Ég hafði verið farsæll þjálfari hjá Sunderland og Watford og náð góðum árangri þar. Ég var orðinn þreyttur á úrvaldeildarliðum og hafnaði tilboðum frá Arsenal, Leeds og Southampton. Þetta gerðist ósköp fljót ég var að horfa á leik með æskufélaginu mínu Peterbrough og sat á tali við Peter Boizot stjórnarformann félagsins. Hann var að tala um meira í gríni en í alvöru hvort ég væri ekki bara til í; að taka við Peterbrough og gera þá að stórveldi? Ég ákvað bara að slá til og föstudaginn 14.júlí (almennurráðningardagur enskra framkvæmdarstjóra) var ég tekin við Peterborough United.

Leikmannahópurinn var mjög efnilegur og ég hafði hvort eð er engan pening til leimannakaupa. Við spiluðum nokkra æfingleiki og sá fyrsti var við Crystal Palace en þeir voru í deild ofar. Við unnum þann leik 4-1, kom mér nokkuð á óvart því stjórnin var ánægð ef ég mundi ná að halda félaginu frá fallsvæðinu. Ég fékk tilboð upp á 1,6 milljónir punda í Shane Tolley, sem ég gat ekki hafnað og þá var kominn peningur til leikmannakaupa. Ég opnaði budduna og hafði heyrt af leikmanni í 3.deildinni hjá Cheltenham, Mike Duff að nafni, frábær hægri bakvörður. Ég bauð 24k sem var samþykkt og tveim dögum seinna var hann kominn til mín og átti eftir að reynast okkur vel. Ég fékk líka Kjetil Rekdal á frjálsri sölu og Lee Bradbury frá Portsmouth á 450k

Síðan fékk ég einhverja unga stráka á skiptimynt. Fyrsti leikurinn í deildinni var framundan gegn Port Vale á heimavelli. Unnum hann 1-0 með marki frá Leon McKenzie, þrátt fyrir að vera einum manni færri mest allan leikinn. Þannig gekk þetta og við unnum 8 leiki í röð í deildinni, með markatöluna 20-2. Þá tapaði ég á móti Cardiff 3-2. Í deildarbikarnum sló ég út Carlisle og síðan Sunderland, sem var í úrvalsdeildinni. Mark Tyler, marmaðurinn minn, varði ótrúlega á fyrri hluta tímabilsins en síðna fékk ég tilboð sem hljóðaði upp á 1,3 milljónir, og þá freistaðist ég til að selja hann. Ég reyndi að tala hann til og sagði við hann að þetta væri stór mistök, Peterborough væri félag á uppleið en Sunderland væru á niðurleið. En samþykkti samningin frá Sunderland og því hófst leit að nýjum markmanni. Þegar ég var hjá Watford hafði ég kynnst ungum markmanni að nafni Espen Baardsen. Stórgóður og aðeins 24 ára sem er ekkert mikið fyrir markmann. Ég bauð 300k í hann og því tilboði var samþykkt, því hann var ekki inn í framtíðarplönum félagsins. Einnig fékk ég Wayne Carlisle frá Crystal Palace á 100k og Mark Keegan frá Swansea á 50k. Liðið á tímabilinu var ofast svona:

GK - Espen Baardsen (24 ára)
DL - Wayne Carlisle (22 ára)
DR - Mike Duff (24 ára)
DC - Marc Joseph (25 ára)
DC - Daniel Murray (19 ára)
DMC - Tony Shields (21 árs)
MC - Guy Last ( 18 ára) eða Jon Cullen (29 ára)
MC - Helgi Valur Daníelsson (20 ára)
MC - Craig Pead (20 ára) eða Richard Forsyth (31 árs)
FC - Lee Bradbury (26 ára) eða Neale Fenn (25 ára)
FC - Leon McKenzie (24 ára)

Ég var með mjög ungt lið og því streymdu tilboðin inn frá úrvalsdeildarfélögum í marga leikmenn en ég ákvað að hafna þeim, því ég vissi að liðið myndi byggjast í kringum þessa leikmenn í framtíðinni. Ég batt miklar vonir við Daniel Murray en hann er stórefnilegur og tilboðin streymdu í hann en alltaf sagði ég nei og hann var mjög sáttur við það. Helgi Valur átti gott tímabil og var t.d. 2 valinn leikmaður mánaðarins.

