FC Köben saga

Einn vondan veðurdag í Noregi vaknaði ég kl 11 að síminn hringdi. Ég var alveg blaðþunnur og grautfúll eftir að hafa trommað allan laugardaginn í Lillehammer með hljómsveit minni, Mayhem. Ég tók upp tólið og sagði með minni ókurteisustu rödd “HVAAAAAAÐ!!!!” maður sagði í símann: “Mr. Blomberg?” “What?” “I am the president and owner of FC Kobenhavn in denmark, and i heard you were player for Hammarby FC and scored 46 goals in 25 games your only season. We here think that you should get the job.” Ég hélt að hljómsveitarmeðlimirnir væru eitthvað að djóka í mér en svo nokkrum dögum seinna fékk ég flugmiða til Kaupmannahafnar og helt ennþá að þetta væri grín, en ákvað að skella mér svo tvem dögum seinna lenti ég á Kastrup og nokkru seinna var ég kominn á Parken, og Peter Norvig heilsaði mér og útskýrði fyrir mér að ég ætti að verða nýji framkvæmdastjórinn því Hans Bache var settur í fangelsi fyrir að vera bendlaður við barnaklámhring í Köben sem teygði sig alla leið til Madrid. 1. júlí árið 2001 var ég svo kominn í kóngsins köben og tók við liðinu. Ég vildi styrkja liðið og ákvað að leita að erlendum leikmönnum og aðeins þrem dögum seinna fékk ég Odvan frá Vasco da Gama í brasilíu á aðeins 18m danskra króna, en hann var gífurlega reyndur þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára, hann hafði spilað 12 landsleiki. Sama dag fékk ég ábendingu um efnilegan dreng í úthverfi kaupmannahafnar að nafni Simran Singh, sem var Dani og Indverji, og hann samþykkti að koma. ´Landi minn, svíi nokkur að nafni Tommy Jönsson kom frá Halmsstad stuttu seinna á 6,75 milljónir danskra króna, annar efnilegur drengur að nafni Carsten Olsen gekk til liðs við liðið stuttu seinna og lokakaupin voru svo Alan Kelly frá Blackburn á 12 milljónir danskra ´króna. Sá leikmaður sem var óánægðastur með mig hjá liðinu var seldur til Hartlepool á 9.25 milljónir danskra króna.

Liðið fór í aðra umferð meistaradeildarinnar, og ferðalag var farið til Eistlands. Við komumst yfir með marki frá Carsten Freedgaad en þeir skoruðu tvö mörk. Ég hélt fúll heim til Danmerkur og næsti leikur var gegn AB sem við unnum 1-0. Svo kom næsti leikur gegn eistunum(illa orðað:-D) og þá skoraði Sibusiso Zuma þegar 12 mín voru eftir og við komnir áfram. Svo kom útileikur sem vannst auðveldlega. Næstu 15 deildarleikir voru unnir þartil leikur gegn AGF þarsem Odvan var eini sem stóð sig vel, með góða umsögn blaðanna þrátt fyrir 2-0 tap. Í næsta leik heimtaði ég sigur eða að liðið þyrfti að vakna 7 á morgnanna til að mæta á 5 klukkutíma æfingar þarsem Justin Timberlake hljómaði
allan tímann. Það blés lífi í leikmenn sem unnu næsta leik gegn Bröndby 5-3 þarsem Todi Jónsson skoraði þrennu á seinustu 11 mínútum eftir að ég hafði verið búinn að panta diskanna.
Næstu þrír leikir voru markalaus jafntefli og þá var ég orðinn fúll. Ég notaði Timberlake dæmið aftur og tapaði bara seinustu tvem leikjum tímabilsins en þá leyfði ég varaliðinu að spreyta sig og simran singh skoraði tvennu. Mikil viðhöfn var þegar að liðið fékk bikarinn. Ég byrjaði vel.

En þá að meistaradeildinni. Rosenborg kom á Parken þann 8. ágúst og var búist við mörgum að koma því FC Köbenhavn hafði aldrei komist í meistaradeildina áður. Eftir tveggja mínútu leik skoraði Wisnæs og ég varð æfur. Í hálfleik öskraði ég einsog ég væri söngvari í Metalsveit á þá og Sibusiso Zuma setti einn í netið sem varð til að ég slakaði á í því að reykja á hliðarlínunni.
Næsti leikurinn gegn´Rosenborg var í Þrándheimi. Eftir 13 mínútna leik skoraði Christer George. Ekkert gerðist markvert þartil Terje Skjeldestad, markmaður Rosenborg var rekinn útaf á 50 mínútuog Thomas Roll Larsen tók vítið og skoraði ég varð ánægður, en Christer George skoraði 10 mín seinna og þá var Meistaradeildarsæti úr sögunni en UEFA bikarinn blasti við. Í fyrstu umferðinni fékk ég Sturm Graz. Fyrri leikurinn fór 0-0 í GRaz en hinn leikurinn fór 4-1 þarsem Todi Jónsson skoraði öll mörkin og Alan Kelly varði víti. Næsti leikur var gegn AC Milan , og hann fór samanlagt 7-2 fyrir þeim, og ég varð útúr efrópukeppnum í bili

Danski bikarinn, þar gekk mér illa. Fyrsti leikurinn gegn Brondby tapaðist 2-0 og ég varð ógeðslega fúll.

Leikmaður ársins varð Sibusiso Zuma hjá mér og Todi Jónsson varð í öðru. En ungi leikmaður ársins var Thomas Roll Larsen.

Liðið varð ánægt eftir tímabilið og ég var ráðinn áfram.