Dagbók Peter Anderson Wolves fan #1

9.Júlí.02


Það fer að stittast í að tímabilið hjá Úlfunum byrji og hlakka ég

til að fara að sjá þá spila aftur. Ég er samt frekar ósáttur við

stjórnina sem hefur ekki gefið nýjum þjálfara liðsins Guiseppe

Bellentino mikinn pening til að fjárfesta í nýjum leikmönnum og

er það ekki gott mál þar sem ég tel að liðið þurfi að fjárfesta í

einhverjum leikmönnum fyrir tímabilið. Guiseppe er þó sagður

vera á höttunum eftir efnilegum leikmanni IFK Gautagorg Kabba

Samura. Mér líst ágætlega á piltinn en tel þó að liðið þurfi að

fá reyndari leikmenn til liðsins. Guiseppe sem sagður sé

snillingur í að kaupa leikmenn sé á eftir leikmönnum sem ekki fá

sæti í byrjunarliðinu hjá stóru klúbbunum í lán en engir leikmenn hafa verið nefndir.


28.Júlí.02 Stórfrétt!!!!!

Guiseppe hefur náð að krækja í efnilegan miðvörð Barcelona,

Phileppe Cristhanval í lán út tímabilið. Hann verður án efa

mikilvægur fyrir liðið í komandi baráttu. Þangað til næst Bless


6.Ágúst.02 Undirbúningstímabil !!!!

Úlfarnir eru búnir að keppa nokkra æfingaleiki og fóru meðal annars í æfingaferð til

Malasíu. Þar kepptu þeir þrjá leiki og unnu þá alla frekar stórt. Kabba Samura skoraði

þrennu í fyrsta leiknum sínum og er það frábær árangur hjá þessum efnilega pillt.

Þangað til næst bless


22.Ágúst.02 Fyrstu tveir leikirnir eru búnir og unnust sigrar í þeim báðum. Sá fyrri

á móti Stoke sem við unnum 2-0 og sá seinni 1-2 á móti Norwich. Flestir leikmenn hafa

spilað vel en þó sérstaklega Philippe Cristhanval og Colin Camerun sem hefur lagt upp

öll mörkin sem þeir hafa skorað. Þetta er góð byrjun hjá liðinu og ég vona að þeir haldi

áfram að spila svona. Búið er að draga í F.A bikarnum. Þar lentum við á móti Grimsby.

Þangað til næst bless


4.Sept.02

Úlfunum hefur gengið ágætlega og eru þeir komnir áfram í bikarnumeftir sigur gegn

Grimsby 1-3með mörkum frá Kabba Samura (2) og Denis Irwin. Við sitjum nú í þriðja

sæti, 4 stigum á eftir toppliðinu Portsmouth. Þangað til næst bless


2.Des.02

Úlfarnir eru nú komnir í fyrsta sætið og eru 2 stigum á undan Portsmouth og Leicester

sem eru jöfn. Búið era ð draga í bikarnum og fáum við heimaleik gegn West-ham.

Kabba Samura er markahæstur og virðist þessi strákur greinilega vera að finna sig í

1.deildinni. Þangað til næst bless


1.Jan.03

Gleðilegt nýtt ár !!!! Desember var slakur mánuður hjá liðinu og hefur það aðeins unnið 2

leiki af fimm í mánuðinum. Við eru þó ennþá efstir með betri markatölu en Leicester.

Við erum komnir áfram í bikarnum eftir sigur gegn botnliði úrvalsdeildarinnar West-Ham

og fór sá leikur 3-2. Við erum dottnir út í deildar bikarnum eftir tap gegn Tottenham

Þangað til næst bless

1.Maí.03 Endasprettur !!!!


Nú fer tímabilið að verða búið og hafa Úlfarnir verið slegnir út í bikarnum gegn sterku

liði Arsenal. Leikurinn fór 3-0 og er lítð hægt að segja um hann nema að úlfarnir voru

yfirspilaðir gegn mun sterkara liði. Úlfunum hefur þó gengið betur í deildinni og erum

við í fyrsta sæti með 1 stigi meira en Leicester. Þangað til næst bless



28.Maí.03 Tímabili lokið…

Nú er tímabilinu lokið og enduðu Úlfarnir í öðru sæti á eftir Leicester sem unnu deildina.

Við komumst í 3 umferð F.A bikarsins en duttum út í fyrstu umferð í deildarbikarnum.

Þannig að í það heila náðist ágætisárangur og ljóst era að Úlfarnir ætla sér stóra hluti í

úrvalsdeildinni að ári …