Hefur þú einhverntímann pælt í hvort að þú sért jafn góður í CM og vinur þinn eða kunningi?? Í þessu prófi getur þú fundið það út með því að svara nokkrum einföldum spurningum um CM og hvernig þú spilar þennann frábæra leik.

Hver spurning gefur stig frá 1-4 og það er alveg fullkomlega tilgangslaust að svara öllum spurningum þannig að þú fáir 4 stig útúr þeim öllum og monta sig svo af þeim.

Spurning 1.

Þegar þú ert að byrja á nýju seivi þá ertu líklegri til að velja þér…

A: Uppáhaldsliðið þitt [1]
B: Eitthvað stórlið [2]
C: Lið sem er við miðja deild [3]
D: Neðrideildarlið sem á engann pening [4]

Spurning 2.

Þegar að þú ert að pæla í að kaupa leikmann þá…

A: Skoðar hann ekki… bara kaupir hann! [1]
B: Lætur “skátana” þína skoða hann [2]
C: Fylgist persónulega með honum í einum leik [3]
D: Fylgist gætilega með honum í nokkrum leikjum [4]

Spurning 3.

Hvenær myndir þú sekta/aðvara leikmann?

A: Ég sekta bara gaura sem að mér er illa við í alvöru [1]
B: Þegar að hann spilar illa í einum leik [2]
C: Þegar hann er vandræðagemsi (t.d. Anelka) [3]
D: Þegar menn eru að standa sig ömurlega á vellinum og halda að þeir séu hafnir yfir lög knattspyrnunnar [4]

Spurning 4.

Hvað gerir þú við Anelka þegar að hann lætur illa??

A: Býð honum nýjann samning [1]
B: Læt hann bara vera [2]
C: Sekta hann! [3]
D: Set hann á sölulista [4]

Spurning 5.

Einn af leikmönnum þínum er alltíeinu að spila illa og er með einkunnina 4. Hvað gerir þú í málinu??

A: Æ, það skiptir ekki máli… hann er ekkert góður hvort sem er [1]
B: Lætur hann halda áfram að spila og athuga hvort hann lagist ekki [2]
C: Þú tekur hann útaf [3]
4: Athugar hvort að hann sé spilaður út úr stöðunni sinni eða eitthvað annað [4]

Spurning 6.

Notar þú “Ofurkerfi” (t.d. WWW2 Hard Tackling)

A: Auðvitað, hvar væri ég annars [1]
B: Bara þegar ég virkilega þarf [2]
C: Ég nota bara mín eigin kerfi [3]
D: Ofurkerfi??? [4]

Spurning 7.

Þú hefur 10millz til að eyða í leikmenn. Þú….

A: Eyðir öllu [1]
B: Kaupir góða leikmenn fyrir næstum allt [2]
C: Þú biður um að unglingaþjálfun verði bætt [3]
D: Þú notar unga leikmenn hjá liðinu og sparar peninginn [4]


Spurning 8.

Kaupir þú svindleikmenn (t.d. Tó Madeira)?

A: Jáhá, þeir eru geðveikir!!! [1]
B: Æ, akkurru ekki, þeir eru þarna eftir allt saman [2]
C: Ég reyni að forðast það [3]
D: Ónei, ég er of góður fyrir það [4]

Spurning 9.

Hversu oft á CM ferli þínum hefur þú verið rekinn?

A: 10+ [1]
B: 6-9 [2]
C: 3-5 [3]
D: 0-2 [4]

Spurning 10.

Hversu lengi hefur þú verið hjá sama klúbbnum??

A: 0-2 tímabil [1]
B: 3-5 tímabil [2]
C: 6-9 tímabil [3]
D: 10+ tímabil [4]

Niðurstaða!

10-15 stig: CM ekkert fyrir þig kallinn minn…

16-21 stig: Þú ert stórliðakall en þegar neðar dregur er ekkert í þig spunnið.

22-27 stig: Nokkur tímabil með Millwall er eitthvað fyrir þig. Allt þar fyrir neðan er ekki fyrir þig.

28-33 stig: Þú ert mjög góður CM spilari og skilar hlutverki þínu með ágætum í hvaða starfi sem er. Þú ert samt enginn meistari.

34-40 stig: Hinn útvaldi er meðal oss!!!