Game Status:
Manager Jón Steinn Elíasson
Lið Liverpool FC
Versoion 4.0.1
Game Time 3 dagar, 9 klst og 5 mín.
Deildir England (3. deildin og fyrir ofan), Ítalía (Serie A)
Addictedness Rating All CM4 and no work.. yippee!


02/03

Þann 14-7-2002 var ég ráðinn sem þjálfari. Ég leit á mannskapinn sem ég hafði sem var býsna sterkur. Það eina sem mig vantaði virkilega var vinstri vængmann og var mér strax hugsað til West Ham leikmannsins Joe Cole. Ég hóf viðræður við West Ham og komust við að samkomulagi, 10,5 m punda. Mig vantaði líka einn góðan framherja og einn varnarmann. Ég hafði ósköp lítið eftir að eyðslu peningunum og ákvað þá að reyna að fá einhverja að láni. Ég fékk Tote frá R. Madrid og Emerton frá Feyenoord.
Ég kom augstað á 2 unga pilta, Svíjan Alexander Farnerud og Portugalan Fabio Paim. Ég fékk Paim frítt því hann var á unglingasamning og Farnerud fékk ég frá Landskrona á 1 m punda. Ég samdi einnig við 2 brasílíska markmenn, þá Marcos og Rogério Ceni til að koma til mín þegar samningur þeirra væri búinn en það var um áramót. Ég réð einnig nokkra þjálfara, njósnara og sjúkraþjálfara. Ég seldi engan né lánaði. Ég tók nokkra æfingarleiki og unnust þeir allir nema eitt jafntefli á móti reading (0-0).

Ég róteraði mikið með liðsuppstillingar en mitt besta lið var trúlega:

GK Dudek/Marcos (Marcos varð aðalmarkvörður þegar hann kom en annars spiluðu Rogério og Kirkland einnig nokkra leiki)
DR Babbel (stundum emerton eða carragher)
DL Rise (stundum carragher)
DC Hyppia og Henchoz (stundum carragher, biscan eða emerton)
ML Cole (stundum Paim, Smicer, Murphy eða Berger)
MR Paim/Diouf (Stundum Smicer eða Murphy)
MC Hamann og Gerrard (stundum Murphy, Smicer, Berger, Cole, Berger, Biscan, Cheyrou eða Diao)
FC Owen og Tote (stundum Baros, Heskey, Diouf eða Mellor)

Community Shield:
Þar átti ég leik gegn meisturunum Arsenal og fór sá leikur 2-1 fyrir mér. Diouf skoraðu 2 og Bergkamp 1, maður leiksins var Owen.

UEFA Cup:
Valencia vann Deportivo 1-2 í leg 1 og síðan aftur 3-0 í leg 2.

FA Cup:
Ég mætti Chelsea í úrslitum og fór með sigur að hólmi þar sem Tote skoraði 1, Heskey 2 og Zola 1. Leiðin mín í gegnum Fa Cup var frekar létt að undanúrslitunum. Ég vann Norwich (3th round), Leeds (4th), Man City (5th), W.B.A (6th), Man Utd (undanúrslit) og loks Chelsea í úrslitum.

League Cup:
Ég mætti Arsenal í úrslitum og sigraði 2-0 (owen, cole). Ég notaði ekki minn sterkasta hóp í þessari keppni nema í úrslitunum. Enn liðin sem ég sigraði eftir röð Leeds-Barnsley-Q.P.R.-Man City-Arsenal.

