Í dag kom tilkynning frá Sports Interactive og Eidos sem hafa í sameiningu séð um framleiðslu og dreifingu á Championship Manager síðan 1995 um að skilnaður væri yfirvofandi.
Hingað til hefur SI séð um grunnvinnu varðandi leikinn, safnað gögnum, séð um forritun og og prófanir meðan Eidos hefur séð um framleiðslu og dreifingu. Eidos á nafnið “Championship Manager” meðan SI á gagnagrunninn, leikvélina og alla foritunarkóðana sem gera leikinn eins og hann er í dag. Þessi “skilnaður” verður til þess að á næsta eða þarnæsta ári má búast við tveimur útgáfum af leiknum. SI ætlar að halda áfram að þróa leikinn sem þekkjum og höfum spilað en í framtíðinni mun hann koma út undir öðru nafni. Eidos ætlar hins vegar að þróa nýjan leik frá grunni undir nafninu Championship Manager.
Þessi skilnaður er til kominn vegna ólíkra viðhorfa fyrirtækanna á því hvernig leikurinn á að þróast í framtíðinni en búið er að samþykkja að SI og Eidos gefi út eina útgáfu enn af leiknum áður en leiðir skiljast. Championship Manager 03/04 kemur út á síðasta ársfjórðungi þessa árs(október-desember)og bæði SI og Eidos lofa því að það verði besti leikurinn sem gefinn hefur verið út hingað til.