Þetta á að vera framtak mitt í þessari svokölluðu “sögukeppni”

Einnig á fyrri hlutinn líka að vera enn hann geturu séð hér: http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=16333588

Eftir að hafa verið í stanslausri vinnu í rúma 10 mánuði með Barnet, ákvað ég að taka mér smá sumarfrí með leikmönnum mínum. Fríið var þó ekki langt því eftir aðeins tvær vikur var ég kominn aftur upp í höfuðstöðvar Barnet, með lista yfir leikmönnum sem ég gæti hugsanlega styrkt liðið með. Fyrir komandi átök í þriðju deildinni.

Enginn leikmaður var þó kominn til okkar þegar leikmennirnir fóru að mæta aftur á æfingar 10. júlí. Þó höfðu njósnararnir mínir verið útum allt að leita. Þó var einn leikmaður kominn til okkar enn hann kom á frjálsri sölu frá Cardiff, Jason Fowler. Hann var óánægður hjá Cardiff, og hringdi ég í hann og spurði hann hvort hann vildi ekki koma til okkar, hér fengi hann nóg að spila, enn hann myndi samt verða eitthvað lækkaður í launum. Tók hann þessu vel, og kom hann því til okkar. Aðalega var ég að leita mér að sterkum varnarmanni og sóknarmönnum. Bárust okkur ótal tilboð fyrir þessar stöður og fengum við tvo mjög áhugaverð tilboð frá Newcastle. Annað var að þeir buðu okkur Steve Caldwell fyrir aðeins 250 k, og hitt var að Lomano Lua-Lua, ungur Englendingur bauðst okkur til láns út tímabilið. Bar ég þetta undir stjórnina og tók hún vel undir það. Báðir leikmennirnir voru orðnir leikmenn hjá okkur þann 21 júlí. Núna var ég búinn að styrkja þrjár stöður enn þó vissi ég að ég yrði að fá einn sóknarmann til viðbótar. Og þar sem við höfðum talsvert fjármagn lét ég njósnarana mína skoða Barry Hayles hjá Fulham. Hann var í sölu, því hann var ekki að finna sig þarna, eftir enn einn fundinn með stjórninni, varð svo úr að við buðum 800 k í hann, og var því tekið. Barry Hayles, vildi ólmur koma til okkar því hann var með flísar úr bekknum hjá Fulham. Ég var þó ekki hættur í leikmannakaupum, og fékk ég áður enn tímabilið byrjaði Jamies Bishop, ungan Ameríkumann að láni frá Wolves

Tímabilið byrjaði svo hjá okkur þegar við fórum til Margate að spila æfingaleik við samnefnt lið. Leikurinn endaði 3-2 fyrir okkur, og víst var að við þyrftum að spila miklu betri ætluðum við að standa okkur í 3. deildinni. Annars, og síðasti æfingaleikurinn var svo gegn Luton á heimavelli hjá mér. Og vannst hann 2-0 fyrir okkur, með 2 mörkum frá Rob Jones.
Eftir að hafa leikið þessa tvo leiki var svo fyrsti deildarleikurinn hjá okkur gegn Macclesfield á útivelli. Leikurinn byrjaði jafnt enn fékk svo einn leikmaður hjá Macclesfield reisupassann á 18 mín. Og völtuðum ivð yfir þá eftir það, leikurinn endaði 3-1. Næst var svo heimaleikur gegn Hartlepool og vannst hann einnig, 2-0. Eftir þetta virtist hreinlega ekkert geta stöðvað okkur í deildinni og eftir 7 leiki vorum við búnir að frátaka efsta sætið fyrir okkur, með 21 stig. Þá fengum við skell á móti Scunthorpe 3-0. Enn mínir menn létu alls ekki þetta slá sig útaf laginu og komu þá 25 leikir án taps í deildinni. 21 sigur, og 4 jafntefli. Ég var himinlifandi, enda vorum við komnir með 17 stiga forskot í deildinni og allt gekk okkur í haginn. Rob Jones, var búinn að vera stórkostlegur og var kominn með 36 mörk.