Champions Cup:
Ég lendi með Galatasaray, Lyon og Sporting í riðli og taldi mig vera þó nokkuð öruggan upp en raunin var önnur. Ég vann fystu 2 leikina sem voru á móti Lyon og Sporting. Síðan tapaði ég fyrri leiknum á móti Galatasaray og gerði í jafntefli í þeim seinni. Eftir það var ég orðin töluvert pirraður og ætlaði mér að sigra Lyon og Sporting í mínum síðustu leikjum en þess í stað tapaði ég þeim báðum og komst ekki upp úr riðlinum. Newcastle lagði Roma 1-0 í úrslitum þar sem Bellamy skoraði á 85 min. Jenas var maður leiksins

Premier Division:
Eftir harða baráttu við Newcastle og Man Utd endaði ég á toppnum með 96 stig þar sem Man Utd fylgdi á eftir með 90 og Newcastle með 88. Ég sigraði báða leikina gegn Arsenal og Chelsea, gerði jafntefli og tap í leikjunum gegn Newcastle og Jafntefli í báðum leikjunum við Man Utd.

Owen skoraði 17 mörk í 22 (9) lekjum, Heskey skoraði 23 mörk í 32 (4) leikjum, Mellor skoraði 7 mörk í 16 (1) leikjum, Baros skoraði 4 mörk í 14 (14) leikjum, Diouf skoraði 5 mörk í 40 (4) leikjum og Tote skoraði 35 mörk í 40 (3) leikjum.


03/04

Eftir Tímabilið styrkti ég lið mitt töluvert enda fékk ég nóg af pening til að eyða. Þeir sem fóru (frítt) voru Dioméde (Alessandria), Berger (1860 Munchen), Heggem (Fulham) og síðan nokkrir úr B og C liði. Ég fór og gáði hverjir voru samningslausir eða alveg að verða það og þar sá ég töluverðan mannskap sem mig langaði í. Þá sem ég fékk frítt voru; Okoronkwo, Kyrgiakos, Gustavo Lópes, S. Wright-Phillips, Wörns, De Boer, Zalayeta, Jóhann Þórhallson, Mark Kerr, Julio Arca og síðan nokkra Íslendinga mér til gamans. Mig vantaði Einhvern betri varnarmann í stað Babbel svo ég ákvað að leita og af þeim sem ég fann leist mér best á Yobo, það var clause í samningnum hans hjá Everton svo ég fékk hann á 8,75 m punda. Einnig keypti ég Kasper Schmeichel (Man. City - 250k), Di Cesare (Chelsea - 2,2m), Tony Grant (Burnley - 55k), Ryan Williams (Hull - 60k), Richard Paquette (Q.P.R. - 95k), David Bryam (Southend - 14k), Todor Gospodinov (Loko Gorna - 80k), Freddy Adu (Valladolid - 750k), Linus Smedjegarden (Djurgarden - 200k) og síðan keypti ég Mutu frá Parma um áramótin á 17,75 m. Ég fékk Hargreaves að láni og lánaði líka góðan hóp minna manna til að lenda ekki í peningavandamálum útaf launum. Ég lánaði; Farnerud, Kirkland, Cheyrou, Kyrgiakos, Vignal, Welsh, Traoré, Baros, Biscan, Henchoz, Diao, Wright-Phillips, Mellor, Di Cesare, Jóhann Þórhallsson, Zalayeta og Vaughan. Einnig réð ég nokkra þjálfara og aðra starfsmenn.

Eins og ég hafði gert á fyrra tímabilinu, róteraði ég mjög mikið enn núna var mitt sterkasta lið svona:

GK Marcos (Dudek varamarkmaður og Rogério sá þriðji)
DL Rise (stundum Carrgher, Arca eða de Boer)
DR Yobo (Stundum Carragher eða Babbel, sjaldan Xavier)
DC Hyppia og Wörns (stundum Okoronkwo, de Boer, Carragher, Babbel eða Yobo)
ML Cole (stundum Smicer, Paim, López, Hargreaves, Rise eða Murphy)
MR Paim/Diouf (stundum Smicer, Hargreaves, Murphy, Yobo eða Cole)
MC Gerrard og Hamann (stundum Smicer, Hargreaves, Murphy, Cole eða Yobo)
FC Owen og López/Mutu (stundum Heskey, Jóhann Þórhalls eða Diouf)

Vinaleikir:
Ég spilaði 6 æfingar leiki og vann þá alla. Þeir voru allir spilaðir á Anfield og voru á móti Getafe (3-1), Highlanders (1-0), Nardó (6-0), Bracknell (4-0), Red Star (6-1) og Alphington (3-0). López skoraði 8 mörk í þessum 6 leikjum og Heskey 5. Owen skoraði aðeins 2. Ég var mjög sáttur með López og sá ekki betur en að hann myndi leysa Tote af með prýði.

