Jæja hér er það komið viðtalið sem að ég tók. Þetta er reyndar meira spurningarlisti þar sem að ég sendi spurningar á hann og hann svaraði með mail-i.
Mér bárust ekki margar spurningar í skilaboðaskjóðuna en vona að ykkur líki við þessar sem á eftir koma.


——————————————– —————————————-
S: Af hverju er íslenska deildin ekki komin í leikinn?
Við hreinlega urðum undir í sankeppninni við tímann. Við vildum tvöfalda deildafjöldann frá því sem áður hefur verið og ætli við höfum ekki miðað aðeins of hátt í þetta skiptið. Við forgangsröðuðum deildunum eftir því hvaða deildir hafa verið áður, svo komu 8 deildir sem áttu að koma í CM 01/02 en komust ekki. Eftir það létum við forritarana hafa frjálsar hendur með hvaða deildir þeir vildu láta inn í. Þeir völdu þær deildir sem auðveldast var að setja inn í. Við enduðum með 39 deildir og svo 4 í aukapökkunum.
Það eru ýmsir orðrómar á kreiki, en þetta er nákvæmlega eins og það var.
Við viljum biðja alla íslenska aðdáendur leiksins afsökunnar en þær 8 deildir sem eftir eru eru forgangsverkefni í næstu útgáfu leiksins.


S: Á hverju byggið þið þegar þið ákveðið hæfni leikmanna sem þið þekkið ekki til, t.d. leikmanna á Íslandi?
Þetta er mjög huglægt mat en við höfum viðmiðunarreglur sem við dreifum til þeirra sem leita að leikmönnum fyrir okkur. Það verður að þróa með sér tilfinningu fyrir möguleikum leikmanna í framtíðinni og ákvarða framtíðarmöguleika leikmanns á því í leiknum. Við höfum sérstakt kerfi sem eru aðallega notað á unga leikmenn. Við dæmum þá með –1 eða –2 eftir því hversu góðir þeir eiga eftir að verða. –1 fyrir leikmenn sem eru líklegir í U-21 landslið og hafa hæfileika til að leika í efstu deildum um allan heim. –2 er mjög sérstök einkunn og er aðeins gefin undrabörnum, Wayne Rooney sem frábært dæmi.
En oft veljum við þó að sleppa að láta nokkra einkunn á leikmenn og ákvarðar leikurinn þá getu leikmanns, byggða á aldri, stöðu og klúbbi. Tölurnar eru mismunandi eftir save-um og því er einn leikmaður stundum góður hér en lélegur annars staðar.
Könnun á leikmönnum fer því fram alls staðar, alltaf svo að við getum lært meira um leikmenn og haft leikmanna gagnasafnið betra.


S: Notið þið einn eða fleiri leitarmenn í litlum löndum?
Aðalreglan er sú að það eru einn eða tveir yfir leitarmenn sem geta svo fengið undirmenn til að hjálpa sér við að skoða leikmenn og dæma þá. Þessir aðstoðar menn eru oftast áhangendur eins ákveðins liðs og sjá það lið keppa oft og geta því sagt til um hverjir eru að standa sig og hverjir ekki. Þeir fá litla útgáfu af gagnagrunninum til að geta fært inn nýjar tölur um leikmenn, þessar upplýsingar senda þeir svo áfram til þess eða þeirra sem eru yfir leitarmenn í viðkomandi landi.

Svo ég fari aðeins út af sporinu, þá langar mig að auglýsa það að í augnablikinu er enginn „head researcher (yfir leitarmaður)“ á Íslandi. Sá sem var fyrir hefur unnið frábært starf en hann þurfti því miður að hætta vegna anna og því hefur staðan losnað. (Nánari upplýsingar um starfið má fá í tilkynninga kubbinum.)


S: Mun koma út CM 03/04? Eða getur verið að þetta verði sami leikur með uppfærðri dagsetningu og öllum villum eytt?
Við munum gefa út CM fyrir 03/04 tímabilið. Hann mun innihalda nýjungar sem ég get ekki upplýst um á þessari stundu, því miður. Við vonumst svo að allar þær villur sem voru í CM4 verði úr sögunni.


S: Vissuð þið um allar þessar villur þegar þið gáfuð út leikinn?
Við vissum að það voru ennþá hlutir sem við hefðum getað lagað og að leikurinn var ekki í fullkomnu standi. Því miður hafa engir okkar leikir verið fullkomnir við útgáfu og ef við hefðum viljað bíða eftir því, hefðum við þurft að bíða að eilífu.

CM4 hefur verið í þróun í nálægt 4 ár og hefur verið okkar metnaðarfyllsta verkefni hingað til. Leikurinn var gefinn út í mjög traustu ástandi og prófanir höfðu staðið yfir í nokkra mánuði. Því miður er bara ómögulegt að laga allar villur í hugbúnaði af þessari stærð – þetta er myrkur raunvöruleiki hugbúnaðar iðnaðarins – og við höfum lagt mikið á okkur við að minnka óþægindin eins og við getum. Prófunar og forritunar liðin hafa lagt allt í sölurnar og nú eru 4 aukapakkar komnir út og styttist í þann fimmta (núna kominn út). Þetta er gert til að gera leikinn eins góðan og hægt er.


