Eftirfarandi er mitt framlag í sögukeppnina í nóvember og jafnframt mín fyrsta saga/grein af afrekum mínum í CM.

Ég var heima einn daginn og hafði voða lítið að gera. Ég sá að Ottmar Hitzfeld hafði verið rekinn eftir að Dortmund unnu titilinn á síðustu metrunum. Ég tók símann og hringdi í Franz Beckenbauer og spurðist fyrir um starfið. Ekki kannaðist hann nægilega vel við nafn mitt til að ég fengi starfið. Þá spurði ég hvort það væri möguleiki ef að ég kæmi með 10 milljónir punda inn í félagið, hann sagði já loksins.

Þar næst fór ég og skráði mig á hlutabréfamarkaðnum þar sem fólki gafst tækifæri til að fjárfesta í frama mínum. Upphafsgengið var 1,15. Eftir um 2 vikur var ég búinn að selja sirka 13 milljónir hluta og hafði þá það sem til þurfti. Ég hringdi til baka í keisarann og sagði honum hann var himinlifandi að fá sirka 15 milljónir punda inn í reksturinn. Starfið var mitt.

Ég mætti til starfa þann 30. júní 2002. Ég byrjaði á að kíkja á væntingarnar, þær létu ekki á sér standa þeir vildu titilinn og ekkert annað.

Ég fór og leit yfir hópinn og sá að það vantaði ekki mikið upp á. Ég byrjaði leik minn á leikmannamarkaðnum, éf hafði 15.5 m punda.

Þeir komu:

Freddy Adu : Frítt
Mido : 5.75 m
Ronald Gomez : Frítt
Lasha Chelidze : 250 k (miðju tímabili)
Lucio : 11.5

Þeir fóru:

Martín Demichelis : 4 m

Leikmannaviðskiptum lokið.

Ég hóf tímabilið með því að vinna deildarbikarinn og þar vann ég Dortmund í úrslitum ég vann leikinn 2 - 1. Amoroso kom Dortmund yfir á 28. mínútu og stressaíst ég mjög við það. Mér varð litið upp í stjórnarstúkun þar sem ég sá Keisarann og Uli Hoeness stara mig drápsaugum. Mig verkjaði í augun, en rétt fyrir hálfleik jafnaði Claudio Pizzarro sem var akkurat það sem við þurftum fyrir móralinn og stemminguna. Seinni hálfleikurinn var minn en Roman Weidenfeller átti stórleik í markinu en sá ekki við Roy Makaay á 82. mínútu og þannig endaði leikurinn, einn titill í hús.

Í deildinn byrjaði ég ekki vel ég tapaði í fyrsta leik á heimavelli fyrir Leverkusen 0-2. Ég reyndi að stilla mig og ákvað að gefa þeim annan séns. Í leik númer 2 vann ég Werder Bremen 2-1 og það var ekki aftur snúið ég vann deildina með 84 stigum en næstir á eftir voru Dortmund með 69 stig.

Ég vann bikarkeppnina vann Leverkusen í úrslitum 4-0 þar sem Santa Cruz var með þrennu og Ballack eitt.

Við vorum grimmir í Meistaradeildinni og harðir í horn að taka. Ég lenti í riðli með Lyon, Shaktar og Fenerbache. Ég vann riðilinn auðveldlega með 18 stigum og vann meðal annars Fenerbache 7-3 þar sem að Roy Makaay skoraði þrennu og Mido tvennu.
Í seinni riðlum lenti ég með Lazio, Man Utd og Club Brugge. Þann riðil vann ég með 16 stigum, vann t.d. Club Brugge 5-0 þar sem Scholl var með tvennu.
Í 8-liða úrslitum mætti ég Real Sociedad. Fyrri leikurinn var á þeirra heima velli hann fór 1-1. Seinni leikinn vann ég 3-0 á heimavelli og kominn áfram samanlagt 4-1.
Í undanúrslitum mætti ég Newcastle. Fyrri leikurinn var á þeirra heimavelli og fór 1-1 en ég vann heima 4-1 og kominn áfram samanlagt 5-2.
Úrslitaleikurinn: Bayern Munchen - AC Milan, leikur sem ég varðist í mest allan tímann en fékk mínar skyndisóknir og vann 3-1. Allt ætlaði vitlaust að verða í þýsku pressunni og var ég lofaður í bak og fyrir en ég sagði að án leikmanna minna væri ég ekkert.