Community Shield:
Þar lenti ég á móti Man Utd og sigruðu þeir 1-0. Giggs skoraði mark þeirra á 70. min ásamt þess að vera maður leiksins.

UEFA Cup:
Þar lentu Roma og Parma í úrslitum og hafði Roma sigurinn 3-1. Montella kom Roma yfir á 26. min en Adriano jafnaði samtsundis eða á 27. min. Cassano skoraði svo 2 mörk (50, 75). Hann var einnig valinn maður leiksins.

FA Cup:
Ég fór alla leið í úrslitin en þar tapaði ég fyrir Man Utd. Leikirnir sem ég spilaði voru
Newcastle (4-1), Middlesbrough (0-0), Middlesbrough (2-0), Millwall (2-0), Woles (2-0), Leeds (3-1) og loks Man Utd (1-2). Í úrslitaleiknum kom Solskjær Man Utd yfir snemma leiks en Mutu jafnaði á 83. min. Solskjær skoraði svo aftur á 92. mínútu í framlengingu.

League Cup:
Ég vildi ekki hafa álagið á mönnum mínum mikið svo ég ákvað að leyfa minni spámönnum að spreyta sig líkt og á fyrra tímabilinu. Ég komst þó ekki langt, ég tapaði fyrsta leiknum mínum gegn Leeds þar sem Viduka og Smith skorðuðu sitthvort markið. Man Utd spilaði gegn Southampton í úrslitum. Eina mark leiksins skoraði Henrik Pedersen fyrir Southampton á 58. min.

Champions Cup:
Ég lenti í riðli með PSV, Galatasaray og Boavista. Ég var harðákveðinn í að ná lengra en á síðustu leiktíð. Ég vann alla leikina nema einn, heimaleikinn gegn PSV og komst því upp. Þar næst spilaði ég á móti Chelsea og vann þá samanlagt 2-1 og var kominn í 8. liða úrslit. Þar lenti ég á móti PSV og vann þá samanlagt 4-3. Þá voru það undan úrslitin og þar lenti ég á móti Juventus. Ég taldi þetta búið en raunin var önnur. Fyrri leikurinn fór 1-1 á heimavelli þeirra. Seinni leikurinn fór 0-0 og komst ég áfram. Ég mætti Man Utd í úrslitum. Leikurinn fór fram á Ólempíuleikvellinum í Berlín, heimavelli Hertha Berlin. Völlurinn var troðfullur en hann rýmir 82.000 manns. Danny Webber kom Man Utd yfir úr aukaspyrnu, stöngin inn aðeins nær en miðjan. Þetta var á 21. mínútu og ég varð alveg brjálaður. Nistelroy átti þrumu skot á markið á 54. mínútu en Marcos varði meistaralega. Á 77. min. slapp Hamann einn í gegn en skaut yfir. Marcos varði síðan dauðafæri hjá Webber og stóð hann sig frábærlega í markinu. 1-0 voru lokaniðurstöður og Paim var maður leiksin (fékk 10 í einkun).

Primier Division:
Ég lenti í 1. sæti með 98 stig eftir mikla baráttu við Man Utd, Man Utd lenti í 2. með 95 stig og Newcastle í því 3. með 85 stig. Ég vann báða leikina gegn Man Utd en tapaði báðum Newcastle leikjunum. Ég spilaði marga mjög góða leiki þar á meðal báða Man Utd leikina, annar fór 3-0 og hinn 4-1, síðan vann ég Arsenal 3-0 og Bolton, Man City, Coventry og Leeds vann ég 4-0.

