AC MILAN

Jæja þá var annað tíma bil búið og ég var mjög ánægður með gang mála var Ítalskur meistari og svona en brátt varð ég ekki jafn ánægður það fór að rigna inn bréfum frá mönnum eins og houllier og Wenger og voru þeir að bjóða í gjörsamlega alla leikmennina mína!! Ég neitaði öllu í fyrstu en svo fór ég að skoða hlutina betur. Ég átti nóg að pening og var í miðju verkefni í þetta sinn var það HM Félagsliða úff hljómar erfitt en það var það ekki ég rústaði þessari keppni gjörsamlega með varaliðinu mínu á meðan allir leikmennirnir mínir voru að spila á EM. En þann 19. Júlí lauk þessu öllu og ég gat farið að hugsa um leikmannaskiptin og ég byrjaði á því að selja hollenska snillinginn Seedorf til Celtic fyrir 10 m. Því að ég vissi að ég gat fengið leikmann sem mundi gera kaflaskipti í liðinu hjá mér jamm þið giskuðuð rétt frakkan Vieira . Ég bauð í hann og fékk hann á 34,5 m. Og ég gerði ekki fleiri breytingar á hópnum í bráð heldur undir bjó liðið fyrir komandi tímabil og loksins kom að því og fyrsti leikurinn var gegn Parma í Super Cup og vann ég þann leik létt 5-0 og var þar Vieira allra manna bestur og skoraði heil 3 mörk !! Svona hélt tíma bilið áfram og vann ég 25 leiki í röð ekki lélegt það. En um jólin missti ég svo Nesta á rétt rúmar 10 m. En keypti Igor Tudor í staðinn fyrir svipað verð og sé ég ekki eftir því . En stuttu eftir jól fór ég að tapa ansi mikið að mér fannst og mér finnst gott að geta kennt öðrum um svo að ég rak vara þjálfarann hjá liðinu og fékk nýjann í starfið og viti menn það virkaði . Ég leyfði honum að spila einn leik með liðinu og hann vann hann örugglega og var sá leikur ekki léttur Roma á útivelli. Svo gekk bara allt eins og í sögu ég rústaði öllum keppnum og komst í úrslita leikinn í evrópukeppni meistarliða sem var háður í róm og var gegn Barcelona. Í hálfleik var staðan 2-0 og var það Vieira með bæði mörkin og endaði leikurinn þannig og ég vann allt sem vinna var gat og vann öll þau verðlaun í lok tímabils sem ég gat hugsanlega unnið

Uppstilling:

Gk: Abbiati

DL: Maldini DR: Tudor Dc:Chamot og Roque Junior

MC : Pirlo , Vieira og Kaká

AMC : Cristiano Ronaldo

Fc : Shevchenko og Inzaghi

Bekkurinn :

Dida
Rivaldo
Rui Costa
Kaladze
Laursen
Gattuso
Cafú

4.season

Jæja Ég var orðinn besti þjálfari í heimi og auðvitað vildu þá allir leikmenn koma til mín fyrir utan Zidane og raúl og svona leikmenn sem eru alldrei seldir neitt. Ég ákvað að gera samt rótækar breytingar á liðinu og vonaði bara að ég myndi ekki skemma það (liðið sko). Og ég byrjaði eins og venjulega á því að bjóða í fullt af leikmönnum sem ég gat fengið á hagstæðu verði og sá að Antonio Cassano var á sölulista þannig ég bauð í hann og fékk hann strax á rúmar 15,5 m. Og bauð svo í Mexas frábærann varnarmann sem var hjá arsenal og fékk hann á 10,5 m . Svo tók ég nokkra æfingarleiki og svona og var allveg að fíla þetta í tætlur vann allt og alla en Dida markmaðurinn minn var unhappy þannig ég seldi hann bara til Arsenal þeir eru hvort eð er alltaf að safna gömlum markmönnum eins og seaman og lehmann hversvegna ekki að kaupa Dida líka og ég fékk 3,1 m. fyrir hann. Svo byrjaði seasonið og ég fékk Inter í heimsókn og tók þá létt 3-1. og svona gekk þetta fyrir sig og svo leifði ég Cassano að fá að sanna sig og hann gerði það gegn Juve þar sem við unnum 4-2 og hann skoraði 2 mörk og var maður leiksins ekki slaft það. Svo héldum við bara okkar striki og ég var í efsta sæti um jólin og þá fór ég aftur að spá í að selja leikmenn bara til að fá pening svo ég gæti verslað vel næsta tímabil. Ég byrjaði á að selja Castillo til stórliðsins FC Köbenhavn á 5,5 m. Svo seldi ég Igor Biscan aftur til Liverpool á 20,5 m. Græddi þar slatta . Svo seldi ég Lauren til Marseille á 3 m og að að lokum fór Gattuso til Arsenal á 6,25.
Þá var ég orðinn Rich aftur og gat farið að skoða leikmenn aftur. Og gerði það en eiddi samt ekki krónu fór og gáði hvaða leikmenn væru að fara á Bosman og ræddi við nokkra þeirra meðal annars Jaap Stam og Zambrotta og fékk þá til að ganga til liðs við mig þegar samningurinn myndi renna út og nokkra markmenn líka. Svo hélt ég bara áfram að keppa mína leiki og vinna flesta og í lok tímabils endaði ég sem sigurvegari í Ítölsku deildinni datt út gegn Dortmund í semi-final í Champins league. Og tapaði sárt 4-3 fyrir Lazio í semi-final í Italian cup en leikmenn mínir fengu slattan allan af verðlaunum t.d. besti miðjumaður í evrópu var Cristiano Ronaldo og besti markmaðurinn var Abbiati og svo var ég besti þjálfari Ítalíu . og var Shevchenko besti leikmaður ítölsku deildarinnar.

GK: Abbiati

DL: Maldini

DR: Cafú

DC: Mexés og Tudor

MC: Pirlo , Vieira og Kaká

AMC: Cassano : Ronaldo

FC: Shevchenko og Inzaghi

Og lofa ég að 5 og 6 tíma bil koma í þessum mánuði þar sem ég er byrjaður á 5 tímabili .