-= Halifax Town =-  {Partur 1, utandeild} Hvað er betra en að slaka á fyrir framan tölvuna eftir erfiðan vinnudag ? Ég hafði verið að selja hlutabréf hingað og þangað á Wall Street (ég bjó í New York). Ég rakst þá allt í einu á skemmtilega síðu, www.skessuhorn.is og sá þar á forsíðunni “Nýjan framkvæmdarstjóra vantar strax !!”. Ég ákvað að lesa þessa frétt og sá þá að áhangendur og stjórar Halifax Town voru ósáttir með gengi liðsins á undanförnum árum og að þeir þyrftu nýjan framkvæmdastjóra þegar í stað. Halifax Town breskt utandeildarlið sem hafði ekki komist upp um deild svo áratugum skiptir. Ég ákvað að slá til og senda inn umsókn til þeirra og nokkrum dögum síðar fékk ég bréf í póstinn þar sem þeir voru tilbúnir til að ráða mig sem framkvæmdarstjóra Halifax Town. Innan þriggja sólarhringa var ég kominn til Halifax borgar og hafnar voru viðræður milli mín og Doug Tait, eiganda liðsins. Hann sagði við mig að fjármunir Halifax væru af skornum skammti og bjóst einnig við mjög erfiðu tímabili í utandeildinni. Fall þýddi það sama og vera rekinn. Ég var ráðinn og það fyrsta sem ég gerði var að athuga fjárhaginn. Ég fékk nett sjokk þar sem ég hafði engan pening 0 k. Ég sendi njósnara mína til Skotlands og bað þá um að fylgjast með leik Stirling og Elgin City í skosku annari deildinni. Þeir voru mjög ánægðir með tvo leikmenn, framherjar báðir annar hét Graeme Morrison úr Stirling og hinn hét Richard James úr Elgin City. Ég bauð þeim strax lánssamning út tímabilið og þeir samþykktu öll kaup og kjör og þar með orðnir leikmenn mínir, þ.e.a.s út tímabilið.

Ég hafði varla komið mér almennilega fyrir í Halifax borg þegar við þurftum að fara til Norður-Írlands að spila tvo æfingaleiki. Fyrri leikurinn var gegn Coleraine og tapaðist sá leikur 2-1. Ekki riðum við feitum hesti í næsta leik sem tapaðist 1-0 gegn Ards. Þetta voru mjög dapur úrslit og ég sá fyrir mér erfiðan vetur, nánast Frostaveturinn mikli 1918. Southend ágætis lið úr 3. deild vildu endilega taka æfingaleik við okkur á The Shay (heimavöllur Halifax). Ég tók þessu boði og leikurinn settur á laggirnar þann 26. júlí 2001. Stuart Elliott setti boltann í netið hjá Southend mönnum á 29 mín. og þar við sat. Faxar höfðu farið með sigur af hólmi.

****DEILDIN****

Fyrsti leikur utandeildarinnar hófst með leik Leigh RMI og Halifax. Faxar komu vel stemdir í þennan leik og unnu hann 0-2. Þeir gáfu ekkert eftir í næsta leik og unnu Chester 1-0. Efstir eftir tvo leiki með fullt hús stiga, það gerðist varla betra. Það tók svolítinn tíma fyrir mína menn að átta sig á þessu enda bjóst enginn við þessu. Jafntefli í næsta leik á útivelli á móti Burton Albion var svo sem ágætt en strákarnir sýndu það og sönnuðu á Skeiðvelli á móti Dagenham & Redbridge (Dag & Red) að þeir ætluðu svo sannarlega að leika í 3. deild að ári. Þessi leikur var gríðarlega skemmtilegur, bæði fyrir áhangendur Halifax og stjórnarmenn og mig náttúrulega. Steven Kerrigan kom okkur yfir strax á 15 mín. og aðeins fimm mínútum síðar skorar Simon Parke og staðan því orðin 2-0 eftir aðeins 20 mín. leik. Það tók Simon Parke ekki langan tíma að bæta við þriðja marki Faxa og öðru marki sínu því á 24. mín gerist það að glæsileg sókn hefst með því að Lee Butler (GK) gefur út á Niall Hudson (DC) sem flengir tuðruna fram og S. Parke er þar einn á auðum sjó og sleppur í gegn og skorar. GLÆSILEGT MARK !!!! 3-0 í hálfleik og knattsveinar Dag & Red sýna að knatthæfileikar þeirra eru ekki upp á marga fiska. Ég sagði við mína menn að leikurinn væri ekki nærri því búinn og eina sem við þurftum að gera væri að bæta við, ekki leggjast of snemma í vörn heldur halda áfram þessum sóknarbolta. Steven Kerrigan skorar síðan fjórða mark Faxa og annað mark sitt á 62. mín. og staðan orðin 4-0. Það var svo þrem mínútum síðar að Steve Bushell rak smiðshöggið og staðan orðin 5-0 fyrir Halifax og þar við sat. Lokatölur 5-0.