S: Er það ásættanlegt að gefa leikinn út í því ástandi sem hann var í þegar að hann kom?
Eins og ég sagði að ofan hefðum við beðið endalaust með að gefa leikinn út ef hann hefði átt að vera villulaus. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta og breyta til að gera leikinn betri. Við vorum komnir á þann punkt að við vorum sáttir með að gefa hann út og við vorum sáttir þegar hann var gefinn út.

S: Á að minnast Marc Vivien Foe á einhvern hátt í leiknum?
Þetta var afar sorglegur atburður og kom á óvart, sérstaklega fyrir þá sem þekktu hann sem raunvörulegan leikmann.
Hins vegar er lítið sem við getum gert án samþykkis fjölskyldunnar og við viljum ekki vera að trufla þau í sorginni með spurningum um tölvuleik.

S: Eru einhver plön byrjuð með CM5 eða viljið þið bíða og sjá hvernig CM4 reiðir af?
Við byrjum vanalega strax á næstu kynslóð eftir útgáfu á fyrsta leik í nýrri kynslóð. Sumir hjá Sports Interactive munu byrja að vinna að næsta leik meðan aðrir klára CM4 og þá leiki sem munu fylgja honum.

S: Er ykkur ógnað af öðrum knattspyrnustjóraleikjum eins og TCM?
Við fylgjumst að sjálfsögðu með þeirra verkum en í augnablikinu erum við enn að bíða eftir alvöru keppniauti við okkar leik.

S: Spilar þú leikinn mikið sjálfur?
Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma í það. Aftur á móti höfum við það sem reglu hjá SI að allir starfsmenn verða að spila leikinn upp að einhverju marki. Þetta þykir mér mjög mikilvægt, þar sem að það er gott fyrir alla að sjá hvernig varan þeirra virkar.
Þangað til að við gáfum leikinn út prófaði ég leikinn á þeim sviðum sem koma mér mest við (leikmanna listar og þýðingar/skýringar (research and translation)). Eftir að leikurinn var gefinn út tók ég við Portsmoth til að sjá hvort ég gæti náð sama árangri með þá í CM og þeir náðu í raunvöruleikanum. Því miður gekk það ekki eftir en ég er þó í þriðja sæti þegar að tíu leikir eru eftir. Meiðsli leikmanna eru reyndar heldur mikil þessa stundina fyiri mig til að ráða við…

S: Hve margir leikmenn eru í leiknum með allar deildir í gangi ?
Í gagnagrunninum eru 210.000 starfsmenn (leikmenn, þjálfarar o.s.frv.). Aftur á móti er ekki víst að allir kæmu upp en það kæmi hellingur. Ég mæli þó ekki með að nota allar allar deildirnar.

S: Mun verða möguleiki að save-a higlight-in í .mpg eða annars konar kvikmyndafæla, til að geta haldið samkeppnir á CM síðum um fallegasta mark o.s.frv.
Þetta er hugmynd sem við höfum haft og er í skoðun, og þó ég lofi ekki neinu er stefnt að þessu í framtíðinni.

S: Var 2-D vélin það sem leikurinn þarfnaðist?
Ég var ekki á þeirri skoðun fyrir fram. Ég hélt að hún tæki allt ýmindunarafl úr leiknum. Eftir að hafa notað hana er ég á annarri skoðun. Mér finnst þetta frábær viðbót við leikinn og ég gæti ekki spilað hann án hennar núna.

S: Er 3-D framtíðin?
Eftir ótrúlegar viðtökur við 2-D vélinni hljótum við að skoða hvernig er hægt að bæta hana. Hvort að 3-D sé endinlega lausning veit ég ekki en hitt er víst að ef það er auðvelt í framkvæmd og gefur leiknum eitthvað sem hann hefur ekki núna eru allar líkur á að það gæti verið framtíðarlausn.

S: Voru það mikl vonbrigði að geta ekki sett leikinn á Bandaríkjamarkað?
Við erum framleiðendurnir en ekki dreifingaraðilinn og því er þetta ekki í okkar höndum. Við höfum reynt að koma leiknum sem víðast og fyrir okkur voru þetta því mikil vonbrigði, það verður ekki annað sagt.

S: Er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir leikinn?
Þar sem við höfum ekki gefið leikinn þar út, erum við ekki vissir hversu stór markaðurinn er. En við vitum að það er viss hópur sem hefur áhuga á knattspyrnu og annar hópur sem hefur áhuga á góðum uppbyggingarleikjum. Með góðri kynningu hefðum við eflaust náð til einhverra í þessum hópi.
———————————–


Vona ég að þið hafið orðið einhvers vísari og vonast ég einnig til að geta endurtekið leikinn síðar meir. Það verður þó ekki nema að fleiri sendi inn spurningar.