Núna er það staðfest að síðasti Championship manager leikur sem SIGames munu gera kemur út 21 nóvember Sjá fréttatilkynningu.
Reikna má með að þessi útgáfa muni verða mun stöðugri heldur en fyrri útgáfa, eins og reynslan hefur verið með flestar útgáfur CM, fyrsta útgáfan er oft í raun einskonar Beta útgáfa.
Spurningarnar sem núna hljóta að brenna á sönnum áhugamönnum seríunnar hljóta að vera margar. T.d. hvað mun serían frá SIgames heita héðan í frá, mun CM serían frá Eidos verða góð, hvort fyrirtækið veðjar fyrr á 3D leikjavél og hvoru fyrirtækinu tekst að gera hana góða.
En er ekki stærsta spurningin, hvenær kemur íslenska deildin?!