Owen skoraði 37 mörk í 41 (4) leikjum, López skoraði 23 mörk í 46 (4) leikjum, Mutu skoraði 22 mörk í 21 (1) leikjum, Heskey skoraði 12 mörk í 14 (12) leikjum og Hamann með 6 mörk í 48 (4) leikjum.


04/05

Ég seldi engan en þeir sem fóru frítt voru Richie Partridge (Betis), Daniel Sjölund (Heerenveen), Xavier (Académica) og síðan nokkrir fleiri úr B og C liði. Ég hafði gengið frá kaupum á Kléberson þegar leikmannaglugginn var lokaður og fékk hann í júni frá Atlético Paranaesnse á 6m. Einnig fékk ég mjög efnilegan ítalskan framherja að nafni Andrea Grazzoni frítt úr herbúðum AC Milan en þeir keyptu hann 2 tímabilum áður frá Sansepolcro. Ég var buinn að hafa áhuga á D’Alessandro lengi og sá að hann var settur á lánslista svo ég ákvað að fá hann að láni og sjá hvernig hann myndi standa sig. Ég taldi mig ekki þurfa fleiri leikmenn enda með gríðalega sterkan hóp og vildi ekki gera launaseðlana fleiri. Ég ákvað að lána eins marga leikmenn eins og ég gat af þeim sem ég nota ekki og þeir sem eru farnir núna eru Farnerud til Barcelona, Traoré til Stuttgart, Zalayeta til Hannover, Vignal til Werder Bremen og Cheyrou til B. Munchen. Ég á öruglega eftir að lána einhverja fleiri þegar líður á tímabilið. Ég hef engan selt eins og er en gæti alveg trúað að það fari að koma að því.

Nú hef ég enn stærri hóp en á fyrri leiktíðunum og gat því róterað enn meira á leikmönnum. Svona verður líkleg uppstilling þessa leiktíð

GK Marcos (Dudek er 2., Rógério Ceni 3. og Kirkland 4.)
DL Rise (stundum De Boer, Arca eða Carragher)
DR Yobo (stundum Babbel, Carragher eða Welsh)
DC Wörns/Hyppia (stundum Kyrgiakos, Okoronkwo, Babbel, Welsh, Biscan, Henchoz, Yobo, De Boer, Carragher eða Diarra.
ML Cole (stundum Rise, Arca, Paim, Murphy, Smicer, Baros, Þórhallsson eða López.
MR Paim (stundum Diouf, Murphy, Cole, Wright-Phillips eða Smicer)
MC Gerrard/Hamann (stundum Kléberson, Murphy, Diao, Biscan, Yobo, Welsh, Diarra, Cole, Wright-Phillips, D’Alessandro, Smicer eða Carragher)
FC Owen og Heskey/Mutu (stundum López, Diouf, Baros, Þórhallsson, Grazzini eða Mellor)

Æfingaleikir:
Ég spilaði 9 æfingaleiki og var ég ekkert smá sáttur við þá. Tapaði 2, vann 7 og voru þeir allir spilaðir á Anfield. Chelsea (1-0), Juventus (3-0), R. Madrid (3-0), Barcelona (0-2), Cardiff (3-0), Aviacao (2-0), Betis (3-0), Liverpool Reserves (4-0) og Man Utd (0-1). Í þessum æfingarleikjum var Heskey markahæstu með samtals 6 mörk, síðan kom Baros með 4, Owen og Mutu með 3.

Community Shield:
Ég spilaði gegn Man Utd og vann 1-0 þar sem Owen skoraði eina mark leiksins. Emil Heskey var valinn maður leiksin.

Ég er búinn að spila einn leik í deildinni og var hann á móti Portsmouth. Ég vann hann 2-0, Mutu og Heskey skoruðu mörkin.


Þetta er mín fyrsta grein og endilega segjið ykkar álit, slæmt eða gott. Kem mjög líklega með framhald síðar.
Takk fyrir mig.