Það var eitt sem ég kynntist í annarri deildinni og það var gríðarlegt leikjaálag þar. Við vorum að spila í Vans Trophy, bikarnum, deildarbikarnum og sjálfri deildinni. Því notaði ég varaliðið mitt mikið í bikarkeppnnunum og það sýndi sig, því ég datt snemma út í öllum kepnnum, fengu margir leikmenn dýrmæta reynslu þar. Þetta var svo sem fínt því þá gat ég einbeitt mér að deildinni.

Fjölmiðlarnir á Englandi voru alltaf að fylgjast með mér og þegar ég var ráðinn stjóri hjá Peterborough skrifaði Dave Halsey, blaðamaður hjá The Sun og teamtalk.com, grein í The Sun um að ég ætti enga framtíð sem knattspyrnustjóri og það væri lítil von í að ég gæti gert eitthvað með Peterborough. Við Halsey vorum gamlir kunningjar en ég hafði áður gagnrýnt skrif hans um Ensku Úrvalsdeildina og sagt að hann væri slappur penni. Ég svaraði Halsey ekkert í fjölmiðlum heldur lét ég verkin tala og reyndi allt sem ég gat að koma Peterbrough upp.

Eftir 28 leiki í deildinni var ég efstur með 67 stig með markatöluna 67 - 29 og 10 stig í næsta lið og ég átti einn leik til góða á Q.P.R. sem voru í 2.sæti. Þetta stefndi í mika baráttu milli okkar en við vorum með pálmann í höndunum og því gátum við sjálfir aðeins klúðrað tímabilinu. Það hafði sitt að segja þegar ég seldi Mark Tyler, en hann er eitt mesta efni sem ég hef séð í markmann og var ég fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fór. Það var aðalega stjórnin sem vildi selja hann vegna skorts á pening og því neyddist ég til að selja hann. En þegar stjórnin sagði mér að samþykkja tilboð í þá Daniel Murray og Tony Shields brást ég illa við og tjáði þeim það að þetta gæti ekki gengið svona að selja bestu leikmennina og ætlast til að við förum upp. Eftir langan fund þar sem fjölmiðlar höfðu haldið því fram að ég myndi missa starf ákvað Peter Boizot að selja ekki þá Murray og Shields. Ég var feginn að komast að þeirri niðurstöðu enda báðir framtíðar landsliðsmenn.Núna kom ömurleg taphrina hjá okkur, við unnum 1 leik af næstu 6 þar af töpuðum við fjórum og skoruðum við ekkert mark í tapleikjunum. Q.P.R. voru aðeins 4 stigum á eftir okkur og áttu leik til góða. Næsti leikur var gegn Wigan á heimavelli sem við töpuðum 2-1, hörmuleg úrslit. En þá var komið að einskonar úrslitaleik milli okkar og Q.P.R. á Loftus Road. Leikurinn var um hvort liðið myndi ná að fara í 1.sætið. Það var rafmögnuð stemmning og það mátti halda að þarna væru 40.000 manns. Það voru þó aðeins 9633 . Ég sagði við strákana fyrir leikinn að tap í þessum leik þýddi að deildartitillin væri nánast úr sögunni og því yrðu þeir að beita öllum sínum kröftum í þennan leik. Leikurinn fór rólega af stað og var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, en þó voru Q.P.R. aðeins betri. Það var því markalaust í leikhléi en það var allur síðari hálfleikurinn eftir. Það dró til tíðinda á 70.mínútu þegar varamaðurinn Lee Bradbury fékk boltann eftir mikið krafs í teignum og skoraði! Niðurstaðan því 1-0 sigur fyrir okkur og voru áhorfendur himinlifandi með þetta og sungu hástöfum nafnið hans Bradbury! Ég endaði tímabilið í 1.sæti með 90 stig og Q.P.R. voru með 87 stig. Ég hafði núna vakið mikla athygli í fjölmiðlum, vegna þess afreks að koma smáliðinu upp. Áhangendur félagsins voru í skýjunum með þennan árangur en þetta var í fyrsta skipti að Peterborough náði þessum áfanga. Þetta var líka ánægjulegt fyrir mig þar sem Peterborough var æskuliðið mitt.

