Nú hef ég verið duglegur við það að koma hérna á þetta áhugamál og skoða greinar og annað, reyndar verið latur við að senda inn sjálfur, en það sem að mér finnst hafa einkennt greina- og korkaskrif margra er alveg ómurlega lélegur mórall. Í fyrsta lagi voru allir að hvarta yfir því hvað það tæki SI games langan tíma að koma leiknum frá sér og annað slíkt og viðurkenni ég það að ég var sjálfur farinn að verða soltið leiður á biðinni, en það gefur okkur engann rétt á að kalla þá peningaplokkara og annað. Ef maður horfir líka á aðra tölvuleikjaútgefendur þá sér maður að SI games eru bara að standa sig bísna vel. Langflestum leikjum er frestað um einhverja stund.
Í öðru lagi eru menn að röfla yfir þessum endemis böggum sem að eru í leiknum. Ég meina kommon, til hvers haldiði að Plástrarnir komi(Expension pack 3 er sá nýjasti). Haldiði virkilega að SI games hafi ekki gert allt sem að í þeirra valdi stóð til þess að koma leiknum út og hafa sem minsta galla??? Mikil pressa var á þá frá CM spilurum víðsvegar um heiminn um að koma leiknum út, og eftior því sem ég best veit þá stóðust þeir þessa pressu með sóma og leistu málið eins og fagmenn.
Í þriðja lagi eru allir að kvart yfir því hvað leikurinn er hægur. Fyrisr stuttu kom wbdas og einhver annar sem ég man ekki aæveg nickið hjá, með grein með hinum ímsu leiðum til þess að gera leikinn hraðari. Ef það er er ekki nóg þá er það hvorki okkur né SI games að kenna. Það eru lámarksskilirði að ef að þú ætlar að spila nýja tölvuleiki á fullum hraða þá þarftu að vera með topp tölvu, og ég skal segja ykkur það að þessi topp hraði er ekkert til að kvarta yfir. Hinsvegar er ég að spila hann á 256mb og 1 ghz vél og finnst hann bara ganga þokkalega.
Í fjórða lagi er það skemmtanagilgi leiksins. Peningar eru ekki nógir, leikmenn tregir til þess að skipta um félög og svo margt annað sem að búið er að hvarta yfir. Markmið SI games er að búa til eins raunverulegan þjálfaraleik og hægt er. Gætu þeir það ef að þeir mættu ekki laga hann að raunveruleikanum (í raunveruleikanum var David Moys stjóir Everton að fá 4,3 millur til leikmannakaupa í sumar, er þetta ekki bara nokkuð nærri lagi hjá þeim í SI games?)??? Mér persónulega finnst mjög gaman að hafa þetta svona raunverulegt, að þurfa að passa soltið upp á peningana og að vera soltið klókur í leikmannakaupum.

Það var nú ekkert meira sem ég vildi sagt hafa.