Efstir í deildinni um áramótin í harðri baráttu við Stevenage og Barnet sem höfðu sótt á í síðustu leikjum. Ég var farinn að verða örvæntingarfullur þar sem við höfðum aðeins náð 3 stigum í seinustu þrem leikjum, sem sagt þrjú jafntefli í röð. En oft hafði ég heyrt þá speki að það lið sem væri efst um jólin og áramótin yrði meistari. Ég vissi ekki hvað væri mikið til í þessu en það var þó ágætt að vita af þessu. 13. apríl 2002 rann upp og heimaleikur við Yeovil. Strákarnir vissu að ef að við mundum vinna hefðum við 7 stig á Stevenage sem voru í 2. sæti og 7 stig þegar 2 umferðir voru eftir, jú þið ættuð að vita það….. Yeovil byrjuðu leikinn mjög vel og á 11. mín. leiksins fá þeir hornspyrnu. Hár bolti kemur inní teig og Christian Hyslop stekkur manna hæst og það næsta sem maður sá var að boltinn þandi út netmöskvana, enginn smá skalli !!! Skeiðvöllur þagnaði….. þetta var eins og maður hefði heyrt öskur deyja út í fjarska. Yeovil menn voru komnir 0-1 yfir eftir glæsimark C. Hyslop. Leikmenn Halifax voru ekki lengi að ná sér eftir þessa köldu vatnsgusu sem þeir fengu strax framan í sig í byrjun leiks því að Yeovil menn voru rétt búnir að stilla sér upp í vörn þegar Simon Parke óð í gegnum vörnina og lagði hann snyrtilega í netið. Stuðningsmenn Faxa tóku gleði sína á ný og þessar 1800 sálir sem horfðu á leikinn fögnuðu gríðarlega. Staðan 1-1 í hálfleik. Fátt markvert gerðist í siðari hálfleik en á 70. mín dró til tíðinda. Richard James var sloppinn einn í gegn þegar það var brotið á honum. VÍTI !! R. James tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Skeiðvöllur nötraði allur og skalf þegar stuðningsmenn Halifax sáu boltann í netinu og staðan orðin 2-1 fyrir Faxa. Leikur Yeovil manna var ekki sannfærandi síðustu mínúturnar og leiknum lauk með 2-1 sigri Halifax Town. Þegar öllum varð ljóst að Halifax Town væru að fara að leika í 3. deild að ári, ærðist allt. Götur Halifax borgar fylltust af trylltum stuðningsmönnum Halifax því að vinna utandeildina var eins og að þeir hefðu orðið heimsmeistarar. Fánar voru dregnir að húni og sigursöngvar sungnir á pöbbum borgarinnar langt fram undir morgun. Loksins loksins Halifax Town í 3. deild. Siðustu 2 leikirnir enduðu með 1-1 og 2-2 jafntefli á móti Woking og Farnborough. Halifax Town utandeildarmeistarar 2001.

****BIKARKEPPNIRNAR****

Við tókum þátt í þrem bikarkeppnum og ekki komumst við langt í þeim öllum. Í elstu bikarkeppni heims, FA Cup þurftum við að fara í gegnum Qualifying Round og lentum við á móti Gateshead á útivelli. Við vorum 4-0 yfir í hálfleik en eins og svo oft áður lögðumst við of snemma í skotgrafirnar og náðu leikmenn Gateshead að saxa á forskotið en við unnum leikinn 4-3. 1. umferð í FA Cup og fengum við Boston Utd. lið úr 3. deild. Ekki sýndu þeir nú sannfærandi leik, miðað við lið úr 3. deild enda vann litla liðið þá “stóru” 3-0. Utandeildarliðið Northwich Vics kom í heimsókn á The Shay í annarri umferð FA Cup og eitthvað voru mínir menn daprir í þessum leik. Það var eins og við kæmumst ekkert almennilega í gang enda töpuðum við leiknum 1-2 og þátttöku okkar þar með lokið í FA Cup. Því miður. En það var nóg eftir enda vorum við í þremur bikarkeppnum, það þýðir ekki að hengja haus og halda að allt sé búið þrátt fyrir að einn leikur hafi farið úrskeiðis. FA Trophy, önnur umferð leikur gegn Droylsden. Droylsden lið sem hefur fallið úr utandeildinni og þar af leiðandi ekki í neinni deild. Öruggur sigur 3-0 var í höfn og 3. umferð blasti við. Dag & Red voru næstu keppinautar og þeir ætluðu sér sko að hefna fyrir flenginguna sem þeir fengu fyrr um veturinn þegar við gjörsigruðum þá 5-0. En það var eins og að mínir menn hafi hugsað á þessa leið: “Dag & Red pff… það er bara aulalið, unnum þá 5-0 seinast!”. Þetta var án efa lélegasti leikur Halifax Town síðan ég tók við þeim. 1 skot á mark eftir 45 mín. á móti 8 hjá Dag & Red og staðan 2-0 í hálfleik. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Dag & Red og við vorum bara yfirspilaðir í þessum leik. Þátttöku okkar í FA Trophy var þarna formlega lokið. Framrúðubikarinn (Vans Trophy Northern Section) er alltaf skemmtileg bikarkeppni. Neðsta lið 3. deildar, Scunthorpe kom í heimsókn og biðu þar ósigur í fyrstu umferð 2-1. Í 2. umferð fengum við Port Vale úr annarri deild og þurftum við að fara í heimsókn til þeirra. Stórt tap blasti við 4-1. Þátttöku okkar í Framrúðubikarnum svokallaða var hér með lokið.

Leikkerfið 4-3-3 kom mér að góðum notum þetta árið og byrjunarliðið var þannig skipað:

GK - Lee Butler
DL - John Beresford
DC - Niall Hudson
DC - Phil Haigh
DR - Craig Smith
MC - Stuart Elliott
MC - Steve Bushell
MC - Robert Herbert
SC - Steven Kerrigan
SC - Graeme Morrison
SC - Richard James


Þessi saga er framlag mitt í sögusamkeppnina og ég tek það fram að ég spila CM 01/02 með update 3.9.68.

Takk fyrir mig

kv. Geithafu