Stjórnin var í skýjunum og sagði að ég þyrfti ekki að borga með mér fyrir næsta season.

Stuðningsmenn mínir tóku mig loksins í sátt 19 ára gamlan stjórann :).

Byrjunarliðið var oftast svona:

GK: Kahn
DR: Sagnol
DL: Lisarazu
DC: Linke/Kovac
DC: Lucio
MR: Salihamidziz
ML: Ze Roberto
MC: Deisler/Jeremies
MC: Ballack
FC: Makaay
FC: Cruz

Stuðningsmenn völdu Roy Makaay leimann ársins en hann skoraði 31 mark og Pizzarro og Cruz voru með sitt hvor 25 mörkin.

Ég fór í langþráð sumarfrí bara nokkuð ánægður með sjálfan mig.

Tímabil 2003-2004

Stjórnin vildi sjá árangur á öllum vígstöðvum

Ég fékk 12 m sem ég var mjög ósáttur við miðað við það að Balance-inn á klúbbnum var 85 m punda.

Þeir komu:

Christian Chivu : 11.75 m
Chris Eagles : Frítt
Jörg Stiehl : 825 k
Mtaka Simba : Frítt
G. Barros Schellotto : 3.2 m
Alexander Farnerud : 1.3m
Kasper Schmeichel : Frítt

Þeir fóru:

Sammy Kuffour : 2.9 m
Hasan Salihamidziz : 9.75 m
og 7 leimenn : Frítt.

Þá var ég orðinn vel mettur og gat hafið nýja leiktíð.

Ég vann deildarbikarinn aftur og í þetta skiptið 2-0 á móti Hertu Berlin.

Í deildinni byrjaði ég á að gera jafntefli við Werder Bremen, en svo komu 16 sigurleikir í röð. Þegar það voru um 8 umferðir eftir var ég með 24 stiiga forystu og fór þá að gefa minni spámönnum tækifæri með ágætis árangri. Ég vann deildina með 83 stigum (hefði orðið meira ef ég hefði spilað á fullu allan tímann) og næstir komu Dortmund með 63 stig.

Ég sendi bara varaliðið í bikarkeppnina þetta árið og datt út í 8-liða úrslitum á móti Trier! 0-1.

Meistaradeildin var aftur mín ég lenti með Marseille, Galatasaray og Real Zaragoza. Ég vann riðillinn með 16 stigum. Í 16-liða úrslitum mætti ég Chelsea og á heimavelli varð 0-0 jafntefli. Á Stamford Bridge var annað upp á teningnum Roy Makaay skoraði 2 á 51. og 67. mínútu og staðan vænleg fyrir mig en þá kom Barry Ferguson inn á, hann skoraði á 77. mínútu og það var farinn að fara um mig fiðringur þegar Barry jafnaði 2-2 á 90. mínútu en ég hélt það út og komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Í 8-liða úrslitum mætti ég Man Utd og vann þá sannfærandi 3-0 á heimavelli og 1-0 á Old Trafford og var kominn áfram samanlagt 4-0! Ég mætti Lazio í undanúrslitum og vann þá 4-1 á útivelli og 2-1 heima og var kominn áfram samanlagt 6-2. Úrslitaleikurinn: Bayern Munchen - Real Betis: Ég óð í færum í leiknum en markmaður Betis Antonio Pratz átti stórleik en mátti sér lítis gegn Santa Cruz á 5. mínútu framlengingarinnar og þar við 1-0 og ég hafði unnið keppnina 2 ár í röð núna og var virkilega ánægður með sjálfan mig.

Sama sagan og árið allir svaka ánægðir og ég komst í mitt árlega frí til Kúbu.

Byrjunarliðið var…:

GK: Kahn
DR: Sagnol
DL: Lisarazu
DC: Lucio
DC: Chivu
MR: Deisler
ML: Ze Roberto
MC: Jeremies
MC: Ballack
FC: Makaay
FC: Cruz/Pizzarro

Ég er að byrja á þriðja tímabili og gengur vel. Kem með framhald síðar.

Ég þakka fyrir mig.