Framlag mitt í sögusamkeppnina - KR Ég hafði spilað með nokkrum liðum á borð við Skallagrím, Chelsea, Rangers og Celtic (var ekkert alltof vel tekið á móti mér í fyrsta leiknum gegn Rangers) en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun vegna meiðsla 27 ára gamall. Ég flutti þá heim til Íslands og kom mér vel fyrir enda hreint andskoti efnaður. Var þá hringt í mig frá nokkrum 3.deildar-liðum og spurt hvort að ég væri alveg hættur, sem að ég var.
Enn einu sinni stendur: You have 1 new message. Ég kíki á það og sé að það er frá KR-ingum. Eitthvað er ég nú hissa en kíki á það og sé að mér var boðið að taka við þjálfun liðsins. Ég hugsa mig nú um smástund. tala við konuna en segi að lokum: Já. Og þar með er ég orðinn þjálfari KR.

Ég byrja 1.4 1998, ætla mér að styrkja hópinn fyrir tímabilið og fer því á flakk um Evrópu.

Ég byrjaði nú reyndar á því að skreppa til Argentínu og semja við argentínska vinstri bakvörðinn Mauricio Aros. Skemmtilegur náungi en var bara svikari með falskt vegabréf en ninn rétti Aros var, tja, Guð veit hvar! Svo að hann reyndist ekki notlegur.

En, frá Argentínu fór ég til Evrópu og til Torino-borgar. Þegar að ég kem kíki ég inn á kaffihús, gríp einn cappucino og ætla að drífa mig út, þegar að ég sé náunga úti í horni sem að mér finnst ég kannast við. Labba ég upp að borðinu til hans og spyr hann að nafni. Er þar kominn hægri bakvörður Juventus, Massimo Paci. Hann segist hafa drepið unnustu sína og bíði hér eftir lögreglunni. Ég segi við hann: ‘'Af hverju forðarðu þér bara ekki?’' Hann segir: ‘'Ég gæti spilað fótbolta í fangelsinu en ekki ef ég verð á stöðugum flótta út um allan heim’' Ég hugsaði mig um en segi síðan: ‘'Veistu eitthvað um Ísland?’' Hann segist vita eitthvað um náttúruna. Ég segist geta útvegað honum falskt vegabréf gegn því að hann spili fótbolta með KR, liði í Reykjavík. Hann stendur upp, þakkar mér fyrir og segir mér að drífa sig út í bílinn sinn. Ég stend eilítið hissa en elt hann þegar að ég heyri í sírenum.

Alessandro Toracelli fór beint til Íslands, en ég fór til Rómar að athuga hvort að ég fyndi eitthvað þar.
Sergio Conceicâo varð eitthvað uppsigað við Sven Göran (?) þjálfara Lazio svo ég býð honum að koma til Íslands. Hann neitar í fyrstu en hugsar sig um aftur þegar að ég beini byssu að honum.

Roberto Rambaudi var fyrir utan, ætlaði að fara að hringja á lögguna þegar að ég skýt í gemsann hans, og gefst hann þá strax upp. Þannig að fyrir 10.0 miljónir ÍSL kr. kemur Rambaudi, Sergio á 6 en Toracelli frítt.

Allt gekk vel á Ítalíu svo ég sný aftur heima til Íslands. Ég millilendi í Manchester og ákveð að skoða borgina.

Kíki ég meðal annars á æfingu hjá Man Utd, sé þar stórefnilegan Norðmann að nafni Erik Nevland, svo að ég múta honum með kók í dós, svo að hann féllst á að koma. Eftir smá íhugsun og nokkur skot ákveðu Alex að selja mér hann á 7.2 miljónir ÍSL kr.

Aftur millilendi ég en nú í Danmörku, í Aarhus. Hitti ég þar Tómas Inga Tómasson sem sagði mér að hann væri kominn með heimþrá og vildi sofa með bangsann sinn, svo að ég spyr hann hvort að hann vilji koma heim til Íslands og spila með KR. Hann hoppar hæð sínaí loft upp en segir síðan: ‘'Má kærastinn minn koma með?’' Ég svara honum játandi, með því skilyrði að hann kunni fótbolta. Reyndist Tommi vera trúlofaður Kim Christensen, sem var bara sæmilegur í fótbolta, svo að þeir koma fyrir samanlagt 2.5 miljónir ÍSL kr.

Þegar að ég kem heim til Íslands kemur 17 ára frændi minn, Emil Sigurðsson úr Skallagrími, og spyr hvort að hann megi fá að spila með KR. Þar sem að þetta er frændi minn svara ég honum auðvitað játandi, svo að hann var keyptur á 600.000 kr.

Ég skrepp út á Selfoss, af hverju veit ég ekki, og lendi þar í að spila póker með Einari Jónssyni, þjálfara Selfyssinga. Þegar að hann er blankur leggur hann Anton Hartmannsson markvörð Selfyssinga undir og tapar svo eins og vanalega þannig að ég er kominn með 3. markvörð.
Í Þýskalandi, nánar tiltekið í Mainz, var Ungfrú Heimur haldin, svo ég fer þangað í von um nokkrar stelpur. Sný ég heim með þátttakenda Íslendinga í keppninni, Helga Kolviðsson.

Ég skrepp síðan til Mexíko og svona til tilbreytingar ákveð ég að vera heiðarlegur. Það tókst nú ekki þar sem að ég drap ‘'óvart’' útsendara Valsara í Mexíkó til að ná í Ever Moas frá America.

Ákveð ég að þetta væri nú alveg nóg í bili svo að ég keypti ekki fleiri leikmenn.

Skemmst er frá því að segja að KR-ingar féllu úr deildinni, þar sem að aðeins 3 félög vildu láta múta sér (nefni engin nöfn en byrja öll á Í) og með 18 stig fer ég niður. Forráðamenn hinna liðanna meiddu sig örlítið á milli augnanna.

Í Bikarkeppni KSÍ þá náði ég að múta mér inn í 8-liða úrslit, en þó að ég hefði mútað öllum lekmönnum Valsara nema einum, Arnóri Guðjohnsen, taldi það nú varla þurfa, en hann skoraði 5 mörk á móti mér og við töpum 5-0. Og hann var einn inni á vellinum.

Hann hætti eftir tímabilið.

Ég skrifa kannski meira, um hvernig ég mútaði Íslandi næstum inn á HM, og hvernig sumir spiluðu ekki fótbolta eftir að hafa óhlýðnast LÁRUSI FINNSYNI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

(þessi saga er úr CM2 Ísland)