Í bikurunum gekk okkur bara þó nokkuð vel líka. Við komust 3. umferð í deildarbikarnum svokallaða með mjög fínum sigrum gegn Reading og Rotherdam. Enn Crystal Palace voru of sterkir fyrir okkur, og töpuðum við gegn þeim 3-2 í baráttuleik.. Í enska bikarnum komust við í 5. umferð. Eftir að hafa slegið út nokkuð stór lið m.a. Bradford og Stoke, enn við áttum ekkert svar við leik Preston í leik gegn þeim og rústuðu þeir okkur 4-0. Í neðrideildarbikarnum, gekk okkur alveg hryllilega, við duttum út gegn utandeildarliðinu Boston Utd. í fyrstu umferð 1-0.

Eftir mjög svo góðan kafla í deildinni, mættum við svo á heimavelli Hull, sem var í 14 sæti í deildinn. Lékum við mjög vel í byrjun og komumst við í mörg góð færi, og skorðum við úr einu slíku. Eftir það slökuðu mínir menn alltof mikið á og tapaðist leikurinn 2-1. 25 leikir án taps í deildinni, var samt mjög gott. Við héldum þó okkar striki og enduðum við deildina með 35 sigra, 7 jafntefli og 4 töp. Lokaleikurinn í deildinni var mjög eftirminnilegur því mínir menn fóru til Exeter, á útivelli til að mæta þeim. Og vannst sá leikur 8-1 fyrir okkur, með 6 mörkum frá Rob Jones.
Við vorum í 1 sæti, allt tímabilið og enduðum við mjög örugglega þar og vorum við búnir að tryggja okkur í aðra deild þegar 8 leikir voru eftir. Markahlutfallið hjá okkur var hreinst stórkostlegt og skoruðum við 134 mörk og fengum 49 mörk á okkur.

Maður þessa tímabils var tvímælalaust Rob Jones, sem var kostulegur. Hann skoraði 64 mörk á tímabilinu úr aðeins 56 leikjum. og með 11 stoðsendingar. Voru þó framherjarnir Barry Hayles og Lua-Lua, mjög fínir líkir og skoruðu þeir samtals 36 mörk. Miðjan þetta tímabilið var mjög góð með James Bishop og Jason Fowler í broddi fylkingar. Steve Caldwell var svo hjartað í varnarleiknum og var hann mjög sterkur þar.

Þetta tímabil eins og tímabilið áður spilaði ég mjög sókndjarfa taktík stundum 2-1-4-1-2, enn einnig mjög sterkt kerfi 4-3-1-2.

Þegar við spiluðum 2-1-4-1-2 var liðið yfirleitt stillt upp svona:

GK: Romain Larreu
DC: Steve Caldwell
DC: Lee Gledhill
DM: Steve Watson
ML: Mark Gower
MR: Mark Taylor
MC: James Bishop
MC: Jason Fowler
AM: Rob Jones
FC: L. Lua-Lua
FC: Barry Hayles

Enn þegar 4-3-1-2 var spiluð var það svona:

GK: Romain Larreu
DL: Robert Sawyers
DR: Lee Gledhill
DC: Mark Arber
DC: Steve Caldwell
MC: Jason Fowler
MC: James Hishop
MC: Mark Taylor
AM: Rob Jones
FC: L. Lua-Lua
FC: Barry Hayles………….


Eftir að hafa lesið þetta hugsa ég að þið vitið væntanlega hvernig ég skrifa og fleira, og nenni ég engan veginn að skrifa um næstu tímabil líka í þessum dúr, því það verða bara síendurtekningar

Best ég segi ykkur bara í stuttu máli hvernig þetta hefur gengið

Ég lenti í öðru í annari deild, enn í fyrsta í fyrstu deild.

1. tímabilið mitt í úrvaldseild endaði ég í 8 sæti.
2. tímbailð vann ég, með 101 stig
3. tímabil vann ég deildina og líka meistaradeildina.

Einnig vill ég mæla fyrir alla sem eru með neðri deildarlið að kaupa sér Rob Jones, hann skoraði geðveikt fyrir mig í neðri deildunum enn fann sig ekki alveg í úrvaldseild, getur þó verið að þetta sé bara “1.save góður maður”

Kv. Sindri