 60. og 63. mín kom áfallið Vassel og Ronaldhino meiddust og eftir það hrundi spilið og á 69 mín skoraði Del Piero mark sem reyndist ráða úrslitum. Ég þakka Kasper Smhceichel fyrir að ekki fór verra því eftir 63 mín var nánast einstefna á markið mitt og varði strákurinn oft glæsilega.
Juventus varð semsagt CL meistari og batt þar með enda á 5 ára einokun enskra liða á bikarnum.

ég var svekktur yfir því að vinna ekki Cl en nokkuð sáttur með tímabilið sem heild og stjórnin og áhagnendurnir enn í skýjunun yfir árangrinum

Annað
Vassel markahæstur eins og venjulega með 51 mark
Vassel var líka með flestar stoðsendingar eða 31
Vassel var einnig með hæstu meðaleinkunni 8.25 í 48 leikjum, jabb var líka oftast maður leiksins samtals 19 sinnum
og hann var líka Fans Player of the year

Ég var kosinn stjóri ársins

Ég er hálfnaður með næsta tímabil og gengur ágætlega þar þriðja sæti í deild og ég komst auðveldlega upp úr CL riðlinum