Þá reið sumarið yfir og ég var orðaður við marga leikmenn fleste sem ég hafði engann áhuga á að festa kaup á. Ég sá þó að ég þyrfti að styrkja liðið, þar sem það var nokkuð ungt og fór því út á leikmannamarkaðinn. Ég byrjaði á því að finna mér sterka varnarmenn. Ég sendi útsendara á allstaðar og þeir fundu marga en mér leist best á Clint Hill, varnarmann hjá Tranmere og því senti ég tilboð í hann og það var samþykkt. Ég átti aðeins eftir að ræða við hann um kaup og kjör og hann skoðaði aðstæður hjá félaginu og leist mjög vel á. Ég þurfti líka reynslubolta til að leiðbeina ungu leikmönnunum og ég vissi af því að David Unsworth, væri óánægður hjá Everton og bauð því 1 milljón punda í hann sem var samþykkt. Hann hafði fylgst vel með félaginu á seinasta tímabili og skrifaði því strax undir. Ég fékk síðan Darren Moore frá W.B.A. líka. Gamall vinur sem ég hafði þekkt lengi, Billy Mckinlay, hafði yfirgefið Blackburn á seinasta tímabili og gengið til liðs við Torquay og spilað vel þar. Hann er varnarsinnaður miðjumaður og er mikill leiðtogi og því fínt að fá hann í liðið. Ég fékk hann fyrir 150k og hann skrifaði strax undir 3 ára samning. Ég fékk síðan miðjumanninn Sami Mahlio frá Odd Grenland á 550k, því miðjan var ekki nógu sterk og því fínt að fá samkeppni. Ég hafði verið lengi í sambandi við leikmann frá Jomo Cosmos, Benjamin Mwaruwari, ungur framherji sem gekk til liðs við okkur í byrjun september, því þá rann samningur hans út.

En þá byrjaði tímabilið og við áttum heimaleik gegn Wimbledon og þar bjóst ég við hörkuspennandi leik en raunin varð önnur. Í hálfleik var staðan 3-0 fyrir okkur og leikurinn endaði 4-1!!! Guy Last skoraði tvö og var stórkostlegur og maður leiksins Helgi Valur Daníelsson lagði upp tvö. Góð byrjun fyrir okkur. Næsti leikur var gegn Charlton á útivelli, þeir höfðu fallið úr úrvalsdeildinni um vorið. Við vorum manni fleiri frá 22. mínútu, en þá var Gareth Jelleyman fyrrum leikmanni Peterborough vikið af velli. Charlton voru þá 1-0 yfir en við unnum leikinn 2-1 að lokum með mörkum frá Leon McKenzie. Eftir 12 leiki vorum við í 8.dæti og ég var mjög ánægður, því stjórnin hafði sett mér það markmið að halda liðinu uppi. En ég er þannig persónuleiki að ég næ því besta úr mönnum, og mun meira!

Byrjunarliðið á þessu tímabili var ofast eitthvað í þessa átt:

GK - Espen Baardsen
DL - Wayne Carlisle
DR - Mike Duff
DC - Clint Hill
DC - David Unsworth
DMC - Billy McKinlay
MC - Sami Mahlio
MC - Helgi Valur Daníelsson
MC - Leon McKenzie
FC - Lee Bradbury
FC - Neale Fenn

Bekkurinn:
Francis Green
Luke Steele (GK)
Daniel Murray
Guy Last
Tom Shields

Byrjunin á tímabilinu lofaði góðu og ég var með mjög breiðan hóp og gat þí leyft mönnum að skipta á milli sín leikjum, og það var enginn leikmaður með fast sæti í liðinu, nema Espen Baardsen því ég var ekki með góðan varamarkmann. Ég hafði í rauninni sitthvort liðið fyrir deildina og hitt fyrir bikarana tvo. Ég ákvað að selja engann leikmann fyrir tímabilið og því var ég með sama kjarnann og í fyrra. Ég færði Leon Mckenzie úr framlínunni og á miðjuna og það skilaði sér heldur betur því eftir þessa 12 leiki var hann búinn að skora 6 mörk.

