Það tilkynnist hér með að head-researcher staðan hér á Íslandi er því miður ekki lengur laus til umsóknar!
Eftir miklar vangaveltur og ítarlega sálarskoðun(soul-searching heitir það víst á ensku) hafði ég samband við Mark Woodger hjá SI og spurðist fyrir um stöðuna, hvort búið væri að ráða í hana eða gera aðrar ráðstafanir. Woodg tilkynnti mér að umsóknir hefðu borist og að sumar þeirra litu vel út en að þar sem ég hefði reynsluna og hefði staðið mig vel þá væri mér velkomið að halda stöðunni áfram sem ég þáði!

Ég vona að þetta valdi ekki ósætti hjá þeim sem hafa sótt um eða hafa hugsað sér að gera það og ég vona að þeir skilji að ég get hreinlega ekki hætt fyrr verkinu er lokið, þegar loks verður hægt að spila íslensku deildina í CM. Eftir að hafa staðið í þessu í tvö ár, þá gat ég ekki hugsað mér að draga mig út með hálfklárað verk. Ég vona líka að þeir sem sem sóttust eftir stöðunni verði mér e.t.v. innan handar í að gera leikinn ennþá betri og með því ná sér í reynslu sem ótvírætt nýtist þeim þegar staðan mun losna.

Ég lofa því hér og nú að þegar íslenska deildina verður orðinn fastar hluti af CM-seríunni þá mun ég draga mig í hlé og eftirláta stöðuna öðrum.

Kveðjur góðar
GettuHve