Við kepptum að sjálfsögðu í bikarkeppnunum þetta árið og í deildarbikarnum sló ég út Huddersfield, Norwich og Blackburn en datt að lokum út gegn Chelsea, 4-1. Um jólin var tekið skemmtilegt viðtal við mig í The Sunday Mail, vegna þess að þetta litla lið væri smátt saman að klifra upp upp metorðastigan.

Sunday Mail: Jæja Vassel núna hefur þú gert Peterborough að virkilega skemmtilegu liði og hefur t.a.m. slegið út nokkur lið í úrvalsdeildinni í deildarbikarnum, hvernig ferðu að þessu?
Vassel: Ég er virkilega metnaðargjarn maður og vil alltaf vinna og þá meina ég alltaf. Leikmenn sem ég fengið til liðs við okkur eru fyrst og fremst menn sem vilja ná árangri, því ef menn hafa ekki metnað verður ekkert úr þeim í þessum harða heimi. Með sambland af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt gömlum hetjum hefur okkur gegnið mjög vel sem heild.
Sunday Mail: Það vakti mikla athygli í Englandi þegar þú tókst við Peterborough, hvers vegna tókst við þeim?
Vassel: Já ég hefði getað tekið við mörgum úrvalsdeildarfélögum en ég hafnaði þeim tilboðum vegna þess að ég vildi gera eitthvað sérstakt. Hvað er gaman við það að taka við Arsenal og gera þeim að Englandsmeisturum og þurfa að hafa ekkert fyrir því? Maður þarf að hafa einnhverju áskorun sem framkvæmdarstjóri og því valdi ég Peterborough, ásamt því að ég hélt með þeim í æsku.
Sunday Mail: Hver finnst þér hafa verið besti leikmaðurinn þinn í vetur?
Vassel: Það er erfitt að segja ég geri ofast ekki upp á milli leikmanna en ég verð nú að segja að Clint Hill hafi verið okkar allra besti leikmaður í vetur en þó er gaman að sjá Mike Duff og Lee Bradbury, því þeir hafa verið að spila fantavel sem og allt liðið. Einnig vil ég hrósa Guy Last en þessi 19 ára strákur hefur komið gríðarlega á óvart í vetur og átta marga stórleiki.
Sunday Mail: Það hlýtur að vera gaman að slá út úrvalsdeildarfélög og því spyr ég stefnið þið upp í vor?
Vassel: Jú það er alltaf gaman að slá út stórlið og það sýnir að liðið hefur alla burði til þess að standa sig meðal þeirra bestu.
Sunday Mail: Ég þakka þér fyrir þetta viðtal og óska ykkur góðs gengis í vetur.
Vassel: Takk fyrir.

Við duttum út í 3.umferð bikarsins gegn Arsenal og það bjóst auðvitað enginn við sigri og því var þetta allt í lagi, en reyndar áttum við ömurlegan leik og ég hundskammaði strákana.

Þá tók við hrikaleg taphrina og við töpuðum 6 af næstu 7 lekjum og skoruðum 5 mörk gegn 19. Var þetta versti kaflinn síðan ég tók við Peterborough og á tímabili var ég að íhuga að segja af mér en ég ákvað að takast frekar á við vandann og komast á sporið aftur. Jú ég vann síðan fimm leiki í röð og við enduðum að lokum í 7.sæti og var ég nokkuð sáttur með árangurinn og stefndi að því að kom Peterbrough upp á næsta ári.

Vona að ykkur líkaði þetta…